Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 8
8 Frcttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 Sérdeildin í mcnningarfcrð til Reykjavíkur Sáu Gosa í Borgarleikhúsinu og fannst hann skemmtilegur Við ákváðum að skreppa í menningarreisu og fara í leikhús. En við reynum að fara eina ferð á ári. I fyrra fórum við í sumarbústað og sveitaferð. Til að fjármagna ferðina héldu börnin myndlistarsýningu í Miðstöðinni sl. fimmtu- dag, þessi sýning tókst alveg frábærlega og nær allar myndirnar seldust. Þátttakendur á myndlistarsýningunni voru 6 en í ferðina fóru 9 böm þ.e. bömin úr sérdeildinni og 2 sem tengjast henni. Við lögðum af stað á sunnudagsmorgni og fórum beint í Kringluna og fengum okkur að borða. Þaðan lá leiðin í Borgarleikhúsið og þar sáum við leikritið um hann Gosa- spýtustrák. Þetta er skemmtilegt leikrit, með miklum söng og fjöri. Allir skemmtu sér mjög vel en börnin voru mishrædd þó. „Mér bráði svo þegar hvalurinn borðaði pabbann og þegar hvellurinn kom.“ En endirinn var góður og allir klöppuðu vel í lokin. Eftir leikritið brunuðum við á Selfoss og þar var aftur borðað áður en við lögðum í Herjólf. Allir komu síðan heim hressir, saddir og kátir seint á sunnudagskvöldi. Svo mættu allir hressir í skólann á mánudaginn nema Katrín Helena skellti sér til Flórída. A myndinni er hópurinn sem fór en það vantar þó Ijósmyndarann, hana Rut. „Stærðin skiptir máli hjá sumum“ -segir Jenni um mótorhjólasýningu Drullusokkanna á laugardag Ungmennin 18 sem útskrifuðust úr Farskóla leiðtogaefna í Landakirkju á sunnudag. Farskóli leiðtogaefna í Landakirkju: Átján útskrifuðust frá Vest- mannaeyjum, Hellu og Selfossi Átján ungmenni útskrifuðust úr Farskóla leiðtogaefna í Landakirkju á sunnudag. Farskólinn stendur fyrir námskeiðum fyrir unglinga sem eru 14 ára og eldri og vilja starfa sem leiðtogar við barna- og unglingastarf í kirkjunni. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson stýrir Farskólanum en nemendurnir sem útskrifuðust að þessu sinni eru frá Vestmannaeyjum, Hellu og Selfossi. Hulda Líney Magnúsdóttir, æsku- lýðsfulltrúi Landakirkju sagði að leiðtogaefnin hefðu komið saman þrjár helgar, fyrstu helgina á Hellu, næstu á Selfossi og lokasamveran og útskriftin var hér í Eyjum um síðustu helgi. Af þessum átján ungmennum sem útskrifuðust voru átta frá Eyjum en farið var yfir námsefni sem er útbúið af biskupsstofu og gefur ákveðin rétt- indi. Kennari Farskólans, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, er frá Vest- mannaeyjum og hann predikaði við athöfnina í Landakirkju á sunnu- dag. Prestar Landakirkju, sr. Kristján Björnsson og Guðmundur Örn Jónsson þjónuðu fyrir altari og Irma Sjöfn Óskarsdóttir frá Bisk- upsstofu útskrifaði nemendurna með formlegum hætti. Hulda Líney sagði að stefnt væri á að nemendurnir tækju seinni hluta námsins á næsta ári en hún fylgdi nemendum frá Vestmannaeyjum eftir og sagði tímann sem námskeiðin stóðu yfir bæði hafa verið skemmtilegan og uppbyggi- legan. Næsta laugardag verður stór og metnaðarfull mótorhjólasýning í gamla sal Iþróttamiðstöðvarinnar. Yfir hundrað hjól af öllum stærðum og gerðum verða til sýnis en elstu hjólin eru frá því um miðja síðustu öld. Jens Karl Magnús Jóhannesson hefur ásamt stjóm Drullusokkanna skipulagt sýninguna en þetta er önnur sýningin sem þeir standa fyrir en sýningin í ár er mun stærri og umfangsmeiri en í fyrra. „Á sýningunni verður hægt að sjá elstu hjól sem til eru í Eyjum og svo nýjustu týpurnar þannig að sýningin hefur bæði menningarlegt gildi og er sölusýning þar sem N I og Bragginn verða með hjól til sölu, “ sagði Jenni þegar hann var spurður út í sýninguna. „Elsta hjólið er frá 1946 og svo eru fleiri frá svipuðum tíma. Það eru þó nokkrir sem eiga svona forn- gripi og þeir verða auðvitað í heiðurssæti á sýningunni. Hluti af því að eiga hjól er að nostra við það, laga og hafa í standi. Það er smá metingur á milli og óhætt að segja að stærðin skipti máli hjá sumum. En þetta er allt í góðu.