Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 'J6IIDUKF£ug ismwEyji *>-xa mr. ji'-.;iJHARF£UG Ytrunmu •a SHAW s: 'dl / Hi . ▲ \ / VÖSK SVEIT: Stjórn Björgunarfélagsins, Adolf Þórsson, Davíð Smári Hlynsson, Arnar Ingi Ingimarsson, Sigurður Þ. Jónsson, Hannes Kristinn Sigurðsson og Bjarni Halldórsson. Þau skipti, þegar gengur vel, fá mann til að gleyma öllum hinum -segir Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélags Vestmanna- eyja, í spjalli um félagið sem er 90 ára á þessu ári fllit Sigurgeir Jónsson Sigurge@internet. is Björgunarfélag Vestmannaeyja fagnar í ár 90 ára afmæli sínu. Það var stofnað árið 1918 og einbeitti sér að því að kaupa hingað fyrsta björgunar- og varðskip Islendinga, Þór. Helsti hvatamaðurinn að stofnun félagsins og fyrsti formað- ur þess, var Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti, apótekari í Vest- mannaeyjum. Adolf Þórsson, sem er núverandi formaður Björgunarfélagsins, segir að félagið eigi líkan af skipi sem upphaflega átti að láta smíða. Frá því hafi þó verið horfið og Þór keyptur. En félagið hafi gefið Sigurði þetta líkan þegar hann hætti formennsku og flutti héðan. Adolf segir einnig að undanfarin misseri hafi mikið verið unnið í því að safna saman gömlum heimildum um félagið, munum og myndum. Búið sé að skanna inn myndir frá upphafi og fram til ársins 1973 og sé það gífurlegt magn, eða um þrjúþúsund myndir en alls á félagið um níuþúsund myndir og er megnið af jteim síðan eftir 1973. Adolf segir að enn séu myndir vel þegnar og þeir sem eiga myndir í fórum sínum og eru tilbúnir að láta afrit af þeim, mættu hafa samband. Heimasíðan, www.1918.is Adolf segir einnig að flestir þeir munir sem til séu, og tengjast starfi félagsins gegnum árin, hafi verið afhentir Byggðasafninu til varð- veislu. En á næstu dögum verður opnuð heimasíða félagsins og ber hún hið einfalda nafn: 1918.is. Á henni verður að finna sögu félags- ins og myndir sem henni tengjast, ásamt upplýsingum um starfsem- ina. Adolf segir að m.a. verði þar hægt að fletta myndum eftir ártölum. „Starfsemin hefur verið mismikil hjá félaginu gegnum tíðina,“ segir Adolf. „Heilmikið um að vera á fyrstu árunum, í kringum reksturinn á Þór. Svo strandaði skipið árið 1929 og í kjölfarið er eins og dofni heldur yfir félaginu. Þó eru ákveð- in atriði sem það beitir sér fyrir, svo sem loftskeytastöðin og sund- laugin. En á tímabilinu frá 1940 til 1960 er ekki mikið skráð um starf þess og það er ekki fyrr en á sjö- unda áratugnum sem aftur verður kraftur í starfseminni." Adolf gekk í Björgunarfélagið árið 1982, þá sextán ára gamall. Gekk þá inn í nýliðaprógrammið eins og hann kallar það. „Eg var þar í eitt ár en hætti svo. Síðan kom ég aftur inn árið 1990 og hef verið í félaginu síðan.“ Björgunarfélagið og Hjálparsveit skáta sameinuðust árið 1992. Adolf segir að sú sameining hafi verið mjög eðlileg. „Það voru tveir aðilar að gera það sama og eðli- legra að gera það saman frekar en hvor í sínu lagi. Að vísu voru skiptar skoðanir í upphafi, eins og ævinlega er þegar á að sameina. Eftir á held ég þó að menn hafi flestir verið alveg sammála um þetta og margir sem spurðu sig að því af hverju hefði ekki verið búið að gera þetta miklu fyrr. Þetta var mjög jákvætt og hefur skilað mun þróttmeira starfi en áður var.“ Adolf kom úr hjálparsveitinni en segir að aldrei hafi verið nein átök milli þessara tveggja fylkinga, menn hafi bara ákveðið að sam- einast í bróðerni. Á þessum árum hafi verið talsvert um sameiningu á landsvísu, t.d. hafi hjálparsveitirnar uppi á landi gengið til liðs við flug- björgunarsveitirnar og þessi sam- eining hafi verið heillaspor. Kvenfólkinu er að fjölga Adolf var kjörinn formaður Björg- unarfélagsins árið 1995 og hefur því verið formaður í þrettán ár. ,Jú, þetta er orðinn langur tími en þó eru aðrir sem hafa setið lengur í stjórn en ég,“ segir Adolf og minn- ist t.d. á Sigurð Þóri Jónsson sem eigi lengri setu í stjóm en hann. „En ég er líklega í hópi þeirra sem hafa verið formenn hvað lengst. Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið var lengi formaður og Bjarni Sig- hvatsson var líka formaður Hjálp- arsveitarinnar um margra ára skeið, en lengst allra var Jón ísak Sig- urðsson frá Látrum formaður félagsins, eða í 28 ár og ég efast um að ég nái að slá honum við.“ Félagsmenn í Björgunarfélaginu eru vel á annað hundrað, að sögn Adolfs. „Starfandi félagar eru um 35 talsins. En á síðasta aðalfundi voru um 60 manns sem mér finnst vera mjög gott bakland í félaginu,“ segir Adolf og bætir við að aldurs- dreifmgin sé nokkuð góð. „Við erum vel sett með mannskap upp að þrítugu. Svo er eins og vanti inn í aldurinn frá þrjátíu til fjörutíu ára og mér skilst að þannig sé það í fleiri félögum, hvernig svo sem á því stendur. En við erum með þó nokkurn hóp af eldri félög- um, reynsluboltum, á aldrinum frá fimmtíu ára og upp úr.“ Adolf segir að því miður hafi nokkuð hallað á í kynjadreifing- unni. „Gegnum tíðina hefur þetta verið karlaveldi. En nú er þetta að lagast. Við réðum konu til starfa sem nýliðaþjálfara. Hún heitir Hildur Björk Bjarkadóttir, hörku- dugleg og áhugasöm og heldur utan um nýliðaþjálfunina og unglinga- deildina. Og af þeim nýliðum sem koma í haust er meira af kvenfólki, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það GÁFUMANNAFÉLAGIÐ, aftari röð, Agnar Magnússon, Jóhann Hciðmundsson, Sighvatur Bjarnason, Gísli Sigmarsson, Bjarki Guðnason, Valgeir Arnórsson og Bjarni Valur Einarsson. Fremri röð, Kagnar Ragnarsson, Þorbjörn Víglundsson, Högni Arnarsson og Gunnlaugur Frlcndsson. GÖMUL ferðamynd, Elías Jensson, Arngrímur Magnússon, Ólafur Lárusson, Daði Garðarsson og á endanum Sigurður Þ. Jónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.