Harmonikublaðið - 01.09.2012, Qupperneq 20
HARTMANNSSONAR
Harmonikuunnendur búa nokkuð vel að
hagyrðingum. Þeir eru dreifðir um landið.
Einn er sá sem á létt með að snara saman.
Þetta er Birgir Hartmannsson, harmoniku-
leikari á Selfossi. Hann er reyndar fæddur
Fljótamaður og þar með Skagfirðingur.
Hann sendi blaðinu þetta um daginn.
Rísla ég í minja meis,
margt er gleymsku ofid.
Allt er nú sem ádur reis,
orðid lint og dofið.
Eitthvað harmonikutengt:
Með nikku stendur hann og stappar fæti.
Lagið ekki líkist neinu,
líkt og hann spili tvö í einu.
Dumpar hann á dískantinn og dregur
belginn.
Hljómarnir þó hvergi passa,
hann hittirsjaldan á rétta bassa.
Syngurmeð afsannri listog seiminn dregur.
Þar er komið þriðja lagið,
þessi piltur kann sko lagið.
Eina bögu vilégtilfæra, sem éggerði íþeim
tilgangi að Iffga upp á ballauglýsingu hjá
H.F.S.
Harmonikur hljómum strá,
handleiknar afsnilli.
Áheyrendur fiðring fá
í fætur og þar á milli.
Þessi vísa hlaut þó ekki náð fyrir augum
æðri máttarvalda félagsins og hefur því
legið óbætt hjá garði. Að lokum er svo ein,
sem ég tel ekki þarfnast skýringa.
Þó hann stappi fast með fótunum,
sem fleiri gera.
Fimastur á fölskum nótunum,
mér finnst hann vera.
Munaðarleysinginn
í Reykjanesbæ býr harmonikuleikari, sem
lengi hefurstarfað ÍFélagi harmonikuunn-
enda á Suðurnesjum. Sá heitir Konráð Óli
Fjeldsted. Honum er ýmislegt til lista lagt
annað en að leika á harmoniku, meistari í
bifreiðaviðgerðum ásamtfleiru.
Það mun hafa verið seint á síðustu öld að
hann brá sér af bæ, eins og gengur og
gerist. Þegar hann sneri til baka nokkrum
klukkustundum síðartók hann eftir því að
í ganginum rétt inn við dyrnar stóð harmon-
ika. Hann innti frúna eftir hvort hún kann-
aðist við gripinn, en hún kom einnig af
fjöllum. Harmonikunni var nú fundinn
staður og Konni beið þess að einhver
hringdi. Eftir nokkrar vikur ákvað Konni að
líta á gripinn og sá þá að ýmislegt var að,
sem mætti jafnvel laga. Nikkan var gömul
og fölsk, auk fleiri atriða, sem líta þurfti á.
Smám saman tókst honum að gera við það
sem hann réði við, en beið svo með afgang-
inn. Bar nú ekkert til tíðinda. Vestur á ísa-
20
firði hafði Ásgeir Sigurðsson
fengið þá grillu að stofna harmon-
ikusafn. Hann hafði látið þetta
spyrjast út og fengið mjög
jákvæðar undirtektir. Þegar harm-
onikan hafði verið hjá Konna í á
þriðja ár, ákvað hann senda hana
til ísafjarðar. Þar var hún boðin
velkomin og hlaut virðingarsess.
Leið nú árið. Þá bar svo við að
maður sem Konni kannaðist lítil-
lega við kom í heimsókn til hans
og eftir kaffisopa og spjall sagði
maðurinn: „Varstu eitthvað búinn
að líta á harmonikuna, sem ég kom
með“. Hvaða harmoniku ? spurði
Konni og kom af sömu fjöllum og
þremur árum áður. „Nú sem ég setti inn í
ganginn hjá þér“. Eftir langa mæðu áttaði
Konni sig. „Þú meinar þetta hálfónýta hró,
sem var sett inní ganginn fyrir þremur
árum?“ Maðurinn játti því og sagðist hafa
fundið nikkuna í rusli og ákveðið að láta
líta á hana. „Ja“, svaraði Konni, „ég gaf
hana á harmonikusafnið á ísafirði og ég
ræð þér eindregið frá því að reyna að ná
henni þaðan.“ Maðurinn hló þá ógurlega
og sagðist hæstánægður með þessa ráð-
stöfun, enda hefur ekki frést af neinum,
sem reynt hafi að ná harmoniku af safni
Ásgeirs Sigurðssonar.
Ritstjórinn