Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Síða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 Viska: Leiðtoganámskeið fyrir konur í Vestmannaeyjum: Aðsóknin verið ótrúlega góð -segir Ásdís Halla Bragadóttir, höfundur námskeiðsins FRÁ einu af námskeiðum Visku sem konur hafa verið duglegar að sækja. Viska stendur fyrir leiðtoganám- skeiði fyrir konur í Vestmanna- eyjum, vikuna 3. til 6. júní nk. Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Visku, hefur unnið að undirbúningi og skipulagt dagskrá námskeiðsins sem er opið öllum konum í Vestmannaeyjum og aðgangur ókeypis. Ásdís Halla Bragadóttir, höfundur námskeiðsins flytur fyrsta erindið á námskeiðinu og síðan mun Sig- þrúður Ármann, lögfræðingur, fara yfir grundvallaratriði í ræðu- mennsku og framsögn. Páley Borgþórsdóttir, lögfræð- ingur, Guðbjörg Matthíasdóttir, kennari og Jóhanna Njálsdótlir, kennari verða með fyrirlestra og Anja Tedoriwicz flytur erindi um samskipti og árangur .sem útlend- ingur'á Islandi. Þriðja kvöldið er val en þá munu þær Sigþrúður Ármann og Guðbjörg Matthías- dóttir og jafnvel fleiri verða með leiðsögn í ræðumennsku og fram- sögn fyrir litla hópa. Hátíðarkvöldið verður á föstu- deginum þar sem Haldís Snorra- dóttir verður veislustjóri. Allar konur í Vestmannaeyjum fá bréf á næstu dögum þar sem þeim verður boðin þálttaka þeim að kostnaðarlausu, nema hátíðar- kvöldið. Skilyrði cr að hver og ein kona skrái sig til þátttöku hjá Visku fyrir 28. inaí. Hátt í 3000 konur hafa sótt námskeiðin -segir Ásdís Halla Bragadóttir Ásdís Halla Bragadóttir er höfund- ur að leiðtoganámskeiðinu sem verður í boði fyrir konur í Eyjum í byrjun júní. Ásdís verður með fyrirlestur og því spennandi að vita hvernig henni datt í hug að setja saman slíkt námskeið og hvers vegna hún telur þörf á sérstöku leiðtoganámskeiði fyrir konur? „Þessi hugmynd varð til í kjölfar bókar sem ég ritaði um leiðtoga eftir að hafa sérhæft mig í þeim fræðum í Bandaríkjunum. I kjölfar hennar fann ég fyrir áhuga svo margra á að vinna betur með hvað þeir sjállir gætu gert til að ná ár- angri í samfélaginu og fyrir sam- félagið. Það leiddi til þess að ég ákvað að setja saman leiðtoganám- skeið og ég hef bæði haldið þau fyrir konur og karla. Oftast hef ég þó haldið sérstök námskeið fyrir konur því ég hef fundið að konum finnst þægilegra að vinna með per- sónuleg málefni í hópi kvenna en þegar hópurinn er blandaður." Öllum konum f Vestmannaeyjum gefst kostur á að sækja námskeiðið. Hefur þetta námskeið áður verið í boði utan höfuðborgarsvæðisins og hvemig hefur aðsókn verið? „Fyrsta námskeiðið var haldið í Garðabæ fyrir um Ijórum árum og þá var ég að vonast til að sjá um 20 til 30 konur. Aðsóknin varð hins vegar svo mikil að flytja þurfti námskeiðið í kirkjuna sem fylltist af áhugasömum konum. Ég hélt námskeiðið þrisvar í Garðabæ til að mæta eftirspurninni og alltaf var jafn gaman. Áhuginn spurðist út og ég tók að mér að halda námskeið hér og þar, t.d. í Ólafsvík, á Sel- tjarnarnesi, Akureyri og Reykjavík. Aðsóknin hefur alls staðar verið ótrúlega góð og alltaf verið hús- fyllir en allt í allt hafa hátt í 3.000 konur komið á námskeiðin. Frumkvæðið að námskeiðunum kemur alltaf frá konum í viðkom- andi sveitarfélagi og það hefur glatt mig hve víða konur hafa viljað gefa sér tóm til að velta þessum málum fyrir sér.“ Hentar náskeiðið öllum konum? „Það skemmtilega við leiðtoga- pælingarnar er að þær henta öllum konum. Þær hafa ekki með emb- ætti, störf, pólitískar skoðanir eða formleg verkefni að gera. Miklu frekar er þetta stund sem við notum saman til að líta inn á við og spyrja okkur sjálfar mikilvægra spurninga.11 Hvemig getur það nýst konum? „Það er mjög persónubundið. I sumum tilvikum hef ég fengið viðbrögð frá konum sem deila því með mér að þetta hafí haft áhrif á þær í einkalífinu, hjá öðrum er það starfstengt og sumum í tengslum við nám.