Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 11 Haldið ótrauð áfram að svipast um eftir tækifærum -sagði Olafur Hreinn Sigurjónsson, skólameistari, í skólaslitaræðu sinni þegar hann ávarpaði útskriftarnema - Við erum stolt af ykkur og vonandi eru þið stolt af skólanum ykkar, lífið er eins og ljóð, sem er þó að mestu óort. Þið ráðið innihaldinu í því ljóði, þið fáið sem sagt tækifæri til að búa til ódauðlega drápu eða leirburð, bætti hann við í skólaslitaræðu Ólafs H. Sigurjóns- sonar, skólameistara, kom fram að niðurstöður úr áfangamati, sem lagt var fyrir nemendur sýndu að þeir em ánægðir með þá kennslu sem þeir fá við skólann og sömuleiðis telja flestir að þeir hafi sjálftr unnið vel. „Ég hef stundum minnt nemendur og kennara á það meginmarkmið skólastarfsins, að hér eigi sér stað raunverulegt nám. Það er, að nem- endur kunni meira, helst mikið meira, þegar þeir fara, en þeir kunnu þegar þeir komu. Með kunnáttu á ég við bæði þekkingu og vinnubrögð, en auk þess vonast maður til að viðhorf og samskipti haft þroskast á jákvæðan hátt í gegnum skóla- starfið. I beinu framhaldi er rétt að minna einnig á það, að samskipti nemenda og kennara í kennslu- stofunni em sá þáttur sem mestu ræður um það hvort áðumefnt nám á sér stað eða ekki,“ sagði Ólafur. Hann sagði að skólastarfið í upp- haft vorannar hafí í mörgum náms- áföngum verið tengt 35 ára gos- afmælinu, enda sjálfsagt að rifja upp slíka stóratburði, sem sett hefðu mikinn svip á heimabyggðina og í raun einnig á sjálfsmynd fbúanna. „A næsta skólaári mun skólastarfið væntanlega mótast eitthvað af öðru afmæli sem framundan er, en skól- inn okkar verður þrítugur haustið 2009. Aðdraganda þeirra timamóta ætlum við að nota til svolítillar naflaskoðunar og um leið að líta fram á við í gegnum stefnumótun- arvinnu sem nú er í undirbúningi. Við viljum gjarnan staðfesta og vekja athygli á því hversu mikil áhrif skólinn hefur haft á samfélagið og sjálfsmynd íbúanna, ekki síður en Eldfellsgosið, þó væntanlega á allt annan hátt.“ Jákvætt viðhorf til skólans Ólafur sagði að það hefði fengist staðfest í tvennum skoðanakönn- unum, Gallupkönnun í fyrravor og könnun meðal foreldra yngri nem- enda í vetur, að bæjarbúar hafa mjög jákvæð viðhorf til skólans og virðast telja að hér sé unnið gott starf. „Fyrir það erum við þakklát, en alltaf er nú samt skemmtilegast þegar við fáum þakklæti og hlýhug beint í æð, í gegnum persónuleg samskipti. Það er því sérstakt ánægjuefni að segja frá því, að í byrjun apríl var skólanum færð falleg gjöf, er hingað kom Jogvan Hansen, sem flestir Eyjamenn þekkja, ásamt syni sínum og tengdadóttur, til að færa skól- anum stórt og sérstaklega fallegt Is- landskort, sem sonur Jogvans, Hans H. Hansen, kortagerðarmaður, hefur unnið. Jogvan vildi með þessu þakka fyrir allt það sem skólamir í Eyjum hafa gert fyrir böm þeirra hjóna í gegnum tíðina. Ég vil nota tækifærið og þakka honum og fjöl- skyldu hans fyrir þann hlýhug og velvilja sem þessi gjöf sýnir, um leið og hann fær góðar óskir frá okkur, en Jogvan verður 93 ára eftir rúman mánuð.