Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Qupperneq 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 BJÖRGVIN: Ég sé heilmikil tækifæri hér og er uppfullur af hugmyndum í sambandi við ferðamanninn og annað sem tengist okkur hér í Eyjum. Við eigum að hætta þessari minnimáttarkcnnd og hcnda okkur í það að koma okkur aftur á kortið, bæði í ferðamennsku og öðru sem við erum góð í, t.d. íþróttum. Eigum að henda okkur í að koma okkur aftur á kortið segir Björgvin Þór Rúnarsson, skemmtanahaldari, sem vill koma Höllinni í gagnið á ný - Draumur um bjórverksmiðju er á ís - Fleiri hugmyndir bíða þess að komast í framkvæmd - Hjómsveitin Whitesnake næsta stóra verkefni VIÐTflL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir.is Björgvin Þór Rúnarsson kemur víða við og er með mörg járn í eldinum. Hann rekur ásamt Birgi Nflsen viðburða- og útgáfufyrirtækið 2B Company sem hefur á undanfömum árum fengið þekkta tónlistarmenn og skemmti- krafta til landsins. Fyrirtækið hefur séð um skemmtanahald í Höllinni undanl'arin ár en starfsemin hefur takmarkast við leylisveitingar í húsinu. 2BC áformar að reisa bjórverksmiðju í Vest- mannaeyjum og hefur gert samning við bruggverksmiðjuna SALM í Austurríki á sfðasta ári. Bjórinn á að heita Volcano bjór og framleiðsla átti að hefjast í sumar en vegna breytinga á rekstrarumhverfi á íslandi verður einhver bið á því. Björgvin er fluttur hingað ásamt fjölskyldu sinni en kona hans er Margrét Hildur Ríkharðsdóttir. Milletúlpugengið Þið eruð nýflutt aftur til Eyja? „Já, það er rétt. Við erum flutt heim og allir ánægðir. Við byrjum á því að leigja að Smáragötu 10, til eins árs til að minnsta kosti. Við sóttum um lóð að Bröttugötu 10 og fengum hana og nú er góður vinur okkar hjóna að teikna hús fyrir okkur á þá lóð. Síðan verðum við að sjá til hvenær við getum byrjað á framkvæmdum, það fer allt eftir efnum og aðstæðum hjá okkur.“ Hvað er það sem togar í þig hingað? „Það sem togar í okkur er náttúrulega fyrst og fremst fólkið og vinir okkar sem við eigum hér. Þegar við vorum farin upp á land söknuðum við þess mest að geta ekki skroppið til Nonna Loga eða Magga Braga hvenær sem er, en þeir eru mínir æskuvinir. Fjölskyldur okkar hafa nú verið í góðu sam- bandi eftir að við gengum út, ásamt Magga á Felli, Úra, Agli Arngríms og fleiri góðum úr „Milletúlpugenginu" ógurlega. Það nafn fengum við á okkur vegna þess að við húkt- um alltaf fyrir utan Skansinn eftir böll og allir í Milletúlpum! Tuttugu stykki, hve hall- ærislegt er það? Uppfullur af hugmyndum Björgvin er þekktur fyrir að vera hugmynda- ríkur og því upplagt að spyrja hann hvaða tœkifæri hann sjái í Vestmannaeyjum? „Ég er nú bara þannig gerður að ég sé tæki- færi í öllu og er kannski aðeins of bjartsýnn á suma hluti. En eins og ég segi oft „hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér“ og maður þarf að grfpa tækifærin þegar þau gefast. Og fylgja þeim eftir, hvort sem það tekur einn dag eða eitt ár. Við hjá 2BC notum slagorð við okkar rekstur sem hljómar svona. „Það skrýtna við hugmyndir er að þær virka ekki nema þær séu framkvæmdar." Síðan má alltaf deila um hvort hugmyndin hafi verið