Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 18
18 Fféttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 Þessi lið, IBV 6 til hægri og ÍBV 5 léku til úrslita í sínum styrkleikaflokkum. IBV 6 lék um Surtseyjarbikarinn á móti HK og varð að láta í minni pokann á móti HK. ÍBV lék , Heimaklettsbikarinn og varð líka að láta í mnni pokann fyrir HK. En strákarnir stóðu sig vel. Voru sér og félaginu til sóma . Nýtt fyrirkomulag á Shellmóti mælist vel fyrir: EM níu og tíu ára peyja -Og þegar veðrið er eins gott og núna stendur mótið undir væntingum, m.a.s. rigndi meira á EM þetta árið en á Shellmótinu í Eyjum • • Ollum sem komu að því til sóma Það voru ánægðir drengir sem héldu til síns heima á laugardags- kvöld og sunnudag eftir að hafa leikið knattspyrnu frá fimmtudegi til laugardags auk þess að fara í skoðunarferðir og siglingu. Veðrið var gott allan tímann sem var eins og punkturinn yftr i-ið á velheppn- uðu móti. Mótið var með nokkuð breyttu sniði, var degi styttra en venjulega, innanhúsmótið hefur verið aflagt og sú breyting er orðin á mótinu sjálfu að nú er reynt að raða liðum niður eftir getu á fyrsta degi þannig að þegar kom að úrslitunum á laugar- deginum var ekki teljandi munur á liðunum. Hugsunin er að koma í veg fyrir mikinn markamun í úr- slitaleikjunum og gekk það að mestu leyti eftir. Fastir liðir eins og setningin, þar sem vantaði reyndar Stjörnulið Omars Ragnarssonar, kvöldvakan, val á landsliði og pressuliði og lokahóf voru á sínum stað. Og þeir sem hafa verið við- staddir lokahóf á Shellmóti gleyma því seint, svo einlæg er gleði drengjanna sem eiga svo auðvelt með að gleðjast með þeim sem kallaðir eru upp til að taka á móti verðlaunagripum. Reyndar fer enginn tómhentur heim því strax á eftir úrslitaleikinn gengu liðin fylktu liði inn á Hásteinsvöll þar sem allir drengirnir 1000 fengu pening sem staðfestingu á því að þeir hafi tekið þátt í Shellmótinu í Vestmannaeyjum árið 2008. 25 ára á næsta ári Shellmótið, sem upphaflega hét Tommamótið, var nú haldið í 25. skiptið og fagnar aldarfjórðungs afmæli á næsta ári. Shellmótið hefur öðlast miklar vinsældir og er það fyrirmyndin að mótum sem haldin eru fyrir yngri flokka í knattspyrnu um allt land. Auðvitað eru Eyjamenh ekki hlut- lausir þegar þeir segja að ekkert þessara móta standist Shellmótinu snúning. En þeir hafa eitthvað til síns máls því umgjörð mótsins er einstök. Og líftð er ekki bara knattspyma því svo margt annað er í boði. Þegar rætt er við fólk sem fylgir liðunum er helsta aðfinnslu- efnið að kannski sé of mikið um að vera fyrir strákana en þegar rætt er Jón Ólafur Daníclsson, þjálfari 6. flokks drengja IBV, hafði í nógu að snúast á Shellmótinu sem fram fór um síðustu hclgi. Hann var með sex lið á mótinu, sem höfðu á að skipa 51 peyja, og náði sjálfur að stýra 40 leikjum. „Mótið gekk mjög vel. Við vorum með tvö lið á verðlauna- palli þar sem lið fimm og sex lentu í öðru sæti á mótinu, þannig að við getum vel við unað,“ sagði Jón Óli þegar hann var spurður út í mótið. Hvað með nýja fyrirkomulagið? „Mér finnst þetta fyrirkomulag frábært. Fyrsta dag mótsins var reyndar of mikið um ójafna leiki en það ætti að vera auðvelt að breyta því. Það var verið að láta lið 6 hjá okkur spila við lið númer 2 hjá mótherjanum og það gengur ekki og því þarf að breyta.“ Hvað fannst þér á þeim sem sóttu mótið? „Mér fannst allir sem mættu hingað vera ánægðir. Styttingin á mótinu er góð og einu vankant- arnir snúa að því að breyta fyrsta deginum þannig að leikir verði jafnari. Eg vil þakka öllum sem komu að mótinu og studdu okkar lið. Mótið er skipuleggjendum og öllum sem komu að því til sóma,“ sagði Jón Óli sem má vera stoltur af sínum strákum. við þá er tónninn allur annar. Þeim finnst Shellmótið frábært og í hugum margra er þetta HM og EM stráka á aldrinum níu til tíu ára á Islandi. Og þegar veðrið er eins gott og núna stendur mótið undir væntingum, m.a.s. rigndi meira á EM þetta árið en á'Shellmótinu í Eyjum. Við stöndum í þakkarskuld Það er hægt að bregða mörgum mælistikum á þann ávinning sem Vestmannaeyjar hafa af Shellmótinu. Það er vítamínsprauta fyrir allt íþróttalíf í Eyjum því þarna fá okkar strákar tækifæri til að takast á við jafnaldra sína af öllu landinu. Einhverju skilar mótið líka í kassann stóra hjá ÍBV og það að hafa hér um 1000 stráka og um 1500 aðstandendur í fjóra til fimm daga skiptir bæjarfélagið miklu. Og þegar upp er staðið eru ekki stærri viðburðir í ferðamennsku í Eyjum en Shellmót og þjóðhátíð sem ÍBV- íþróttáfélag stendur fyrir. Öll hótel og gistiheimili eru full og margir leigja fbúðir úti í bæ og nóg er að gera í verslunum og á matsölu- stöðum. Sá þáttur sem allt of sjaldan er nefndur er það jákvæða viðhorf sem drengimir þúsund fara með héðan á hverju ári. Þeir eiga langflestir góðar minningar frá skemmtilegu fótboltamóti og umhverfí sem er flestum þeirra framandi. Þeir sem komu á fyrstu mótin eru komnir í hóp áhrifa- manna í þjóðfélaginu og þar eiga Vestmannaeyjar örugglega hauka í homi. Á meðan Shellmótið lifir bætast nýir menn í þann hóp. Auðvitað á það sama við um Pæjumótið sem með auknum áhrifum kvenna skiptir ekki minna máli þegar fram í sækir. Það er því ekki ofsögum sagt að samfélagið Vestmannaeyjar stendur í mikilli þakkarskuld við íþrótta- hreyfinguna því flest félögin draga til sín fólk á hin ýmsu mót. Stærsti hlutinn er unninn í sjálfboðaliðs- vinnu sem skilar okkur öllum svo miklu. Ómar Garðarsson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Ellert Scheving og Oskar Pétur. FH SHELLMÓTSMEISTARI Það var hart barist í úrslitaleiknum þar sem FH og HK börðust um Shcllmótstitilinn. FH-ingar unnu verðskuldað, 2:1 en leikurinn var skemmtilegur og gaman að sjá svona unga drengi spila agaða og góða knattspyrnu þar sem leikið er með hjartanu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.