Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 21
Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 21 Sigurgeir Jónsson laginn í golfinu: Nokkrir af hinum sigursælu Kiwanismönnum. Mynd Tómas Sveinsson. Klúbbakeppnin í golfi fór fram um síðustu helgi: Kiwanis sigraði tvöfalt Uppskeruhátíð yngri flokkanna í körfunni: Aron skoraði 351 stig í 16 leikjum Hola í höggi með dræv- ernum Á hverju ári eru ávallt nokkrir sem ná draumahögginu, sem alla kylfinga dreymir um, að fara holu í höggi. Sá fyrsti sem varð til þess í Vestmannaeyjum á þessu ári, svo vitað sé, var okkar maður á Fréttum, Sigurgeir Jónsson, á föstudag í síðustu viku. „Við vorum tveir saman, ég og Þórður Hallgríms, hinum tveimur í hollinu, þeim Olafi Kristinssyni og Guðmundi kan- tor, fannst of hvasst til að spila og Ólafur að auki eitthvað slappur. Þetta var svo sem ekki besta golfveðrið, rigningarhraglandi og 12 til 14 metrar á sekúndu af suðaustri. Þetta gerðist á 2. hol- unni. Venjulega nota ég 4 eða 5 járn þar en í svona mótvindi þá dríf ég ekki inn á fiötina með þeim. Og þar sem ég á hvorki 5 eða 3 tré og kann ekki að slá með svoleiðis græjum, þá tók ég bara dræverinn og sló létt högg með honum. Við sáum strax að það högg heppnaðist vel, kúlan fór í nettum boga milli glompanna tveggja og hvarf svo sjónum okkar. Þórður staðhæfði að ég væri í fuglafæri en það reyndist bara ennþá betra,“ sagði Sigurgeir sem sagði það hafa verið ágæta tilfinningu að sjá boltann liggja í holunni. Oft er raunin sú að menn spila heldur illa eftir að hafa leikið þennan leik en Sigurgeir segir að sér hali tekist að klára níu holurnar skammlaust, eða á 46 höggum. „Þórður var á sama hiiggaf jölda en hann er vanur að spila mun betur en það, ég ræð ekkert orðið við hann,“ sagði Sigurgeir. Þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur þetta í Vestmannaeyjum en lék sama leik í Leirunni á Suður- nesjum árið 2000. „Þá vorum við saman að spila, ég og Oli Kristins og ég setti boltann niður í fyrsta höggi á 8. braut sem er svipuð að lengd og 2. holan hér. Reyndar notaði ég 7 járn í það skiptið og það neituðu flestir að trúa þessu enda gerðist það 1. apríl. En þar sem hafnarstjórinn er þekktur að áreiðanleika og sannsögli, auk þess sem tvö önnur vitni voru að þessu, þá var þetta viðurkennt.“ Sigurgeir segir það hafa verið nokkuð skemmtilcgt að þennan sama dag var stórkylfingurinn Þorsteinn Hallgrímsson í golf- skálanum með kynningu á kyl- fum fyrir verslun sína, Hole in One. „Eg var búinn að prófa nýjan dræver þar en sagði svo við Þorstein eftir hringinn að ég ætlaði bara að halda mig við þann gamla, hann stæði greinile- ga fyrir sínu. En Þorsteinn heim- taði að ég kæmi til sín í Reykjavík núna í vikunni, hann sagðist ætla að kenna mér að slá með trékylfu og selja mér eina eða tvær þannig, á góðum prís, svo að ég þyrfti ekki að nota dræverinn í þetta næst. Þorsteinn kenndi mér fyrir 15 árum það litla sem ég kann í þes- sari íþrótt og það er vel við hæfi að hann Ijúki þeirri kennslu- stund, nú 15 árum síðar,“ sagði Sigurgeir. Sigurgeir segir að Þórður Hall- gríms hafi sýnt miklu meiri fagn- aðarlæti við þetta en hann sjál- fur. „Kannski hefur hann bara hlakkað til að fá koníakið,“ segir Sigurgeir en hefð er fyrir því að sá sem fer holu í höggi veiti meðspilurum sínum vel að því loknu. „Þórður fór holu í höggi á þeirri 17. fyrir fjórum eða fimm árum og þá horfðum við á kúlu- na detta ofan í. Við erum því báðir félagar í Einherja- klúbbnum eða Grísapunga- félaginu eins og þcir kalla það sem aldrei hefur tekist þetta. En það er vissulega gaman að vera orðinn tvöfaldur grísapungur,“ sagði Sigurgeir að lokum. SIGURGEIR tók að sjálfsögðu þátt í klúbbamótinu á laugardag en tókst ekki að endurtaka leikinn frá því á föstudag. Hér er hann með Jóni Ólafssyni, sem sigraði í einstaklingskeppninni. Jón er forseti Landssambands eldri kylfinga og Sigurgeir benti honum á að hann ætti að beita sér fyrir því að LEK héldi fleiri mót á vellinum þar sem forsetinn næði alltaf sínum besta árangri. Hið árlega Klúbbamót í golfi var á dagskrá sl. laugardag. Þá keppa félagsmenn klúbbanna Akóges, Kiwanis