góð eða ekki. Ég sé heilmikil tækifæri hér og er uppfullur af hugmyndum í sambandi við ferðamanninn og annað sem tengist okkur hér í Eyjum. Við eigum að hætta þessari minnimáttarkennd og henda okkur í það að koma okkur aftur á kortið, bæði í ferðamennsku og öðru sem við erum góð í, t.d. íþróttum. Þegar við vorum með topplið í öllum deildum þá voru Eyjamar alltaf í fréttum vegna frábærs ár- angurs okkar fólks á þeim vettvangi. Þar þurfum við að spýta í, og koma okkur aftur á kortið því þar liggur mjög mikil ókeypis auglýsing fyrir okkur og gerir eyjarnar eftirsóknarverðar sem búsetukost. Ég hef alltaf litið á mig sem Eyjamann þó ég hafi flakkað á milli nokkrum sinnum en ég er bara þannig týpa. Ef ég þarf og mig langar til að fara upp á land til að starfa eða spila, eins og ég gerði á sínum tíma, þá geri ég það, sama hvað öðrum fínnst. En ég er og verð alltaf stoltur Eyjamaður. Héðan kemur allt mitt fólk þótt það sé farið í dag en ég vinn í því að hægt og rólega að ná mömmu yfir aftur, ásamt tengdaforeldrunum. Bjóruppskrift frá 1886 2 B Company gerðu samstarfssamning við bruggverksmiðjutia SALM í Austurríki á Eyjamenn fjulmenntu á tónleika Jet Black Joe þar sem Guðmundur Þ.B. var mættur með ættbogann og Sísi í TM var þarna líka. síðasta ári og ætlar að reisa bruggverk- smiðju í Vestmannaeyjum. Áœtlanir gera ráð fyrir framleiðslu á 400 þúsund lítrum af Volcano bjór á ári auk þess sem fyrirtœkið 2BC er umboðsaðili SALM á Islandi. Hvernig kom þessi hugmynd upp? „Ég fékk hugmyndina síðastliðið vor þegar ég var í útilegu ásamt Kollu systur minni og Bigga mági mínum. Við vorum að grilla, ég með einn kaldan í hönd og þá segi ég; „djöf- ull væri flott að búa til bjór sem myndi tengjast Eyjum á allan hátt.“ Margrét kona mín tók undir það og Kolla og Biggi líka. Ég man að við Biggi töluðum ekki um annað allt ferðalagið og í dag er svo komið að við erum búnir að skrifa undir sam- starfssamning við SALM í Austurríki þ.e. um verksmiðju og uppskrift frá 1886 sem er brugguð í 38 löndum um allan heim.“ Hver er staðan í dag? „Staðan á verksmiðjunni er sú að við erum að bíða af okkur ástandið sem er uppi í þjóðfélaginu í dag. Við erum búnir að eyða á fjórðu milljón í verkefnið úr eigin vasa og létum Deloitte vinna skýrslu fyrir fjárfesta og sjóði þar sem við eigum þess kost að sækja um styrki. Við töldum ekkert vit í að fara í þetta nema kaupa sérfræðiaðstoð frá Deloitte til að hafa alla enda tryggða þegar verkefnið færi af stað. Við urðum fyrir miklu áfalli þegar stærsti fjárfestirinn, sem var kominn í málið með okkur, lenti í kreppunni miklu og við höfum ekki heyrt í honum síðan. Það verður vonandi sem minnst töf á þessu verkefni en við förum ekki af stað nema hafa alla enda kyrfilega bundna. Þá er ég að meina fjármagn, annað er klárt af okkar hálfu. Við erum búnir að tryggja að samningar við SALM halda næsta árið þannig að við höfum tíma fyrir okkur." Verðum að eiga samkomuhús Björgvin hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig komið er fyrir skemmtanahaldi í Eyjum. Hann varfyrst spurður hvenœr hann kom fyrst að skemmtanahaldi í Höllinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.