Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Page 6
6
Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008
Mörg mál hafa komið til kasta umhverfis- og skipulagsráðs á síðustu dögum:
Bílageymsla, sólstofa, myndverk
og umferðarljós
VÍÐA er tekið til hendinni í Eyjum þessa dagana. Meðal annars er verið að lagfæra tjaldstæði í Herjólfsdal.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs
í síðustu viku tekin fyrir nokkrar
umsóknir vegna breytinga á og við
húseignir.
Omar Reynisson sótti um bygg-
ingarleyfi fyrir bílgeymslu að
Áshamri 50, Sigurður E. Vilhelms-
son sótti um leyfi á stækkun lóðar til
vesturs við Hásteinsveg 8 og
Eyjólfur Guðjónsson óskaði eftir að
endumýja byggingarleyfi fyrir sól-
stofu að Höfðavegi 5.
Bílastæði, klæðning og
beitarhólf
Lilja Rut Sæbjömsdóttir sótti um
stækkun á bílastæði innan lóðar við
Hólagötu 23. Ráðið samþykkti öll
erindin.
Ása Ingibergsdóttir sótti um leyfi
til að einangra og klæða húsið að
Goðahrauni 7 og Sigþór Ingvarsson
um leyfi fyrir gluggabreytingum að
Brimhólabraut 11.
Byggingarfulltrúi samþykkti erind-
in. Þá var tekin fyrir umsókn frá
Pétri Steingrímssyni sem sótti um
beitarhólf fyrir sauðfé á svæði nr.
26, 27 og 28. Ráðið samþykkti að
úthluta hólfi nr. 26 og fól fram-
kvæmdastjóra umhverfis-og fram-
kvæmdasviðs að gera samning við
bréfritara.
Myndverk, Eldheimar og
umferðarljós
Ráðið tók fyrir erindi frá Jónínu
Guðnadóttur þar sem hún óskaði
eftir leyfi til að setja myndverk á
stéttina þar sem húsið Skuld stóð
við gatnamót Vestmannabraut og
Skólaveg. Ráðið var hlynnt erindinu
og fól skipulags-og byggingar-
fulltrúa að ræða við bréfritara um
framgang erindis.
Helgi Bragason f.h. GV óskaði eftir
afnotum af Herjólfsdal þann 21. júní
nk. sbr. innsent bréf og ráðið
samþykkir erindið.
Kristín Jóhannsdóttir f.h. Vest-
mannaeyjabæjar sótti um fram-
kvæmdaleyfi á athafnasvæði Eld-
heima og ráðið samþykkti erindið
enda samræmast framkvæmdir
ákvæðum deiliskipulags svæðis frá
2005.
Skipulags-og byggingarfulltrúi fór
yfir umferðarmál við gatnamót
Heiðarvegs og Bessastígs og sam-
þykkti ráðið að senda erindið til
vinnuhóps um umferðarmál.
Breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsráð fundaði
í síðustu viku. Þar var m.a. tekin
fyrir umsókn vegna Hilmisgötu 2 til
10. en Stefán Þór Lúðvíksson og
Þórarinn Sigurðsson lóðarhafar
byggingarlóðar sóttu um breytingar
á skilmálum lóðar í deiliskipulagi.
Ein athugasemd barst úr grenndark-
ynningu og afgreiðsla ráðsins var á
þá leið að í skilmálum lóðar í
gildandi deiliskipulagi frá 2005 er
ekki gert ráð fyrir aðkomu að sun-
nan að Vestmannabraut 37. Ráðið
samþykkti deiliskipulagsbreytingu-
na og fól skipulags-og byggingar-
fulltrúa framgang málsins.
Skólalúðrasveit Vestmannaeyja fagnar 30 ára afmæli:
Blásið til tónlistarveislu á sunnudaginn
SKÓLALÚÐRASVEIT Vestmannaeyja hefur oft glatt með leik sínum.
Sólalúðrasveit Vestmannaeyja fagn-
ar um þessar mundir 30 ára afmæli
sínu, en hún var stofnuð þann 22.
febrúar 1978. Það var að undirlagi
Hjálmars heitins Guðnasonar að
starfsemin fór af stað og stjómaði
hann sveitinni óslitið til dauðadags
27. jan 2006. Það telst varla á
nokkurn hallað þegar þáttur Hjalla
er metinn ofar öllu hvað varðar til-
urð og starfsemi sveitarinnar og má
með sanni segja að án hans væri
hið öfluga starf sveitarinnar líklega
með öðru móti en við þekkjum í
dag.
I dag eru starfandi tvær deildir
skólalúðrasveitarinnar sem kallast
Míni-lú og Pínu-lú. Fyrmefnda
sveitin samanstendur að mestu leyti
af bömum úr eldri deild grunn-
skólans og sú síðarnefnda af
bömum úr yngri deildinni.
Nú á næstu dögum er fyrirhuguð
ferð Míni-lú til Kaupmannahafnar.
Mun sveitin spila á músíkdögum
Tívolí en þar koma saman flestar
skólalúðrasveitir í Danmörku ásamt
fleiri hljómlistarmönnum, að auki
mun sveitin troða upp á Ráðhús-
torginu. Það er mikil upphefð fyrir
sveitina að fá að taka þátt í músík-
dögum þeirra Dana og frábært að fá
þetta tækifæri á sjálfu afmælis-
árinu.
