Harmonikublaðið - 01.09.2012, Side 9
Máney, Ingimar og Ómar Gunnar afhendirAðalsteini viðurkenningu
Ágætu harmonikuunnendur
Helstu fréttir að austan, eftir Harm-
onikudagsem sagtvarfráísíðasta
blaði eru, að Sumarhátíð HFH í
Brúarásskóla heppnaðist vel.
Böllin á föstudags- og laugardags-
kvöld voru vel sótt. Okkur vantaði
bassaleikara á laugardagskvöldið
og hringdi ég í vin okkar Grím á
Rauðá og brást hann vel við og
skrapp austur og spilaði allt ballið
og keyrði svo heim á eftir. Fær hann
okkar bestu þakkir fyrir. Einnig
spiluðu hjá okkur á harmonikur
Aðalsteinn ísfjörð, Einar Guð-
mundsson og Sigurður Leósson.
Færi ég þeim öllum bestu þakkir.
Á laugardaginn var skemmtidag-
skrá, þá var bæði spilað og sungið,
en það sem var ánægjulegast var
að þar stigu á svið tveir ungir
harmonikuleikarar, Arnar Freyr
Halldórsson og Erlendur Ágúst
Einarsson og spiluðu nokkur lög
saman fyrst á tvær harmonikur og
svo á harmoniku og gítar, við
góðar undirtektir. Á eftir var Kven-
félagTunguhrepps með kaffiveit-
ingar og meðlæti með.
Laugardagskvöldið 1. sept. var
árlegur síðsumarsdansleikur HFH
í Valaskjálf. Fór hann vel fram að
venju.
Við gerum ráð fyrir að spila í Kaffi
Egilsstöðum annað hvert föstu-
dagskvöld í vetur eins og í fyrra
og verður sagt frá því í næsta
blaði.
Mínar bestu harmonikukveðjur.
Jón Sigfússon
Hreinn Halldórsson og Bjarmi Hreinsson
Arnar Freyr og ErlendurÁgúst
9