Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 22. maí 2008 Útskriftarnemendur vélstjórnarbrautar. Fanney Finnbogadóttir, sem tók við skírteininu fyrir Halldór Jón Sævarsson, Andrés Sigurðsson, Birkir Helgson, Sveinn Rúnar Valgeirsson og Sindri Georgsson. Myndir Sigurgeir. Framhaldsskólanum var slitið á laugardaginn útskrifuðust 23 á vorönn Þau fengu viðurkenningar á vorönn Viðurkenningar frá FÍV fyrir mjög góða skólasókn fengu Díana Olafsdóttir og Fanndís Fjóla Hávarðar- dóttir. Viðurkenningar fyrir frábæran árangur í dönsku fékk Saga Huld Helgadóttir. Einn og sami nemandinn á vélstjórabraut 2. stigs á haustönn fékk Vélstjóraúrið, fyrir besta árangur í vélstjórnargreinum en það er gefið af Vélstjórafélagi Vestmannaeyja, fjölsviðsmæli, fyrir besta árangur í rafmagnsfræði sem er gefinn af Geisla og skíðmál, fyrir bestan árangur í málmsmíði, sem er gefið af Skipalyftunni. Nemandinn er Eyþór Björgvinsson en hann útskrifaðist í desember sl. Viðurkenningar til nýstúdenta: Fyrir besta hcildarárangur í íslensku fékk Bjarni Benedikt Krist jánsson viðurkenningu sem gefin var af Sparisjóði Vestmannaeyja. Fyrir besta árangur í íslenskum bókmenntum fékk Björn Kristmannsson viðurkenningu. Fyrir góðan árangur í raungreinum fékk Linda Rós Sigurðardóttir viðurkenningu. Fyrir góðan árangur í félagsvísindum fékk Sigrún Halldórsdóttir viðurkenningu sem gefin var af Drífanda Stéttarfélagi. Fyrir félagsstörf í þágu nemenda fengu Daði Magnússon og Bjarni Bencdikt Kristjánsson viðurkenningu. Fyrir góðan hcildarárangur á stúdentsprófi fékk Bjarni Benedikt Kristjánsson viðurkenningu en hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut á þremur árum. RÚNAR Einarsson flutti ávarp stúdenta og var ræða hans lífleg og skemmtileg. Endaði hann á að færa skólanum málverk eftir sjálfan sig. Framhaldsskólanum var slitið á laugardaginn og útskrifuðust 23 nemar frá skólanum á vorönn. Stú- dentar voru 19 og fimm útskrifuðst ef vélstjómarbrautum. Nemenda- fjöldi var 265 þegar best lét við upphaf annar og nærri 250 við lok hennar. „Þetta er mjög ásættanlegur fjöldi nemenda fyrir vorönn, en venjan er sú að nokkur fækkun nema verður frá hausti," sagði Baldvin Kristjáns- son, aðstoðarskólameistari, þegar hann gerði upp önnina. Baldvin sagði að skipting nemenda á námsbrautir hefði verið lfk því sem verið hefur undangengin ár. „Félagsfræðibrautin er íjölmennust, síðan kemur náttúrufræðibraut og þá almenn braut, en samanlagt eru um 55% nemenda skráðir á þessar þrjár brautir." Eftir nokkurra ára hlé var haldið úti skipstjórnarbraut við skólann og tóku 11 nemendur próf þar í vor. Sigurgeir Jónsson hafði umsjón með þessu námi og kenndi siglingafræði og sjómennsku. Fyrrum skólastjóri Stýrimannaskólans, Friðrik Ás- mundsson, var kallaður til þegar hann kom aftur inn í kennslu sér- greina á skipstjórnarbraut í stað Bjarka Guðnasonar. Þeir Viðar Elíasson og Haraldur Oskarsson kenndu og skipstjórnamemum veið- arfæragerð, aflameðferð og vinnslu. Fram kom hjá Baldvin að list- og hönnunargreinum var nokkuð komið á framfæri með kennslu Jónu Heiðu Sigurlásdóttur í myndlist og Gíslínu Bjarkadóttur í fatahönnun. Þess utan störfuðu nemendur skól- ans náið með Leikfélagi Vest- mannaeyja við uppsetningu á söng- leiknum Hárinu. „Skólinn er nú öðm sinni þátt- takandi í svonefndu Comeníusar- verkefni. Hinu fyrra verkefninu, sem var til þriggja ára, lauk fyrir 2 ámm. Til þess verkefnis má rekja för 15 manna hóps héðan úr skól- anum til Svíþjóðar í marsmánuði síðastliðnum. Þar heimsótti hóp- urinn skóla í Eskilstuna, sem tengsl höfðu myndast við í hinu fyrra verkefninu. Og í tengslum við núverandi Comeníusar-verkefni heimsótti okkur tæplega 30 manna hópur kennara og nemenda nú í apríl. Fólk þetta kom frá Ítalíu, Póllandi og Tyrklandi. Enn lifir gott ár af þessu seinna verkefni svo einhverjir nemendur hafa þar tækifæri á að for- framast og sigla,“ sagði Baldvin. Eins og áður segir stunduðu 11 nemendur nám við skipstjómarbraut skólans, í náinni samvinnu við Fjöltækniskólann í Reykjavík. Munu þeir væntanlega allir mæta aftur til náms í haust og Ijúka námi tjl 1. stigs skipstjórnarréttinda. Áður fyrr gátu nemendur lokið því námi á tveimur önnum en nú hefur verið aukið verulega við það nám og flestir sem ljúka því á fjórum önnum, þó að unnt sé að gera það á skemmri tíma. Á móti kemur að nám í 2. stigi, sem gefur full skip- stjómarréttindi, tekur öllu skemmri tíma. Útskriftar- nemendur Andrés Þorsteinn Sigurðsson vélavörður Birkir Helgason vélavörður Sindri Georgsson vélavörður Sveinn Rúnar Valgeirsson vélavörður Halldór Jón Sævarsson vélstjórnarbraut 2. stig. Stúdentar Alma Ingólfsdóttir, félags- fræðibraut. Annika Vignisdóttir, félags- fræðibraut. Ama Hrund Baldursdóttir Bjartmars, viðbótamám til stúdentsprófs. Bergur Páll Gylfason, nátt- úrufræðibraut. Birkir Ágústsson, viðskipta- og hagfræðibraut. Bjami Benedikt Kristjánsson, náttúrufræðibraut. Bjöm Kristmannsson, náttúm- fræðibraut. Daði Magnússon, náttúru- fræðibraut. Elvar Aron Bjömsson, nátt- úrufræðibraut. Hafþór Jónsson, félagsfræði- braut. Jóhann Jóhannsson, félags- fræðibraut. Leifur Jóhannesson, félags- fræðibraut. Linda Rós Sigurðardóttir, náttúrufræðibraut. Óttar Steingrímsson, náttúru- fræðibraut. Randver Pálmi Gyðuson, nátt- úrufræðibraut. Rúnar Einarsson, félagsfræði- braut. Sigrún Halldórsdóttir, félags- fræðibraut. Valur Smári Heimisson, viðskipta- og hagfræðibraut.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.