“ Ólafur notaði tækifærið til að þakka þeim fjölmörgu aðilum hér í bæ sem skólinn hefur átt gott og gefandi samstarf við á þessu skólaári. í því sambandi nefndi hann SKÓLASLITIN fóru fram í sal Framhaldsskólann. Lýsti skólameistari ánægju sinni yfir því hvað margir sáu ástæðu til að mæta. Ernu þakkað „Við erum ekki eingöngu í því hlutverki að taka við þakklæti eða skömmum, eftir atvikum, það er ekki síður mikilvægt að við þökkum það sem vel er gert,“ var m.a. þess sem Ólafur sagði í ræðu sinni. „Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind stofnunar á borð við Framhaldsskólann. Þar eru allir starfsmenn jafn mikilvægir, enda vinna allir að sama marki, að auðvelda nemendum nám sitt og búa þeim trausta og heilbrigða umgjörð á vinnustaðnum. Ræstingafólkið mætir hér eftir að skóla lýkur og sér til þess af stakri samviskusemi að allt sé hreint og flott er við hin mætum að morgni. Ein úr þessum góða hópi, hún Erna Tómasdóttir, hættir nú í vor eftir langan og farsælan starfstíma í þágu skólans. Henni vil ég þakka í dag fyrir skólans hönd, með því að biðja hana að koma hér upp og taka á móti lítilli gjöf, með mikl- um þökkum og hrósi fyrir vel unnin störf, um leið og við óskum henni alls góðs í framtíðinni.“ sagði Ólafur skólameistari. bæjarstjórn, fiskvinnslustöðvamar, Visku, nýstofnað Þekkingarsetur, fagfélög, bankana, útvegsbændur og valinkunna iðnaðarmenn. „Eitt stærsta verkefnið var að endurvekja skipstjómarnám hér í Eyjum og vonandi tekst að efla það og styrkja til framtíðar," sagði Ólafur. Leita leiða til að styrkja skólann Þá kom Ólafur inn á að undanfarin misseri hafa starfsmenn skólans, í góðri samvinnu við skólanefnd, verið að skoða ýmis atriði til að styrkja skólann, auka námsframboð og fjölga nemendum. „Endurreisn skipstjómamáms var eitt af þeim, önnur em ýmist í skoðun eða komin í vinnslu. Eitt af því sem er mest spennandi er svonefnt FabLab-verk- efni, sem unnið er að í samvinnu við Nýsköpunarstofu og fleiri aðila. Þetta er stundum nefnt tölvustudd hönnun og stefnt er að því að fyrstu áfangamir fari af stað í haust. Þá verður einnig boðið upp á köfun- amám í samvinnu við nýstofnað fyrirtæki hér í bæ, IS-DIVE.“ Annað sem er í skoðun, er aukið fjarnám, íþróttatengt nám og svo gefa ný framhaldsskólalög ýmis sóknarfæri, ef þau verða að veru- leika. Það er spennandi að horfa til nýrra tækifæra, þau gefa fyrirheit, en eru samt sveipuð ákveðinni dulúð, þau koma manni upp á tæmar. Stundum verður eitthvað úr tækifærunum, stundum ekki. Þannig er þetta þegar horft er á tækifærin í skólastarfinu og reynslan metin. Þannig er þetta einnig í lífinu, þið nemendur góðir sem nú haldið á vit nýrra tækifæra, þurfið að vera vakandi fyrir því sem býðst, en um leið raunsæ.“ Verið þó fyrir alla muni óhrædd að reyna nýjar leiðir og láta reyna á tækifærin þegar þau gefast. I lífinu finnst okkur gjarnan að tæki- færunum sé misskipt, sumir fái miklu fleiri tækifæri, en við fáum. Svona má ekki hugsa, menntun ykkar er mikilvægt tæki til þess ein- faldlega að koma auga á þau tæki- færi sem á vegi ykkar verða. Tækifærið til að mennta sig fá alls ekki allir, þið eruð í hópi hinna heppnu, það eru ótrúlega margar milljónir ungmenna út um allan heim sem ekki fá þetta tækifæri og eru þar með verr sett en þið, til að koma auga á og til að geta nýtt sér tækifærin í lífinu. Hugsið um þetta og haldið ótrauð áfram að svipast um eftir tækifærum ykkar. Við erum stolt af ykkur og vonandi eruð þið stolt af skólanum ykkar, lífið er eins og ljóð, sem er þó að mestu óort. Þið ráðið innihaldinu í því ljóði, þið fáið sem sagt tækifæri til að búa til ódauðlega drápu eða leirburð. Mig langar að kveðja ykkur með lítilli vísu eftir Kristján Bersa, fyrrverandi skólameistara í Flensborg: A leirvefnum okkar yrkir hver eins og hann lystir - sem betur fer. En hrifnastur þó ég alltafer, af andskotans bullinu úr sjálfum mér. Að svo mæltu segi ég Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum slitið," sagði Ólafur að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.