Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 17
:r Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 17 NÝLIÐAFERÐ á Suðurlandi þar sem Gáfumannafélagið var í aðalhlutverki. Á flugslysaæfingunni sem fram fór í Eyjum fyrr í vor. Björgunarfélagið var áberandi á æfingunni. Landtaka í Surtsey þegar farið var með vísindamenn í eyna fyrir nokkrum árum er jákvætt og það eru gömul san- nindi og ný að þar sem konur eru, þar vilja karlar vera og svo öfugt. Allt í sjálfboðavinnu Vegur Björgunarfélagsins hefur vaxið mjög á undanförnum árum og Adolf segir að eignir þess séu verulegar. „Við eigum 67% í Faxa- stíg 38 á móti Skátafélaginu Faxa og þar eru höfuðstöðvar okkar. Svo eigum við Sjóbúðina vestan við Kaffi Kró og þar er aðsetur fyrir allt sem viðkemur sjónum og björg- unarskipi félagsins, Þór, sem hing- að kom árið 1993. Þá á félagið fjóra bfla og kerrur, þ.á.m. rústa- björgunarkerru með öllum búnaði, búnað fyrir kafara, bæði pressu og kúta, búnað fyrir leitarskipulag neðansjávar og gúmmítuðru af Zodiac gerð. Þá á félagið einnig gríðarlegt magn af fyrstuhjálpar búnaði, sig- og klifurbúnað auk þess að vera mjög vel sett með fjarskiptabúnað." Adolf telur að þessar eignir séu milljónatuga virði. Adolf segir að aðalannatíminn hjá félaginu sé að parti til yfir sumarið, þegar fyrstu lægðimar koma á haustin og svo yfir vetrartímann. „Yfirleitt er vorið rólegasti tíminn hjá okkur," segir hann. „En svo er þetta misjafnt eftir árum og mér sýnist eins og mynstrið sé það að á fjögurra ára fresti komi eitt ár sem er mun meira að gera en alla jafna. Síðasta starfsár, 2007 til 2008, var eitt af þeim. Frá 11. maí í fyrra og fram til 28. febrúar í ár voru átján atriði bókfærð á landi og fjögur á sjó. Alls voru 65 skráðar hreyf- ingar á þessu tímabili hjá björg- unarskipinu Þór, ýmist aðstoð eða æfingar,“ segir Adolf og bætir við að algengustu útköllin séu vegna óveðursaðstoðar hvers konar en hin síðari ár hafi t.d. aukist talsvert að sækja hafi þurft slasaða einstak- linga í úteyjar. Og þessi rekstur kostar sitt. Adolf segir að rekstrarkostnaður félagsins sé milli tíu og tólf milljónir á ári. „Við fjármögnum reksturinn með neyðarvörusölu í skip og báta, flug- eldasölu í desember og ýmsum smærri verkefnum. Þá fáum við framlag frá Landsbjörgu auk þess sem Vestmannaeyjabær veitir okkur árlegt framlag. Við höfum náð að fjármagna reksturinn með þessum tekjum en við förum líka mjög sparlega með fé, veltum hverri krónu fyrir okkur áður en henni er eytt og það liggur blátt bann við því að fara fram úr fjárhagsáætlun." Sjálfsagt hafa ýmsir velt þvf fyrir sér hvort björgunarsveitarmenn séu á launum þegar þeir eru kallaðir út og Adolf tekur skýrt fram að svo sé ekki. „Þetta er allt sjálfboðavinna. Aftur á móti leyfa velviljaðir at- vinnurekendur mönnum oft að halda sínum launum ef þeir eru í verkefnum fyrir félagið. En félagið Myndir úr starfinu. sjálft greiðir ekkert fyrir slíkt. Menn kaupa meira að segja sinn útbúnað sjálfir, galla og annað sem þarf en heildarsamtökin sjá reyndar um að niðurgreiða það. Og tæki og tól, sem þarf að nota, sér félagið um að útvega." Þegar kalla þarf út mannskap, segir Adolf að þeir komi sem það geta. „Við boðum félaga gegnum kerfið okkar og hver einstaklingur vegur það og metur hvort hann kemst eða ekki. Þetta er ekki vaktakerfi í eiginlegri merkingu en við reynum alltaf að hafa einn eða tvo skipstjórnarmenn klára ef þarf að sinna verkefnum á bátnum. I vetur voru milli tólf og tuttugu manns sem mættu í þau verkefni sem þurfti að sinna og sá fjöldi er alveg ásættanlegur. Það fer allt eftir því hversu alvarlegt verkefnið er, hve margir þurfa að mæta og við getum náð í 25 til 30 manns á tiltölulega stuttum tíma.