Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 24
f Sun (V investments S.L FASTEIGNASALA A SPÁNI LINDA RÓS (0034) 646 930 757 lindarosg@hotmail.com www.suninvestmentsl.com ^íús 0^ ☆ ™ MÍ yiWÐímM fr&tinnus ^uijim^uu Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 Á LEIÐ Á VÖLLINN: Aftast Jón, Eiríkur, Hallgrímur, Páll, Rútur og Daði. Miðröðin, Ásdís, Adda, Berglind og Hind og fremmst sitja Þóra Hrönn, Herdís og Elfa Ágústa. Ævintýri á bikarleik Daði Pálsson, besti vinur Hermanns Hreiðarssonar, lagði land undir fót um helgina og fór að sjá Hermann Hreiðarsson leika til úrslita í ensku bikarkeppninni. Daði segir að ferðin hafi verið mögnuð í alla staði. „Þessi ferð var alveg æðisleg. Það löru u.þ.b. 50 manns út og það gistu allir á sama hóteli og Hermann og eiginkona hans, Ragna Lóa, gistu þar líka.“ Daði segir að allt í kringum þennan leik hafi verið frábært og hann hafi aldrei kynnst annarri eins stemmn- ingu. Daði segir einnig að rfgurinn milli stuðningsmanna liðanna hafi verið ótrúlegur og bænum hafi bara verið skipt í tvo hluta milli stuðn- ingsmanna. „Þetla var alveg ótrúlegt, lögreglan hún stoppaði bara stuðningsmenn Portsmouth sem voru að fara yfir á svæði Cardiff en stemmningin á götunum var alveg frábær.“ Daði segir það engu líkt að fara á svona mikilvægan leik og hann hafi verið gagntekinn af því hversu vel allt var skipulagl í kringum leikinn. „Það voru auðvitað 90.000 manns á leiðinni á sama leik en það gekk allt eins og smurð vél. Við þurftum aldrei að stoppa og gátum bara gengið beint inn á völlinn.“ Porstmouth vann eins og allir vita leikinn 1-0 en Daði segir að hann hafi verið svolítið stressaður. „Stemmningin á vellinum var alveg hreint mögnuð og við vildum auð- vitað vera þar sem mesta stuðið var. Maður var nú samt orðinn svolítið stressaður því það er allt öðruvísi að þekkja einhvern þarna inn á vell- inum.“ Eftir leikinn var mikið stuð að sögn Daða og að sjálfsögðu tóku allir þátt í því. „Eftir leik fóru allir upp á hótel og fengu sér að borða svo var bara tekið á því og Hermann mætti. Það var alveg æðislega gaman. Eftir það fórum við á skemmtistað þar sem leikmenn Portsmouth voru með VIP svæði. Hermann bauð að sjálf- sögðu fólki með. Það var samt svolítið fyndið að sjá aðra leikmenn liðsins sem höfðu tekið með sér tvo til þrjá gesti því Hermann bauð þrjátíu manns." Daði segist vera bjartsýnn á framhaldið hjá Hermanni. „Það vita það allir sem hafa séð Hermann leika knattspymu að hann er frábær leikmaður og ótrúlegur karakter og ég er bara nokkuð bjartsýnn á fram- haldið hjá honum. Það væri þá gaman að sjá drenginn mæta til Vestmannaeyja og taka eitt loka- tímabil." Einnig ú bls. 2. Humarveiðar ganga vel Humarveiði gengur vel en flestir humarbátarnir eru við veiðar vestur við Eldey. Brynjólfur VE landaði sínum fyrsta túr í gær og var með 3 tonn. Guðni Ingvar .Guðnason, útgerðarstjóri Vinnslustöðvarinnar, var ánægður með ganginn í veiðum en Gandí VE hefur náð í 27 tonn frá því hann hóf veiðar 7. apríl.Gæfa VE og Glófaxi VE landa líka hjá Vinnslustöðinni og ágæt gæði á humrinum. Bergvin Oddsson, útgerðarmaður, sagði humarveiðar hafa gengið vel hjá Glófaxa VE en hann hóf veið- amar 6. maí sl. „Glófaxi er kominn með 5 tonn af skottum og það er gott að vera búinn að ná í þriðjung af kvótanum en við erum með 15 tonna kvóta. Það virðist vera nógur humar hjá okkur, hann er hins vegar stærstur við Eldey og þess vegna halda þeir sig þar,“ sagði Beddi, ánægður með ganginn í humar- veiðunum. Viðar Elíasson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslu VE, gerir Narla VE út á humarveiðar og sagði veiðarnar hafa gengið ágætlega. „Narfi byrjaði rétt fyrir síðustu mánaðamót og ætli hann sé ekki búinn að ná í fjórðung af kvótanum en við erum með 22 tonn. Þetta fer ágætlega af stað, þetta er ágætis humar en hann var óvenju vænn í fyrra,“ sagði Viðar. „Það er bara mok á þessu þegar það er friður og skaplegt veður. Eg er á leið í Þorlákshöfn núna því það er komið skítaveður og bræla,“ sagði Olafur Guðjónsson, skipstjóri á Gæfu VE „Eg byrjaði í kringum 20. apríl og ég veit það ekki, strákamir voru að tala um að við værum kom- nir með u.þ.b. 8 tonn. Þetta er mjög góður humar og stór við Eldey. Eg hef líka verið dálítið við Eyjar sein- ni hlutann og er að fá blandaðan krabba og lítið sem ekkert um smákrabba eins og stundum hefur verið," sagði Óli. HEIMSREISUFARARNIR Karen Ösp Birgisdóttir og Viktoría Guðmundsdóttir eru komnar til Eyja eftir vel heppnað þriggja mánaða ferðalag um heiminn. Stelpurnar komu til Eyja með Ilugi á þriðjudag og það urðu miklir fagnaðarfundir þegar fjölskylda og vinir tóku á móti þeim í Flugstöðinni. Lesendur Frétta hafa fylgst með ferðalaginu en Karen Ösp og Viktoría hafa haldið úti blogg- síðu þar sem lesa má um ævitýrin sem stelpurnar hafa lent í á fjarlægum slóðum. 14. maí Gotti ostur i kg verð nú kr/kg 922,- verð áður kr 1153,- Kjúklingabringur »oo g verð nú kr 1198,- verð áður kr 1968,- SS Saltkjöt blandað verð nú kr/kg 699,- verð áður kr/kg 989,- rerð nú kr 149,- verð áður kr 288,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.