Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 19
-í Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 19 MYNDARLEGUR hópur Jón Óli með knattspyrnukonunum sem hann teflir fram í sumar. Hann á ekki von á að meistaraflokkur komist upp í sumar en það gæti gerst á næsta ári. Þjálfarinn: Jón Ólafur Daníelsson er bærilega bjartsýnn á sumarið Komum ágætlega undirbúin til leiks Sumarið leggst vel í mig -segir Þórhildur fyrirliði sem er aðeins 17 ára gömul ÍBV teflir nú fram meistaraflokk í kvennaknattspyrnu eftir nokkurt hlé. Stúlkurnar leika í fyrstu deild, sem er önnur deildin. Það er gleði- efni fyrir knattspyrnuáhugamenn að ÍBV tefli nú fram kvennaliði í fót- boltanum. Fréttir ræddu við þjálfara liðsins og fyrirliða sem bæði eru þokkalega bjartsýn á sumarið. Fyrsti leikurinn er gegn IA á föstu- daginn. Jón Olafur Daníelsson er marg- reyndur þjálfari, hvernig líst honum á sumarið? -Bara vel, við komum ágætlega undirbúin til leiks og höfum bætt við okkur erlendum leikmönnum, þannig að þetta verður fínt sumar. Hvemig var undirbúningnum háttað? Við spiluðum strax í haust æfmgaleikiog bættum við bæði æfmga og Lengjubikarsleikjum í vetur og vor. Um páskana fómm við svo með 2. flokkinn í frábæra æfinga- og keppnisferð til Spánar. Hvert er markmið liðsins í sumar? -Markmið sumarsins er að reyna að halda sjó bæði í meistaraflokki og 2. flokki. 2. flokkurinn leikur í efstu deild þannig að þar verður á brattann að sækja en stúlkurnar eru tilbúnar að berjast fyrir tilverurétti sínum þar. Meistaraflokkurinn er meira spurningarmerki þar sem ég þekki ekki nægilega mikið styrk minna erlendu leikmanna né hinna mörgu erlendu leikmanna sem hafa verið að tínast í 1. deildar liðin undan- fama daga. Hversu mikilvœgt er það jyrir stelpurnar að vera koninar með Meistaraflokkur kvenna hefur leik í Islandsmóti á föstudaginn á móti IA. Þórhildur Ólafsdóttir er nýskipaður fyrirliði liðsins en hún er af mörgum talin ein efni- legasta knattspyrnukona Vest- mannaeyja. Þórhildur segist hlakka til að takast á við áskoranir sumarsins. „Það leggst mjög vel í mig. Við spilum marga erfiða leiki bæði í öðrum flokki og meistaraflokki. Sumarið verður því eflaust erfitt en um leið mjög skemmtilegt og spennandi,“ sagði Þórhildur. Hún er aðeins sautján ára gömul en verður samt fyrirliði liðsins í sumar. Þórhildur segir valið hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta kom mér mjög á óvart því ég er bara sautján ára gömul. Það er ekki algengt að svona ungum leikmanni sé falin þessi staða.“ Hópurinn fór í æfingaferð til Spánar í vor en annars segir Þórhildur að undirbúningurinn hafi verið mjög góður. „Mér flnnst undirhúningurinn hafa heppnast vel. Hópurinn er að mestu leyti í góðu ef ekki sínu besta ástandi. Við höfum verið að spila marga leiki uppi á landi bæði í Lengjubikarnum og æf- ingaleiki. Þessa leiki tel ég vera mjög nauðsynlega vegna lélegrar aðstöðu heima fyrir.“ Meistaraflokksliðið verður að mestu leyti byggt upp á ungum leikmönnum en er það nógu sterkt til að valda usla í topp- baráttunni. „Liðið er auðvitað skipað að mestu leyti ungum og reynslulitlum leikmönnum en í vikunni fáum við þrjár brasi- lískar stelpur sem munu vafa- laust styrkja okkur. En ég held að liðið muni koma á óvart og kannski förum við upp.“ Meistaraflokkur kvenna var lagður niður í nokkur ár en kemur nú sterkur inn. Er ein- hver pressa á leikmönnum? „Já, það er stórt skref að takast á við meistaraflokkinn. Pressan er mikil enda viljum við ekkert nema góðan árangur og munum gera okkar besta til að ná honum.“ Brasilískur kvennafótbolti hefur verið á mikilli uppleið að undanförnu og landslið Brasilíu keppti meira að segja í úrlsitum heimsmeistarakepppni kvenna en laut í gras fyrir ógnarsterkum Þjóðverjum. IBV á von á þremur brasilískum stelpum í vikunni og Þórhildur á von á að þær styrki liðið mikið. „Við fáum markmann, varnar- mann og sóknarmann en svo eru nokkrir eldri leikmenn sem hafa reynslu og ætla að vera með í sumar og það er mjög sterkt.“ Að lokum vildu Fréttir fá að vita hvort Þórhildur telji að ÍBV fari upp í sumar. „Auðvitað vona ég það, það verður hins vegar að koma í ljós í lok sumars.“ meistaraflokk i keppni? -Það er mjög mikilvægt að byrja nú með meistaraflokk þar sem við erum með fimm stúlkur á meistara- flokksaldri ásamt þessum þremur erlendu leikmönnum sem ætla að leggja okkur lið og hjálpa þar með ungu stelpunum mikið í því að öðlast þá reynslu sem til þarf. Það hjálpar einnig þeim stúlkum sem eiga einhvem möguleika á lands- liðssæti að vera að spila í meist- araflokki. Hvað með nýja leikmenn geturðu sagt okkur eitthvað um þá? -Ég hef ekki séð þessa leikmenn spila en tengiliður okkar í þessu máli gefur þeim góð meðmæli, þá sérstaklega markverðinum og framherjanum. Tölfræði þessara leikmanna lítur ágætlega út þannig að við verðum að vona að þær standi sig. Nú ertu með ungan fyrirliða, Þórhildi Olafsdóttur, er ekki mikil pressa sett á hana? -Vissulega, ég var að hugsa um ein- hvem eldri leikmann en ákvað að leggja traust mitt á Þórhildi. Ég ákvað að hún yrði fyrirliði meistaraflokks og Saga Helgadóttir fyrirliði 2. flokks. Ég hef mikla trú á þessum tveimur leikmönnum og veit að þær munu valda sínum hlutverkum vel. Fer IBV upp í sumar? -Ég á síður von á því en hver veit, kannski munu Vestmannaeyingar eiga úrvalsdeildarlið kvenna og karla 2009. MIKILL fjöldi gesta mætti á Skóladag Grunnskólans þar sem margt fallegt var að sjá.i

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.