“ Að bera ábyrgð á sjálfum sér Adolf segir að það sem sér þyki bera hvað hæst í starfi félagsins í dag, sé nýliða- og unglingastarfið. „Við erum með eitthvað yfir 30 krakka sem hafa verið í starfi hjá okkur frá því í haust og það er virkilega gaman að sjá krakka sem blómstra í þessu, sjá hæfileikana koma fram hjá þeim. Það eru ákveðnar reglur sem gilda í þjálf- uninni, eins og t.d. það að mæta á réttum tíma á æfingu. Sá sem ekki mætir á réttum tíma, hann er ein- faldlega ekki með. Og krakkamir eru mjög fljótir að læra að fara eftir þessum reglum. Annað sem gildir, er það að við látum krakkana sjálfa bera ábyrgð á sér. Ef einhver t.d. mætir ekki í galla og það er rign- ing, þá bara blotnar hann og það er hans mál. Svo er lögð rík áhersla á það eftir æfingar að verkinu er ekki lokið fyrr en allir eru búnir að ganga frá eftir sig. Eg held að við séum að þroska fólk í þessu starfi og skila betri einstaklingum út í lífið. Þetta er nánast sama pró- gramm og er í skátahreyfmgunni og það hefur sannað gildi sitt. Þessi mikla aðsókn ungs fólks að félag- inu sýnir lfka að krökkunum finnst gaman að takast á við spennandi verkefni, þetta er „inn“ í dag, eins og stundum er sagt.“ Samskipti við önnur félög eru lfka ríkur þáttur í starfi félagsins. Adolf segir að reglulega sé farið í ferðir upp á land til að heimsækja önnur félög og einnig komi krakkar frá öðrum félögum hingað í heimsókn. „Það er mjög skemmtilegt. Við höfum t.d. farið til Keflavikur og Selfoss. Krakkar frá Borgamesi, Kefiavík og Selfossi hafa komið í heimsókn til Eyja. Það er mjög gaman að kynnast því sem aðrir eru að gera, bera sig saman við þá og kynnast nýju fólki. Svo lendum við Ifka í því að fólk flytur búferlum héðan, bæði fyrir fullt og allt eða til náms. Auðvitað er slæmt að missa gott fólk en margir þeirra sem héðan hafa farið, hafa haldið áfram með öðrum félögum og eru leið- andi í starfi þar. Það finnst mér ánægjulegt." Adolf segir að á síðustu árum hafi verið reynt að laga félagsskapinn að starfinu á ýmsan hátt. „T.d. er það næsta fastur liður að stór hópur af félagsmönnum hittist í kaffi á miðvikudagsmorgnum til skrafs og ráðagerða. Það eru milli tólf og tuttugu manns sem alltaf mæta og þessir kaffitímar eru alveg ígildi félagsfundar. Það er léttleiki yfir starfi félagsins og þannig á það líka að vera,“ segir Adolf. En skyldi ekki vera þreytandi að vera í félagsskap þar sem menn þurfa nánast alltaf að vera viðbúnir, sama hvenær er sólarhringsins? „Jú, það er ekki hægt að neita því, maður veit vel af þessu og stundum hefur maður verið virkilega þreytt- ur. En þau skipti, þegar gengur vel, fá mann til að gleyma öllum hinum,“ sagði Adolf Þórsson að lokum. Innsiglingamerki sett upp á Ystakletti. Aðstoð í óveðri og iokst viðbúnaður þegar þakið fauk af Miðstöðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.