Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 3. apríl 2008 19 Handboltj, karla: Fram ^,9 - ÍBV 34 Komu sjálfum sér ekki síst á óvart Meistaraflokkslið ÍBV í handbolta gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og sigraði sterkt lið Fram með nokkrum yfirburðum 29:34. Má segja að þama hafi Eyjamenn komið bæði sjálfum sér og öðrum á óvart. Þeir komu vel stemmdir í leikinn og byrjuðu af ógnarkrafti og komust strax yfir gegn andlausum Frömm- urum. Eyjamenn héldu áfram að keyra yfir Fram allan fyrri hálf- leikinn og leiddu með sjö mörkum í hálfleik 12:19. Fyrri hálfleikur hjá Fram ein- kenndist af slakri vörn og mark- vörslu í samræmi við það. Það er mjög skrýtið að lið eins og Fram, sem er að berjast um annað sætið í deildinni, spili svona hrikalega lé- legan handbolta. Flestir bjuggust við að sterkt lið eins og Fram myndi rífa sig upp í seinni hálfleik og einnig hélt blaða- maður að Eyjamenn myndu tapa forystunni hægt og rólega í seinni hálfleik eins og hefur svo oft gerst í vetur. Annað kom á daginn. Eyja- menn komu tvíefldir til seinni hálfleiks á móti enn andlausari Frömurum. Eyjamenn héldu áfram að bæta forskotið og komust mest tíu mörkum yfir. Umdeilt atvik átti Karfan Komust ekki upp Meistaraflokkur karla í körfuknatt- leik lék gegn UMFH á dsunnudag um sæti í 1. deildinni á næsta tíma- bili. Leikurinn var mjög spennandi og jafn og Eyjamenn leiddu í hálfleik 34:43 eftir mikla baráttu og góðan leikkafla í lok annars leikhluta. Eyjamenn komu ekki alveg jafn vel stemmdir í þriðja leikhluta og var mikið einbeitingarleysi í vöm IBV. Hrunamenn leiddu þegar komið var að seinasta leikhlutanum 62:59 og byrjuðu leikhlutann betur og komust í 74:62. Þá spýttu Eyjamenn í lófana og náðu að minnka muninn í tvö stig en einbeitingarleysi í sókninni varð þeim að falli og Hrunamenn tryggðu sér sigurinn af vítalínunni. Loka- staðan varð 79:74. Þrátt fyrir tapið geta leikmenn litið til baka með stolti á þetta ár. Arang- ur liðsins hefur verið hreint út sagt frábær. Yngri liðin hafa staðið sig virki- lega vel og eiga þjálfarar hrós skilið fyrir vel unnin störf með yngri flokkana. Til að mynda var Alex- ander Jarl, ungur og efnilegur leik- maður, valinn í U-15 landsliðið sem sýnir enn og aftur hversu gott starf er unnið í körfuboltanum. KFS stelnlá KFS lék um helgina annann leik sinn í Lengjubikamum gegn Hvöt. KFS var dæmdur sigur í fyrsta leiknum gegn Gróttu vegna ólög- legra leikmanna hjá Gróttu. Hvöt fékk mikinn liðstyrk fyrir stuttu þegar fyrrum leikmaður Breiðabliks, Kristján Óli Sigurðs- son, ákvað að ganga til liðs við félagið. Kristján er spilandi þjálfari og verður þeim mikilvægur. KFS sá aldrei til sólar gegn Hvöt og tapaði leiknum með fimm mörkum 6:1. Mark KFS skoraði Davíð Egilsson. Hvöt situr því sem stendur í efsta sæti riðilsins og hefur unnið báða sína leiki. Næsti leikur KFS er gegn Aftureldingu og verður líklega hörkuslagur. KFS segist vanta mannskap og em allir velkomnir á æfingar hjá þeim. FRA leik IBV fyrr í vetur