Harmonikublaðið - 01.09.2012, Side 7

Harmonikublaðið - 01.09.2012, Side 7
 »# %M?5 PWP 'v/wftW «p HERMOOUR BIRGIR ALFREÐSSON 80 ARA Einn af mörgum kynlegum kvistum meðal harmonikuunnenda er íslenskur Dani, sem hefur vakið athygli okkar harmonikuunnenda um árabil. Hann hefur starfað sem leikfimi- kennari danskra eldri borgara um árabil, en er fyrst og fremst eins konar bókstafstrúar harmonikuunnandi. Þetta er að sjálfsögðu Hermóður Birgir Alfreðsson. Hann fæddist á Norður Jótlandi þann 13. júní 1932. Þar ólst hann upp til futlorðinsára, en 1957 hleypti hann heimdraganum og flutti norður að Skriðu í Hörgárdal, þar sem hann starfaði sem vinnumaður um tíma. Veturinn 1958-59 skaust hann þó til Ollerup á Fjóni og lauk þar leikfimikennaraprófi. Hann var síðan fyrir norðan í nokkur ár en flutti fljótlega til Reykjavíkur og þar bjó hann, allt til þess að hann flutti aftur til Jótlands haustið 1984. Hermóður tók sér ýmislegt fyrir hendur í Reykjavík. Hann las af mælum Rafmagnsveitu Reyjavíkur, var einnig húsvörður í Hábæ á Skólavörðustíg. Þá var hann dyravörður hjá Guðjóni Matthfassyni á dansleikjum íBraut- arholti 4, en þar uppi á fjórðu hæð, stóð Guð- jón fyrir dansleikjum um árabil. Rauði þráðurinn var þó harmonika og dans. Honum var ekkert heilagt þegar þetta tvennt átti í hlut. Hann kenndi dans íSilfurtunglinu, starf- aði í Félagi harmonikuunnenda á upphafs- árum þess og stofnaði sfðan Þriðja klúbbinn 1981, ásamt nokkrum fleiri valinkunnum harmonikuunnendum. Þrátt fyrir að Hermóður hafi yfirgefið klakann fyrir tæpum þrjátiu árum, er hann mikill íslendingur, sem kemur hér reglulega og heldur yfirleitt tvær skemmtanir á ári hér í Djúpinu við Hafnarstræti. Þær skemmtanir eru engum öðrum skemmtunum líkar. Þar stjórnar meistari Hermóður á sinn óformlega og gamansama hátt, en ekki fer honum fram í íslenskunni blessuðum. Þarna er leikið á harmonikur, þó sá þáttur hafi fengið minna vægi í seinni tíð. Happadrætti er stór liður í skemmtuninni og vinningarnir að sjálfsögðu harmonikudiskar að stórum hluta, þó sokkar, vettlingar, öskubakkar, sælgæti og nærbuxur fljóti með til bragðbætis. Ekki má gleyma sölu- mannsþætti Hermóðs. Hann er ótrúlega magnaður þegar kemur honum. í gamla daga fór hann um landið og seldi plötur Guðjóns Matthíassonarf hlössum. Ef þú lesandi þess- ara lína sérð eldri mann á harmonikumóti, trúlega í rauðum buxum og svartri skyrtu, þar sem glittir í Camelpakka í brjóstvasanum, bjóða harmon- ikudiska, sem þú mátt alls ekki vera án, þá getur þú sagt: „Gaman að sjá þigHermóður." Hann hefur um árabil ritað greinar í harmon- ikublöð á íslandi og í Noregi enda ótrúlega frjór og áhugasamur. Hann átti sinn þátt í að fá Sören Brix á landsmótið í Neskaupstað öllum til ómældrar gleði. Þegar Hermóður dvelur á íslandi heldur hann yfirleitt til hjá góðvini sínum, Þóri Magnússyni trommara, en þeirra vinátta nær yfir nokkra áratugi. Hermóður er vinamargur á íslandi enda öllum ógleymanlegur. Honum eru hér með sendar þakkir og bestu hamingjuóskir, með von um langlífi. Friðjón Hallgrimsson Málninsarbúðin Sindragata 14 400 ísafirði Sími: 456 4550 Þarf að fara að mála? Við eigum málninguna og verkfærin fyrir þig!

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.