Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 15
Ffgttir / Fimmtudagur 17. april 2008 15 YFIRLÖGREGLUÞJÓNAR, Agnar Angantýsson, Guðmundur Guðmundsson og Jóhannes Ólafsson núverandi yfirlögregluþjónn. Myndin er tekin í janúar þegar lögreglan stóð fyrir málverkasýningu í Akóges og þá hittust núverandi og fyrrverandi lögreglumenn og minntust þess að 35 ár voru þá liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. mannavarnir ríkisins lögðu til. Á hótelinu var aðsetur lækna, sem lögreglan hafði nijög góð sam- skipti við. Einnig hafði lögreglan með höndum útvegun matvæla, dreifmgu á olíu, afgreiðslu flug- véla að því er varðar flutning á farþegum, akstur að og frá flugvelli og sætapantanir fyrir þá farþega sem héðan þurftu að komast, auk stjómar á hreinsun matvæla úr yfirgefnum húsum, þegar bera tók á rottum á ýmsum stöðum í bænum. Manntal vegna manna- ferða Fyrstu daga gossins sá lögreglan um manntal á eyjunni og kom upp spjaldskrá yfir þá sem hér dvöldust, vegna ferða þeirra til og frá eyjunni. Ströng passaskoð- un var við komu skipa og flug- véla, þar til gosi var opinberlega lýst lokið. Flest þau verkefni, sem hér hafa verið talin upp, færðust smám saman yfir á Al- mannavarnir og síðan Viðlaga- sjóð, og fækkaði lögreglumönn- um sífellt í samræmi við það. Lífshættulegar gosgufur Eftir að lögreglan varð að yfir- gefa lögreglustöðina við Hilmis- götu fluttist hún að Höfðavegi 18, vegna þess að gosgufur höfðu þá aukist í bænum og komu þá til ákveðin varðsvæði, þar sem lífs- hættulegt var fyrir fólk að vera á ferli og einnig var strangt eftirlit með svefnstöðum vegna gassins. Lögreglan gætti þessara svæða, sem afmörkuð voru í samráði við almannavamanefnd Vestmanna- eyja, að fengnum tillögum frá vísindamönnum sem hér störf- uðu. Mikil aðstoð var veitt þess- um vísindamönnum, sem sem akstur með þá í reglulegar mælingar og athuganir víðs vegar vegna um bæinn og Heimaey. Lögreglan vann ekki minna en aðrir Agnar kveðst vona að fólk taki ekki þessa upptalningu sína þannig, að hann sé að lýsa lög- reglumönnum sem einhverjum hetjum, eða að þeir hafi gert hér alla hluti fyrstu daga gossins, heldur vilji hann með þessu að- eins sýna fram á að lögregluþjón- amir voru hér vinnandi, ekki minna en aðrir, sem hér unnu við björgumarstörf og leiðrétta með því ummæli ýmissa manna um lögregluna sem hér var að störf- um í gosinu. Góð samskipti við varnarliðsmenn Þáttur vamarliðsins í björgunar- aðgerðum átti eftir að aukast eftir því sem leið á gosið og var þar unt að ræða björgun gífurlegra verðmæta. Þegar mörg hús voru að sligast undan gjallþunganum, sem sest hafði á þök þeirra, myn- duðu vamarliðsmenn moksturs- flokka og síðar fluttu þeir vélar frystihúsanna til lands með flug- vélum á ótrúlega skömmum tíma. Viðskipti lögreglunnar við vamarliðið voru í alla staði mjög góð, enda hermennirnir undir ströngum aga og stóðu liðsfor- ingjar yfir þeirn og ráku þá áfr- am. Hér í Eyjum var 120 manna flokkur hermanna og voru þeir látnir vinna hvíldarlítið í tvo sólarhringa, en síðan var skipt um lið og annað kom í staðinn. Tækjaskortur lög- reglunnar Eitt var það sem torveldaði störf lögreglumanna mjög, en það var tækjaskortur. Sem dæmi hafði lögreglan lengi vel fimm bifreiðir til afnota sem lögreglubifreiðir, en aðeins ein þeirra var með tal- stöð. Síðar hjálpaði lögreglan í Reykjavík kollegum sínum í Eyjum um talstöðvar, með því að lána stöðvar úr sínum eigin bílum. Einnig lánaði lögreglan í Reykjavík labb-rabb stöðvar. Ennfremur vantaði lögregluna mjög tilfinnanlega súrefnistæki í því hættuástandi sem skapaðist þegar gasið var sem mest í bæn- um. Nokkrir lögreglumenn veikt- ust af gaseitrun, en náðu sér þó fljótt aftur, sem betur fer. Þegar gasið var sem mest, var það stundum sýnilegt sem bláleit slæða á götunum og sumsstaðar komst hæð þess frá jörðu allt upp á aðra gluggahæð húsa, en þegar slíkt ástand var, var ekki unnt að aka bifreiðum eftir götunum sökum þess að vélar þeirra gengu ekki vegna súrefnisskorts. Þetta varði þó ekki nema stutta stund í einu; nokkrar klukkustundir, en kom alveg fyrirvaralaust. Oftast var gasið ekki sýnilegt, sem gerði okkur mjög erfitt fyrir. Takmarkaður skilningur Ekki var því um að kenna, að ekki