Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Page 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 Blogghelmar Eyjamaður vlkunnar: Magnús Bragson: Daði út- skrifast Framhalds- skólanum í dag laugardag. Já, tíminn líður hratt og börnin að verða full- orðin. Siggi Einars sagði reyndar við mig einu sinni: - Unga fólkið í dag er eins og Jesús Kristur. Búa í foreldrahúsum fram eftir aldri og það er kraftaverk ef þau gera eitthvað! Nú er það höfuðverkur hjá honum hvað hann á að gera næst. Er að spá í að vinna í eitt ár og hugsa sinn gang. Myndin af okkur var tekin þegar hann standsetti herbergi í kjallaranum. Gárungamir kalla það Sláturhúsið. Daði útskrifast úr Karl Gauti Hjaltason: Hversu lengi eigum við að vaða sor- preykinn? Flestir íbúar Vestmannaeyja hafa tekið eftir reyknum frá Sorpu. I austlægum áttum ber þennan reyk yfir bæinn okkar. Stundum slær honum niður í hverfin hér og á mánudaginn bók- staflega fyllti reykurinn miðbæinn svo fólk hélt fyrir vit sér og erum við þó öllu vanir frá loðnubræðs- lunni. Þetta er að mínu viti ekki bara sjónmengun, heldur miklu meira. Það hefur oft verið um það rætt að þetta þyrfti að laga. Setja síur eða eitthvað í reykháfana. Mörg ár eru síðan ég heyrði fyrst um það. Afar fáir virðast þó kvarta yfir þessu. Kannski fólk er orðið dofið af því að anda þessu að sér ? Þess vegna spyr ég : Er einhver von um að eitthvað verði gert í þessu og þá hvenær ? Að vera til er helsta áhugamálið Jens Karl Magnús Jóhannesson er Eyjamaður vikunnar. Næsta laugardag verður mótor- hjólasýning í gamla sal íþrótta- miðstöðvarinnar. Yfir hundrað hjól af öllum stærðum og gerðum verða til sýnis en þetta er bæði sögu- og sölusýning. Jens Karl Magnús Jóhannesson hefur ásamt stjórn Drullusokkanna skipulagt sýning- una. Jens Karl Magnús Jóhannesson er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Jens Karl Magnús Jóhann- esson. Fæðingardagur: 26.01.65. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Kerlingin Sigga og krakkamir eru Sigríður Osk, Ármann og Jóhannes Helgi. Draumabíllinn: Sá sem ég er á. Uppáhaldsmatur: Lundi, ef Pétur Steingríms eldar hann. Versti matur: Siginn fiskur. Uppáhalds vefsíða: Byggðin undir hrauninu. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll tónlist, mér er alveg sama hvað ég hlusta á. Aðaláhugamál: Að vera til. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Adolf Hitler, ég væri til í að flengja hann. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Bjamarey. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ómar krabbi, ef hann dettur ekki. Ertu hjátrúarfullur: Já, ef það kemur svartur köttur á móti mér þá sný ég við. Stundar þú einhverja íþrótt: Já, ég er í þjálfun hjá Ella sjúkraliða. Uppáhaldssjónvarpsefni: Nágrannar, Simpson og náttúm- lífsþættir fyrir fullorðna. Hefur þú lengi verið með mótorhjóladellu: Já. Hvað er svona heillandi við mótorhjólin og það sem þeim fylgir: Það er félagsskapurinn og frelsið sem fylgir því að hjóla. Hver er mesti mótorhjólatöff- arinn: Það er sá sem situr á hjóli. Er ekki mikið mál að koma upp svona sýningu: Þetta hefst með góðra vina hóp og velunnara. Matgazðingur vikunnar: Ostalæri, sveppir og sumareftirrénur Ég vill þakka Tótu !4 Færeying fyrir að skora á mig og mig grunar að hún hafi fengið þessa síðustu upp- skrift hjá Óla Snorra því að hún var með skásta móti. En við Drullu- sokkar kunnum að elda, eins og landsþekkt er, og veit ég að síminn hjá mér mun ekki stoppa því fólk mun vera að biðja mig um upp- skriftir í allt sumar. Ostalæri 1 lambalæri Salt