Flestir bjuggust við að sterkt lið eins og Fram myndi rífa sig upp í scinni hálfleik en það gerðist ekki. sér þó stað þegar um tíu mínútur voru eftir af leik. Brotið var mjög gróflega á Jóhanni Gunnari Einarssyni þegar hann var rifinn niður aftan frá er hann reyndi að stökkva upp í skot. Eftir mikið þóf á vellinum gáfu dómarar leiksins vit- lausum manni tveggja mínútna brottvísun sem hljóp í skapið á þjál- fara Fram, Ferenc Bunday, sem fékk að líta rauða spjaldið fyrir harkaleg mótmæli. Eftir þetta atvik má segja að Framarar hafi loks vaknað og náðu þá að minnka muninn lítillega en komu ekki í veg fyrir frábæran sigur Eyjamanna. Það var að venju fyrirliðinn Sigurður Bragason sem bar uppi leik Eyjamanna en Sergey Trotsenko átti einnig mjög góðan leik. Ekki er annað hægt að segja en að ÍBV hafi sýnt gríðarlegan karakter í þessum leik og Ijóst er að á góðum degi geta þeir strítt hvaða liði sem er. Það sem er þó aðdáunarvert við þennan sigur að ÍBV hefur tapað tvisvar á heimavelli fyrir Fram á þessari leiktíð, er í neðsta sæti deild- arinnar og hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum mjög illa en nær samt að rífa sig upp úr því og gjörsigra eitt besta lið deildarinnar. Markaskorarar ÍBV Sergey Trotsenko 11, Sigurður Bragason 8, Zilvinas Grieze 7, Leifur Jóhannesson 3, Sindri Haraldsson 2, Nikolaj Kulikov 2, Grétar Þór Eyþórsson I. | Víðir Þorvarðarson í heimsókn hjá KV Mechelen Frábær aðstaða þarna úti í seinustu viku fór Víðir Þor- varðarson út til reynslu til belgíska liðsins KV Mechelen sem spilar í úrvalsdeildinni í Belgíu. Víðir hefur lengi þótt mikið efni og einungis tímaspursmál hvenær hann færi út til reynslu. Víðir er virkilega metnaðarfullur drengur og á sann- arlega framtíðina fyrir sér. Fréttir hittu hann á dögunum og spurðu hann um ferðina og sumarið fram- undan. Hvernig kom það til að þú fórst þarna út? -Þetta byrjaði allt þegar ég fékk að spila tvo leiki með öðrum flokki ÍBV á móti KFR og Njarðvík. Mér gekk mjög vel í þeim og þá sagði Reinaldo þjálfari annars flokks að hann gæti sent mig út. Hann þekkir mann í Briissel sem er í sambandi við KV Mechelen og þá fór boltinn að rúlla. Hvernig gekk? -Mér gekk mjög vel, ég spilaði leik með U-16 ára liðinu og þar skoraði ég mark. í heildina er ég mjög ánægður með ferðina. Er mikill munur á íslenskum og belgískum knattspyrnumönnum ? VÍÐIR , enn of ungur til að fara út. -Já, þeir belgísku eru hraðari, mun teknískari og hafa góðan ryþma. íslenskir leikmenn eru mjög sterkir og hraðir en eru mjög stirðir. Hvernig er aðstaðan? -Aðstaðan þarna úti er frábær, þeir eru með ótal grasvelli og þeir æfa á grasi allan ársins hring. Ég fór reyndar líka í knattspyrnuskóla þar sem æft var á gervigrasi. Við í Eyjum þurfum alvarlega að fara að bæta aðstöðuna okkar. Heldurðu að þeir vilji fá þig aftur? -Já, það gæti vel verið. Þeir geta auðvitað ekki boðið mér samning strax þar sem ég er enn of ungur. Það sem þeir sögðu við mig var að ef ég væri hjá þeim þá gætu þeir gert mig að