Bæjarbúar hafa sýnt Skólalúðra-
sveitinni mikla velvild sem kemur
glöggt fram þegar farið hafa fram
dósasafnanir á hennar vegum. Vilja
meðlimir og aðstandendur sveitar-
innar koma á framfæri kærum
þökkunt til bæjarbúa sem og þeirra
fyrirtækja sem stutt hafa dyggilega
við bak sveitarinnar í gegn um tíð-
ina.
Þar sem enn vantar örlítið fjár-
magn til ferðarinnar þarf að afla
þess. Meðlimir eru orðnir leiðir á
að hitta sjaldan bæjarbúa öðruvísi
en að biðja þá unt dósir og hefur
því verið ákveðið að blása til tón-
listarveislu í Vélasalnum okkar á
sunnudaginn 25. maí kl. 16:00. Þar
munu koma fram báðar deildir
Skólalúðrasveitarinnar þ.e. Míni-lú
og Pínu-lú. Munu sveitirnar spila
ýmist sundur eða saman og er
óhætt að lofa góðri skemmtun,
enda sveitirnar sjaldan verið í betra
formi en akkúrat núna rétt fyrir
fyrirhugaða landvinninga í suðri.
Er það von meðlima og aðstand-
enda sveitarinnar að sem flestir sjái
sér fært að mæta á sunnudaginn og
styðja við bakið á þessum ungu
tónlistarmönnum. Þess ber að geta
að miðaverði er mjög stillt í hóf á
umræddum tónleikum og er það
gert í þeirri von að sem flestir sjái
sér fært að njóta tónleikanna. Verð
á miða er 500kr. og er einungis
greitt fyrir þá sem náð hafa ferm-
ingaraldri.
Að lokum er rétt að ítreka þakk-
læti Skólalúðrasveitarinnar til
bæjarbúa, bæjaryfirvalda og þeirra
fyrirtækja sem dyggilega hafa
staðið við bakið á sveitinni í gegn
um tíðina.
Meðlimir og aðstandendur SLV.
Náttúrustofa endurskoði
fj árhagsáætlun
Bæjarráð hvetur til
aukins aðhalds
Bæjarráð tók á fundi á miðvikudag,
fyrir bréffrá Náttúrustofu
Suðurlands dags. 08. maí sl. vegna
leigugreiðslna til Þekkingarseturs
Vestmannaeyja. I fundargerð segir
að bæjarráð sé fylgjandi því að
allar stofnanir Þekkingarseturs
greiði leigu- og húsnæðiskostnað af
húsnæði. Slíkt einfaldi rekstur og
treysti stoðir þekkingarklasa hér í
Vestmannaeyjum.
„Bæjarráð hefur einnig skilning á
því að viðbótargreiðslur
Náttúrustofu Suðurlands upp á
49.735 kr. á mánuði hafa áhrif á
fjárhagsáætlun stofunnar.
Bæjarráð mætir auknum útgjöldum allra sinna stofnanna með auknu
aðhaldi. Því felur bæjarráð stjórn Náttúrustofu að endurskoða
fjárhagsáætlun þannig að gert verði ráð fyrir viðkomandi leigugreiðsl-
um innan núverandi rekstrartekna,“ segir í afgreislu bæjarráðs.
Bæjarráð fjallaöi á síðasta fundi
sínum um aukinn kostnað sveitar-
félagsins vegna nýgerðra
kjarasamninga NL og Kcnnara-
sambands Islands. Bæjarstjóri og
framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og
fjármálasviðs lögðu fram
útreikninga á kostnaði en áætlaður
kostnaður vegna þessara samninga
á tjárhagsárinu 2008 er 23,5
milljónir kr. frá 1. júní nk.
I fundargerð fagnar bæjarráð
því að samningar hafi náðst. Þar
segir ennfremur að samningarnir
tryggi kennurum nauðsynlega
leiðréttingu upp á 23% á einu ári sem sé langt umfram það sem
almennt hefur verið samið um á vinnumarkaði. Bæjarráð samþykkti
að gera ráð fyrir þessum aukna kostnaði og hvetur stjórnendur til að
sýna aukið aðhald í rekstri þar sem fyrirsjáanlegt sé að erfitt verði að
standast fjárhagsáætlun.
Rekstaryfír-
lit Og
bæjarmála-
samþykkt
Bæjarráð fjallaði um rekstrar-
yfirlit bæjarsjóðs og stofnana
fyrir tímabilið janúar-mars og
óskaði eftir því að slíkar
upplýsingar liggi fyrir a.m.k.
ársfjórðungslega. Bæjarráð
hvetur forstöðumenn og aðra
starfsmenn sveitarfélagsins til
áframhaldandi aðhalds og gerir
þá kröfu að allra leiða verði
leitað til að reka málaflokka
innan fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð fól þeim Gunnlaugi
Grettissyni, Amari Sigurmunds-
syni og Páli Scheving að endur-
skoða bæjarmálasamþykkt
Vestmannaeyjabæjar og skila af
sér tillögum eigi síðar en 26. maí
nk.
Vilja fleiri
rútuferðir
Bæjarráð hélt fund á miðvikudag
og fjallaði m.a. um mæturferðir
Herjólfs í sumar og rútuferðir í
tengslum við þær. I fundargerð
segir að samkvæmt upplýsingum
frá Vegagerðinni sé ekki gert ráð
fyrir eða fyrirhugaðar rútuferðir
milli Þorlákshafnar og Reykja-
víkur í tengslum við nætur-
ferðirnar.
Bæjarráð samþykkti að óska
eftir því að hugað verði að
rútuferðum í tengslum við
næturferðirnar og fól bæjarstjóra
að senda erindi þar að lútandi til
Vegagerðarinnar.