væri leitað til allra mögu- legra aðila til þess að afla um- ræddra tækja, en svo virtist, því miður, að mati Agnars, sem mjög takmarkaður skilningur væri fyrir því hjá ráðamönnum og öðrum aðilum sem leitað var til, að þessara tækja væri þörf. Komi þá í hug, að almannarómur um ónytjungshátt lögreglunnar, kunni þarna að hafa haft sín áhrif. Það er miður ef slíkt hefur í og með skapast vegna ónákvæmra blaðaskrifa. Ágengni blaða- og frétta- manna Nokkuð var kvartað undan því, að settar voru hömlur á að frétta- menn og greinahöfundar fengju að flykkjast til Eyja, þegar mest gekk þar á. Agnar er þar á önd- verðum meiði, vegna starfa sinna sem lögreglumaður og kveðst eflaust hafa litið ástandið öðrum augum en fréttamaður, sem leiti eftir stórkostlegum fréttum til að flytja fólki. Það sem fyrst og fremst sneri að lögreglu, slökkvi- liði og Hjálparsveit skáta í gos- byrjun, var að vernda mannslíf og þar sem lögregla og aðrir björgunaraðilar voru yfirhlaðnir störfum við ýmislega aðstoð og þjónustu, sem vissulega var einn- ig aðkallandi, utan þeirra venju- lega eftirlitsstarfa við eldstöð- vamar og önnur hættusvæði, hlutu þeir að hafa nokkum ími- gust á hópum fréttamanna og ljósmyndara, sem búast mátti við að leituðu mjög nærri eldstöðv- unum og þannig að þeim mundi stafa mikil hætta af þeim og síðar meir gassvæðunum einnig. Margvísleg aðstoð við blaðamenn Agnar segir rétt að tekin hafi verið upp sú regla, að erlendir fréttamenn, ljósmyndarar og greinahöfundar, skyldu koma til Eyja í hæfilega stórum hópunt. Með þeim hafi verið lögreglu- menn, sem leiðsögumenn og hafi þeir borið ábyrgð á, að hópurinn héldi sem mest saman og færi aftur frá eyjunni á tilsettum tíma, þar sem mjög erfitt hafi verið að útvega þessu fólki fæði og hús- næði. Hafa verði það einnig í huga, að á sama tíma hafi fólki verið haldið í lágmarki hér á eyjunni, af öryggisástæðum, og hafi margir verið sárir yfir því að fá ekki að koma hingað til þess að nálgast eigur sínar, á sama tíma og vitað var að flugvélar komu hingað þéttsetnar frétta- fólki. Lögreglan veitti öllum þeim fréttamönnum sem til Eyja komu og leituðu aðstoðar hennar, alla þá þjónustu sem í hennar valdi var að veita. Agnar segir að eitthvað kunni að hafa kastast í kekki milli blaðamanna og lög- reglumanna, en slíkt hafi vafalítið ekki verið erft. Menn voru bæði þreyttir og vansvefta, en þá má lítið út af bregða til þess að fjúki í menn stutta stund, segir Agnar. Efni í heila bók Agnar segir í greinargerð sinni: Ég geri mér fyllilega ljóst, að margt er það fleira, sem mætti um geta og væri ekki síður merk- ilegt, en það sem fram kemur í pistli þessum, en til þess að allt kæmi til skila, yrði það efalausl efni í heila bók, þó það væri ein- ungis bundið lögreglustörfum á gostímanum. vilhelmg@ simnet. is (Heimild: Odagsettir minnis- punktar, undirritaðir Agnar Angantýsson, varðstjóri Vestmannaeyjum. Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Agnar Angan- týsson varðstjóri í gosinu Agnar Angantýsson, sem var varðstjóri Lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gosinu 1973, og síðar yfirlö- gregluþjónn í Vestmannaeyjum, fæddist 13. júlí 1937 á Siglufirði. Hann stundaði nám í Vélskóla Vestmannaeyja og Lögregluskóla ríkisins og sótti sér margvíslega viðbótarmen- ntun í lögreglufræðum, meðal annars um skotvopn og sprengiefni. Þá sótti hann sérstök námskeið fyrir yfir- menn og fyrir rannsóknarlö- greglumenn, auk námskeiða í vettvangsstjórn. Agnar stun- daði sjómennsku á bátum frá Vestmannaeyjum, sem háseti, en lengst af sem vélstjóri, áður en hann hóf störf í lögreglunni í Vestmannaeyjum, haustið 1964. Hann var skipaður aðs- toðarvarðstjóri 1978, varðstjóri 1971 og yfirlö- gregluþjónn 1975. Agnar var einn af stofnendum Lögreglufélags Vestmannaeyja 1968 og vann að stofnun Félags yfirlögregluþjóna. Þá var hann einn af stofnendum Landssambands lögregluman- na. Agnar er fyrir nokkru farinn á eftirlaun. Agnar Angantýsson stundaði íþróttir af kappi á yngri árum og náði frábærum árangri. Hann varð Vestmannaeyjameistari í mör- gum greinum frjálsra íþrótta á árunum 1965-1968 og setti Vestmannaeyjamet í nokkrum greinum. vilhelmg@simnet.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.