og Oddfellow sín á milli í golfi auk þess sem félagið Akóges í Reykjavík hefur á undanfömum árum einnig mætt til leiks. Þessi keppni er punktakeppni og er öllum félögum viðkomandi félaga á land- inu heimil þátttaka sem og mökum þeirra. Keppnin er þríþætt, einstaklings- keppni þar sem verðlaunað er fyrir þrjú efstu sæti, aðalkeppni þar sem samanlagður árangur hvers félags telur, og loks sveitakeppni þar sem sex er valdir fyrirfram frá hverju félagi og árangur fjögurra bestu telur. Að þessu sinni voru keppendur 48 talsins. Tíu frá Oddfellow, jafn- margir frá Akóges Reykjavtk, ellefu frá Akóges og langflestir frá Kiwanis eða sextán. Fram til þessa hafa ávallt verið fulltrúar kvenna í þessari keppni en að þessu sinni voru þær víðs fjarri, aðeins karlar sem tóku þátt. I einstaklingskeppninni urðu úrslit þessi: 1. Jón Ólafsson Akóges Rvk 37 p 2. Sigmar Pálmason Kiwanis 36 p 3. Tryggvi Ólafss. Oddfellow 35 p Besta skorið í mótinu átti Akóges- Þrír úr mótsnefnd, Sigurður Guðmundsson, Stefán Sævar Guðjónsson og Gísli Jónasson inn Örlygur Helgi Grímsson, 71 högg, eða eitt högg yftr pari vallar- ins en þar sem hann er með -2 í forgjöf dugði sá ágæti árangur honum aðeins í 11. sæti. I aðalkeppninni, þar sem keppt er um Skeljungsskjöldinn, töldu átta bestu frá hverju félagi og urðu úrslit þessi: 1. Kiwanis 267 p 2. Akóges 245 p 3. Oddfellow 234 p Akógesar höfðu unnið skjöldinn tvö ár í röð en urðu nú að láta hann af hendi. í sveitakeppninni, þar sem fjórir bestu af sex töldu, urðu úrslit þessi: 1. Kiwanis 131 p 2. Oddfellow 126 p 3. AkógesVm 125 p 4. Akóges Rvk. 123 p Þá keppa Akógesfélögin tvö ein- nig sín á milli og sigraði Vestmannaeyjafélagið að þessu sinni 125 - 123. Á laugardaginn er Opna Faxamótið á dagskrá hjá GV. Þegar hafa margir bókað þátttöku í þvf móti sem ætla má að verði fjöl- sótt venju samkvæmt. Sunnudaginn seinasta fór fram uppskeruhátíð yngri flokka Körfuknattleiksdeildar ÍBV í Týssheimilinu. Þeir hafa staðið sig mjög vel í vetur og eiga mikið hrós skilið. Minnibolti, 11 ára, var hárs- breidd frá því að tryggja sér Islandsmeistaratitilinn. Þá voru margir leikmenn kallaðir til æfinga hjá yngri landsliðum og er einn leikmaður félagsins Alexander Jarl Þorsteinsson í U-15 ára landsliði íslands sem mun keppa á næstunni í Danmörku. Einn leikmaður stendur þó upp úr hjá Félaginu en það er Aron Valtýsson. Hann skoraði 351 stig í 16 leikjum fyrir minnibolta 11 ára. Fyrir vikið fékk hann viðurnefnið galdramaðurinn. Hann er framtíðar- leikmaður ásamt fleirum hjá fé- laginu en það verður gaman að fylgjast með félaginu næsta vetur því mikil uppbygging á sér stað núna og mikill áhugi er fyrir kör- funni. En sannarlega glæsilegt ár hjá körfunni sem geta verið stoltir af árangrinum. Þessir hlutu viðurkenningar: 10. fiokkur Besti leikmaður Kristján Tómasson, mestu framfarir Heiðar Smári Igimarsson, besti vamar- maður Ölafur Sigurðsson, besta vítanýting Teitur Guðbjöms- son, besta ástundun Teitur Guð- bjömsson og besti félaginn Hjálmar Júlíusson. 9. fiokkur Besti leikmaður Alexander Jarl ÞEIM fer stöðugt fjölgandi sem leika körfuknattleik í Eyjum. Þorsteinsson, mestu framfarir Gunnlaugur Guðjónsson, besti varnarmaður Hlynur Andrésson, besta vítanýting, Alexander Jarl Þorsteinsson besta ástundun Alexander Jarl Þorsteinsson og besti félaginn er Daði Hauksson. 8. fiokkur Besti leikmaður Tómas Orri Tómasson, mestu framfarir Ámi Óðinsson, besti vamarmaður Jóhann Ingi Þórðarson, besta vítanýting Halldór Páll Geirsson, besta ástundun Tómas Orri Tómasson og besti félaginn Jón Þór Guðjónsson. Minnibolti 11 ára Besti leikmaður Aron Valtýsson, mestu framfarir Sigurður Grétar Benonýsson, besti vamarmaður Hafsteinn Gísli Valdimarsson, besta vítanýting Aron Valtýsson, besta ástundun Kristberg Gunnarsson og besti félaginn Valtýr S. Birgisson Minnibolti 10 ára og yngri Besti leikmaður Devon Már Griffin, mestu framfarir Daníel Örn Griffin, besti vamarmaður Daníel Örn Griffin, besta vítanýting Amar Geir Gíslason, besta ástundun Ólafur Ágúst Guðlaugsson og besti félaginn Ársæll Ingi Guðjónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.