betri leikmanni. Hvernig gengur hjá þriðja flokki núna ? -Það gengur bara vel hjá okkur, reyndar er auðvitað alltaf erfitt að æfa í Vestmannaeyjum á vetuma. Malarvöllurinn er erfiður og er í raun handónýtur. En Sigurlás þjálf- ari hefur verið mjög góður og hefur komið okkur í gott form. Ertu bjartsýnn á sumarið? -Ég er tiltölulega bjartsýnn Heldurðu að meistaraflokkur komist upp í sumar? -Já ég hef trú á því, þeir hafa lið í það. | Handbolti yngri flokkar Þrjú töp og einn sigur Um helgina lék annar flokkur karla tvo leiki á sama degi gegn sterku liði FH. Eyjamenn töpuðu báðum leikj- unum, fyrri leikurinn var mjög jafn framan af en Hafnfirðingar komust yfir á seinustu mínútunum og tryggðu sér fjögurra marka sigur 17:13. Seinni leikurinn var einnig mjög jafn en FH náði að sigra á lokamínútunum þegar Eyjamenn gáfust hreinlega upp og töpuðu með sjö mörkum 25-18. Óttar Stein- grímsson átti góðan leik og var markahæstur í báðum leikjum. Um helgina spilaði IBV í ung- lingaflokki kvenna tvo leiki hér heima á móti Gróttu. Fyrri leikurinn var á föstudaginn og lauk með sigri IBV 28:23. Markaskorarar Elísa 9, Anna M. 5, Kristrún 4, Sædís 4, Aníta 3, Eva 2 og Lovísa 1. Heiða Ingólfsdóttir varði vel í markinu. Seinni leikurinn tapaðist 27:31. ÚR leik 4. flokks kvenna um helgina. Markaskorarar Sædfs 6, Aníta og Lovísa, Anna M. og Rakel 1 mark Eva 5, Elísa 4 Kristrún 2, Bylgja, hver. Iþróttir Guðbjörg Guðmanns á heimleið Samkvæmt heimildum handbolti- .is mun Guðbjörg Guðmanns- dóttir vera á leiðinni heim frá Danmörku og hefur áhuga á að spila með ÍBV ef félagið teflir fram kvennaliði á næsta timabili. Ljóst er að það yrði gríðarlegur styrkur fyrir Eyjastelpur enda Guðbjörg ein besta handboltakona landsins og hefur síðastliðin ár spilað í sterkustu kvennadeild í heimi, þeirri dönsku. ÍBV vann íslands- meistarana Meistaraflokkslið ÍBV í knatt- spymu gerði sér lítið fyrir og sigraði Islandsmeistarana í Val í fyrsta æfingaleik liðsins í Tyrk- landsferðinni. Það var Bjarni Rúnar Einarsson sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Það sem var þó leitl við þennann sigur var að báðir Brasilíumennirnir meiddust í leiknum. Alex tognaði aftan í læri og Italo meiddist í nára. Ekki með í æfinga- ferðinni Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba komust hvorugir með ÍBV til Tyrklands sökum þess hve lengi þeir voru á leiðinni til landsins. Andrew og Augustine eru báðir mikilvægir leikmenn fyrir IBV liðið og munu hefja æfingar með liðinu þegar það kemur aftur frá Tyrklandi. Framundan Föstudagur 4. apríl Kl. 21.00 ÍBV-Haukar, 2. fl karla Laugardagur 5. apríl Kl. 14.00 ÍBV-Fylkir, unglinga- flokkur kvenna. Kl. 15.00 ÍBV-Grótta, unglinga- flokkur karla. Kl. 15.00 ÍBV-Haukar, meistara- flokkur karla. Kl. 17.00 ÍBV-Haukar, 2. fl. karla Kl. 18.00 ÍBV-Fjölnir, 4. fl. kvenna. Sunnudagur 6. aprfl Kl. 11.00 ÍBV-Fjölnir, 4. fl. kvenna. Kl. 12.00 ÍBV-Grótta, 4. fl. karla. Kl. 15.00 ÍBV-Afturelding.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.