Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 z ^ap^. i ? m - J ■ / / * st -./; •' -P v - 1 H % f i ®L \' •; 1 w SYSTRAKÆRLEIKUR Það voru fagnaðarfundir þegar Helga, Ingrid, Rut og Ann Karen hittust í Vestmannaeyjum í vor. Helga og Rut, sem voru meðal rúmlega 1000 krakka frá Vestmannaeyjum sem boðið var til Noregs í gosinu 1973, eignuðust vinkonur fyrir lífstíð: Tengsl sem aldrei munu rofna JB«wj Viðtal 'Ómar-GarðursKOft........... 4 omar@eyjafrettir..is Það var stórmannlegt af Norð- mönnum að bjóða öllum frá Vestmannaeyjum, fæddum 1955 til 1965, samtals rúmlega 1000 krökkum, til Noregs sumarið 1973. Þarna stóð ungum Eyjamönnum, sem voru rifnir upp með rótum úr sínu vemdaða umhverfi í Vest- mannaeyjum í gosinu, til boða að komast út fyrir landsteinana og kynnast nýrri menningu og nýju fólki. Fyrir suma var þetta stórt skref, að vera allt í einu staddur í ókunnu landi, inni á heimili hjá fólki sem þeir þekktu ekki neitt og hótelum og fjallakofum vítt og breitt um Noreg og tungumálið var líka framandi. I hugum flestra er þetta skemmtileg endurminning um ferðalag sem í flestum tilfellum var það fyrsta. Til eru þeir sem leiddist en dæmi eru um að þama hafi myndast vinskapur sem mun endast ævina á enda. Fjölskylda með stórt hjarta Dæmi um þetta eru systurnar Helga og Rut Agústsdætur sem voru ein- staklega heppnar með fjölskyldu, en hún heitir Gamst Pedersen og var í stærra lagi. Þarna mynduðust tengsl sem aldrei munu rofna, hafa fjölskyldurnar skipst á jólagjöfum og heimsótt hvor aðra. Síðast í vor voru systumar Ann Karen og Ingrid í heimsókn í Vestmannaeyjum. Ingrid og Rut voru tíu ára árið 1973 og Ann Karen og Helga voru tólf ára. Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, móðir Rutar og Helgu, var ekki á því að stelpurnar yrðu á sín hvoru heimilinu þegar út kæmi og pakkaði því í eina tösku. Það átti samt að verða svo en þá tók móðir Ann Karin og Ingrid í taumana og sagði að þær kæmu með sér. „Mamma er með stórt hjarta og samtals vorum við níu systkinin en yngsta systir okkar dó 22. janúar 1973, daginn áður en gosið á Heimaey hófst,“ sögðu Ann Karen og Ingrid. „Helga átti að koma heim til okkar en mamma tók það ekki í mál og sagði að Rut kæmi líka. Og hjá okkur voru þær í 11 daga.“ Fjölskyldan var stór. „Auk bam- anna níu tóku mamma og pabbi mörg fósturböm sem voru hjá okkur í mislangan tíma hvert. Þetta var því ekkert nýtt fyrir okkur að fá krakka inn á heimilið og þær Helga og Rut urðu strax hluti af fjöl- skyldunni og hafa verið vinir okkar síðan,“ bæta Ann Karen og Ingrid við í samtali við Fréttir þegar þær voru hér í vorbyrjun, 6. til 11. maí. í fyrsta skipti til útlanda Fjölskyldan bjó í Russivag í Senja sem er eyja rétt hjá Tromsö og er bæði bænda- og fiskimannasam- félag. Það er brú yfir Senja, líka var farið á bát ef fólk vildi. Allar voru þær sammála um að þessi tvö sam- félög, Vestmannaeyjar og Senja hafi ekki verið svo ólfk. „Maður var voða spenntur enda hafði mað- ur aldrei farið til útlanda áður,“ sagði Rut. „Við flugum til Tromsö 17. júní og okkur leið eins og kóngafólki því lúðrasveit tók á móti okkur af því þetta var þjóðhátíðar- dagur íslendinga. Maður var líka hræddur þegar komið var inn á hótel og byrjað að kalla upp nöfnin okkar. Þegar átti að skilja okkur í sundur fór ég að gráta af því að mamma hafði sagt að við ættum að vera saman. Þegar átti að fara að taka upp úr töskunni sagði Anna, húsmóðirin á heimilinu; -þær koma báðar með mér, sem var mikill léttir fyrir mig.“ Þegar allir voru búnir að fá sínar fjölskyldur var farið í sitt hverja áttina. Rut segir að móttökurnar hafi verið einstakar. „Okkur fannst við strax vera heima hjá okkur og leið mjög vel. Fjölskyldan var með kýr og geitur og við vorum úti allan daginn. Við hjóluðum, fórum í gönguferðir og syntum í sjónum. Var þetta eitt ævintýri fyrir okkur. A Jónsmessunni fórum við út í skóg og grilluðum pylsur sem var alveg nýtt fyrir okkur. Við stungum pylsu upp á grein, settum í eld og borðuðum þegar okkur fannst pyls- an nógu brennd. Þetta var mjög skemmtilegt og þarna kom saman fólk úr allri sveitinni." Vinskapur sem mun endast ævilangt Ein minningin er þegar þau fóru í kaupstaðarferð til Finnsnes. „Þar er vatn og tveir litlir hólmar í því miðju. Fannst okkur merkilegt að í báðum hólmunum voru hús og brú á milli hólmanna. Þetta var eitthvað sem við höfðum aldrei séð.“ Rut segir að þarna hafi myndast vinskapur sem endast mun ævi- langt. „Við notuðum fingramál, töluðum íslensku, ensku og dönsku og gekk okkur vel að skilja hvert annað. Þessa aðferð notum við ennþá þegar við hittumst. Það voru allir einstaklega góðir við okkur og við vorum alls staðar velkomin. Samstaðan í íjölskyldunni var líka

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.