“ Hvaða megináherslur leggur þú á námskeiðinu? „Nú verð ég að passa mig á því að segja ekki of mikið.“ Geta allar konur orðið leiðtogar? „Engin spurning - svo lengi sem þær hafa rétt leiðarljós." Áttu ekki von á góðri þátttöku og góðu námskeiði í Eyjum? „Frumkvæðið að námskeiðinu kom úr Eyjum og í sveitarfélaginu eru konur sem leggja mikið af mörkum til að láta námskeiðið verða að veruleika. Mér fannst strax áhuga- vert að koma og halda námskeið í bæjarfélagi sem ég ber mikla virðingu fyrir. I Eyjum er mikill kraftur og samfélagið hefur sterk sérkenni. Ég er algjörlega viss um að þetta verður frábær stund og hvet sem flestar konur til að koma og njóta samverunnar." Hemmi dansaði uppi á borðum eftir bikarsigurinn Eyjapeyinn Hermann Hreiðars- son, leikmaður Portsmouth, er fyrsti íslendingurinn til að verða enskur bikarmeistari. Þeim áfanga náði hann á laugardaginn þegar lið hans vann Cardiff 1:0 á Wembley. Eiríkur Arnórsson var í hópi nokkurra Eyjamanna sem fór á leikinn og segir hann þctta hafa verið ótrúlega upplifun. „Við fórum út á út á föstudags- morguninn og vorum tólf saman. Það var þrammað á pöbbinn fyrir leik og það sem á eftir fór verður manni ógleymanlegt,“ sagði Eiríkur. „Já, það er ekki hægt að lýsa stemmningunni. Við vorum í átt- undu sætaröð á besta stað þannig að þetta gat ekki verið betra. Allt gekk svo snurðulaust fyrir sig enda er Wembley flottasti völlur í heimi. Eg hefði ekki viljað missa af þessu.“ Ekki náðist í Hermann en Vísir.is segir að hann hafi glaðst upp á íslensku eftir leikinn. „Hermann Hreiðarsson stökk upp á svið og dansaði, að því er sagt er að íslenskum sið, í einkasamkvæmi Portsmouth eftir sigur í bikarúrslitaleiknum á laugardag. Leikmönnum var fagnað sem þjóðhetjum í gær þegar ekið var með bikarinn um götur borgarin- nar. Hermann er þekktur sem „sá klikkaði“ á meðal leikmanna og klæddi hann sig mcðal annars upp í Elvis-búning þegar leik- menn skelltu sér á karókíhar á flmmtudaginn fyrir leikinn. „Svona fögnum við á Islandi," sagði Hermann þegar hann reif upp hljóðnemann og stökk upp á svið með glas í hendi á laugar- daginn. Vakti það mikla kátínu meðal nærstaddra sem sátu þá í rólegheitum og létu mynda sig með bikarinn. Hermann er brákaður á kinn- beini eftir árekstur við David James í leiknum en af sinni alkunnu hörku kláraði hann leikinn. Hann fór í myndatökur á laugardag en á eftir að fara í nánari skoðun. Hann skartaði því myndarlegu glóðurauga í fögnuðinum en það kom ekki að sök því á heimasíðu Portsmouth segir að skemmtanahöldin hafl verið með besta móti,“ sagði á Vísi.is. HEMMI og Milan Baros, cnskir bikarmeistarar. Úfgefandi' Eyjasýu ohf. 48(ri78-0649 - Vestnmnnaeyjuin. líifetjóri: Ómar Gardatsson. Blaðamenn: Guðbjörg Sigurgeiindóttir, Sigurgeir Jónsson og Ellert Selieving. tþróttir: EllertSelieving.Ábyrgdarmenn: ÓniarGttrðarsson&GisIi Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestnianuacyjiim. Aðsetnr ritstjómar: Stramhcgi 47. Símai: 4H1 1300 & 481 3:110. Myndriti: 481-1293, Netfang/rafpóstnr frettir@eyjáfrettir.k Veffang: http//www.cyjafrelétir.is FRÉTTLR koma út alla finuntndaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnnm, Vöruval, Herjólfi, BlngHafnarversluiiiiini, Krónnnni, ísjakanum, verslnn 11-11 og Skýlinn i Friðarhöl 'n.. FRÉTTTR eru prentaðar i 3000 eintökum. FRÉ'iT'litern aðilar að Samtökum Ivejar- og héraðsfréttablaða. Eftirpivntun, hljóöritun, notkiin ljósmynda og annað er óheimilt ncma heimilda sé gctid.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.