og sesanol Steikið lærið í steikarpotti í ofni eða grilli Sveppir 1 rauð paprika lgræn paprika 1 camembert ostur 2 pelar rjómi Saxið sveppi og papriku og brúnið á pönnu, bætið osti og rjóma út í og látið malla þar til osturinn er bráðinn, sjóðið kartöflur og afhýðið þær. Setjið í skúffuna hjá kjötinu hellið sósunni yfir. Kjötið, kart- Pétur Fannar Hreinsson, er mat- gœðingur vikunnar öflunar og sósan eru látin malla í 15-20 mínútur. Borið fram með fersku salati, hvít- lauksbrauði eða hrísgrjónum Eftirréttur sumarsins Appelsínur, bananar, epli, jarðarber, vínber og kíví saxað í bita Sósan: 2 eggjarauður 50 gr makrónur 3 msk. sérrí !4 I rjómi Myljið makrónukökurnar í skál, hellið sérríinu yfir og látið bíða um stund. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær verða ljósar. Þeytið rjómann, blandið makrónublöndunni út í eggjarauðurnar og síðast þeyttum rjómanum. Ég skora á Rúnar Drullusokk, granna, öðru nafni Rúnar Birgisson, það verður kannski til þess að hann fari að koma sér inn og hætti öllum þessum framkvæmdum. Gleðilegt sumar fólk, í Happy Street Georg Eiður Arnarsson: Allt á fullu í eggjatínslu hjá mér Hef þess vegna haft frekar lítinn tíma til að skrifa að undanförnu, enda er eggja- tínslan fyrst og fremst áhugamál og ánægja (og pínulítil líkams- rækt), og er einnig viðbót við aðra vinnu sem ég er að sinna eins og alla aðra daga... Langar að óska ÍBV strákunum innilega til hamingju með frábæra byrjun, það er greinilegt að stemmningin í liðinu er allt önnur og betri en á síðasta ári. Alltaf gaman að sjá ÍBV í fyrsta sæti, þó að aðeins séu búnar tvær umferðir. ÁFRAM ÍBV! Gamla myndin: Þessi unga stúlka er með öllu óþekkt og því biðjum við lesendur Frétta að hjálpa okkur til að bæta úr þeim skorti. Sem áður er síminn hjá okkur 481 1184 eða 893 3488 (Gunnar Ólafsson er sér um skráningu á Ijós- myndasafni Kjartans). Jafnframt minnum við á að frammi í anddyri Safnahússins höfum við komið fyrir tveimur möppum með myndum af óþekktum fyrirsætum. Fengur væri okkur að því að fróðir scttust niður og hjálpuðu okkur til að þekkja þá sem enn eru nafnlausir. Kirkjur bazjarins: Landa- kirkja Fimmtudagur 15. maí Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safn- aðarheimilinu. Molasopi og spjall foreldra með ungum börnum sínum. Gtslína. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkra- húsinu, dagstofu 2. hæð. Sr. Kristján. Sunnudagur 18. maí Kl. 11.00. Messa á þrenningarhátíð, trinitatis. Utskrift úr Farskóla leið- togaefna kirkjunnar. Utskrifaðir verða framtíðarleiðtogar af Suður- landi og úr Eyjum. Fulltrúi fræðsludeildar Biskups- stofu, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, afhendir prófskírteini og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur og kennari í farskólanum, prédikar. Unga fólkið aðstoðar prestana við undirbúning messunnar. Kirkjudagur Oddfellow-systra í Rebekkustúkunni Vilborgu í Vest- mannaeyjum. Kór Landakirkju syngur létta og vorblíða sálma undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar, organista. Kaffisopi eftir messu. Miðvikudagur 21. maí Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur Biblfulestur kl: 20:30 Laugardagur Bænastund kl: 20:30 Sunnudagur Samkoma kl: 13:00 Allir hjartanlega velkomnir. Guð er góður og miskunn hans varir að eilífu. Aðvent- kirkjan Laugardagur Samverustund okkar hefst að vanda kl. 10:30 með Biblíurannsókn fyrir böm og fullorðna. Guðþjónusta hefst kl. 10:30, Eric Guðmundsson, prestur kirkjunnar, mun prédika. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.