“ Þegar Jenni er spurður út í hugmyndina að sýningunni segir hann að mönnum hafi dottið þetta í hug í fyrra og þá var ákveðið að setja upp sýningu í Bragganum. „Húsnæðið var ekki nógu stórt þannig að við fluttum okkur yftr í Höllina núna. Við sýnum öll hjól sem eru í Eyjum og það kemur fullt af hjólum ofan af landi en báðar ferðir Herjólfs eru upppantaðar fyrir hjól á föstudag enda yfir hundrað hjól á sýningunni. Eg vil þakka öllum sem koma með hjól og standa að sýningunni. Allir bæjar- búar eru velkomnir, aðgangseyrir er 0 krónur og frítt molakaffi í boði Krissa Karls. Nýjar merkingar á golfvellinum: Gangstéttarhellur leysa tréhælana af hólmi Að undanförnu hafa vallarstarfsmenn Golfklúbbsins unnið við að koma fyrir nýjum lengdarmerkingum á vellinum. Áður voru notaðir tréhælar sem reknir voru niður utan brauta og sýndu 100, 150 og 200 m tjarlægð frá flöt. Nú eru komnar annars konar merkingar, litaðar gang- stéttarhellur sem er komið fyrir á miðjum hrautum, grópaðar niður í jörðina og sýna 50, 100,150 og 200 m fjarlægð frá flöt. Hvítar á 50 m, bláar á 100 m, gular á 150 m og rauðar á 200 m. Vallarstjóri GV, Örlygur Helgi Grímsson, á hugmyndina að þessum nýju merkingum. „Ég er búinn að spila golf víða um heiminn og þessar merkingar eru komnar á flesta velli erlendis, reyndar oftast málmskildir sem eru á brautunum og sums staðar nota menn lokin á vökvun- arkerfinu. En mér datt í hug að nota litlu gangstéttarhellurnar og það er einföld og ódýr lausn,“ sagði Örlygur Helgi. „Tréhælarnir eru börn síns tíma, þeim fylgdi sá ókostur að auðvelt var að fjar- lægja þá eða færa til og t.d. áttu þeir til að hverfa í kringum þjóðhátíð. Þá töfðu þeir talsvert fyrir vallarstarfsmönnum þegar þeir voru að slá röffið kringum þá. Einhverjir töluðu líka um sjónmengun vegna þeirra. Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið gert annars staðar á Is- landi nema í Leirunni á Suðurnesjum en þetta er það sem koma skal. Þeir kylf- ingar sem ég hef rætt við, eru flestir mjög ánægðir með þessa framkvæmd,“ sagði Örlygur Helgi að lokum. Lögrcglan: Rúðubrot, rifbeinsbrot, vinnuslys og nagladekkin burt Það var frekar rólegt hjá lögreglunni í vikunni sem leið, þrátt fyrir að nokkur fjöldi hafi verið að skemmta sér um helgina. Að vanda þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima eftir að það hafði fengið sér heldur mikið neðan í því en annars fór skemmtanahaldið að mestu vel fram. Tvö rúðubrot voru tilkynnt til lögreglunnar eftir skemmtanahald helgarinnar og áttu þau sér bæði stað í Týsheimilinu en þar var haldinn dansleikur aðfaranótt 18. maí sl. Er vitað hver braut aðra rúðuna en ekki er vitað hver var að verki í hinu dlvikinu. Vinnuslys var tilkynnt lögreglu þann 13. maí sl. en gólf í vinnupalli, sem var við hús á Bárustíg, gaf sig þannig að tveir menn sem voru við vinnu sína á pallinum féllu til jarðar. Fallið var um fjórir metrar og mun annar mannanna hafa rifbeinsbrotnað. Fjórar kærur liggja fyrir eftir vikuna vegna brota á umferðarlögum og er í öllum tilvikum um að ræða ólöglega lagningu ökutækja. Rétt er að minna á að tími nagladekkjanna er liðinn fyrir þó nokkru síðan og mun lögreglan á næstu dögum byija að sekta þá eigendur ökutækja sem enn aka um á negldum hjólbörðum. Sektin er kr. 5000,- á hvert nagladekk. Fréttatilkynning: Vorfagnaðurinn verður 24. maí Vorfagnaður leikskólans verður laugardaginn 24. maí frá kl.l 1:00-13:00. Leik- skólinn og foreldrafélagið standa að þessum degi saman. Grillaðar pylsur, kafft og muffins verður selt á staðnum. Verkefni vetrarins verða til sýnis á deildunum. Bömin syngja fyrir gestina og einnig útskrifast skóla- hópurinn. Allir velkomnir, vonandi sjáum við sem flesta og eigum skemmdlegan dag saman. Kveðja Kirkjugerði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.