Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 17
FfCttÍr / Fimmtudagur 3. júlí 2008 17 RMflMI MYNDIN sem Sigurdís Harpa sýnir í krónni. Sigurdís Harpa sýnir í Skvísusundi Sigurdís Harpa Arnarsdóttir, mynd- listarkona verður með sýningu á verkum sínum í einni krónni í Skvísusundi um goslokahelgina. Sýninguna helgar hún föður sínum. Segja má að sýningin sé tvískipt því annars vegar er um að ræða 130 myndir sem hún varpar á vegg úr skjávarpa. „Sýningin verður frá átta um kvöldið til klukkan tólf. Þetta eru pennateikningar sem ég byrjaði á árið 2004. Þessi verk eru hluti af stærra verkefni en ég ætla að setja myndirnar á matarstell sem verða tilbúin í desember," sagði Sigurdís. Hinn hluti sýningarinnar er mynd í ramma sem verður lfka til sýnis í krónni. „Þetta er ekki frummyndin en þessi mynd verður gefin út í 100 eintökum og kostar hvert 20.000 krónur. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja mig og panta mynd geta haft samband við mig í síma 892- 3548. Mér finnst þetta kjörið tæki- færi, sem Eyjamanni, að koma list minni á framfæri. Ég vil svo að lokum geta þess að sýninguna helga ég föður mínum, Arnari Ingólfssyni." Utlagar með sýningu í Kiwanishúsinu Myndlistinni eru gerð góð skil á goslokahátíð. Annars staðar í blaðinu er getið um málverkasýn- ingar Gísla H. Jónassonar, Freyju Önundardóttur í Vélasalnum og hér að ofan sýningu Sigurdísar Arnars- dóttur en einnig verður í Kiwanis- húsinu samsýning fjögurra brott- fluttra Eyjamanna, sem kalla sig Útlaga. Ásmundur Friðriksson fer fyrir þeim hópi en auk hans munu sýna verk sín, Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson, þekktastur sem fataframleiðandi, ættaður af Skólavegi 25, Gerður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi, hinum megin á Skólaveginum og svo Fanney Bjarnadóttir, dóttir Erlu Olsen og Bjama Ólafssonar sem bjuggu í Eyjum um margra ára skeið, Bjarni lengi kokkur á Isleift. Ásmundur segir að þau muni sýna nokkra tugi verka, flest hver séu þau með 15 til 20 verk. „Stelpumar em báðar með olíu- málverk, Henson með vatnslita- myndir og ég er með pastelport- rettmyndir af Vestmannaeyingum,“ ÁSMUNDUR fer fyrir útlögunum, sem eru í allt fjórir og hér er verk hans, portrett af Eiríki Þorsteinssyni hjá Skeljungi. segir Ásmundur. „Öll höfum við eitthvað lært í myndlist og eigum það sameiginlegt að vera nokkuð virk á því sviði um þessar mundir.“ Hugmyndin að þessari samsýn- ingu varð til þegar faðir Hensons, Einar Halldórsson, lést, en hann var kunnur knattspymumaður. Fjöl- skylda hans ákvað að hittast úti í Vestmannaeyjum á goslokum 2008. Halldór hafði samband við Ásmund og impraði á áhuga sínum á sýn- ingu. Síðan þróuðust mál þannig að þær Gerður og Fanney slógust í hópinn. Ásmundur segir að nafnið á hópn- um, Útlagar, sé eiginlega fengið að láni. Þegar Einar Halldórsson flutti frá Eyjum til Reykjavíkur, æfðu þeir saman knattspyrnu um nokkurt skeið, nokkrir brottfluttir Eyjamenn og kölluðu sig Útlaga. Þaðan er nafnið komið. „Við erum öll búin að hlakka til þessarar sýningar sem og þess að koma til Eyja á goslokum og bjóðum alla velkomna í Kiwanis- húsið á opnunina kl. 20 á föstu- dagskvöld,“ sagði Ásmundur. Goslokamerki og fánar til sölu I tilefni af 35 ára goslokaafmæli hefur verið hann- að sérstakt goslokarmerki. Fimleikafélagið Rán verður með sölu á vörum tengdum því. Um er að ræða fána á flaggstangir og veifur sem eru strengd- ar saman á band, til að hægt sé að skreyta bæinn. Til merkingar á yngri kynslóðinni verða til sölu barmmerki þar sem hægt er að skrifa niður nafn og símanúmer. Salan á þessum vamingi er í bás niður við Bámstíg sem er opinn frá 14.00 - 18.00 fimmtudag og föstudag. Fimleikafélagið vill ein- dregið hvetja bæjarbúa til að taka vel á móti þessari nýjung og gera bæinn skrautlegan í tilefni goslokahátíðar. Spurning vikunnar: Hvernig fagnar liu gos- lokumP Elín Sólborg Eyjólfsdóttir -Ég verð að vinna bæði kvöldin. Louísa Jóhannsdónir -Ég mun skemmta mér með vinum í Skvísusundi. Andrea Káradóttir -Ég fer auðvitað í Skvísundið Sara Heimisdónir -Ég mun skemmta mér með fjöl- skyldu og vinum. 2000 til 3000 á Shellmóti Þrátt fyrir fjölda fólks í bænum í sl. viku þá fór allt mjög vel fram og engin alvarleg mál sem lög- reglan þurfti að hafa afskipti af. Shellmótið fór mjög vel fram og þeir gestir sem komu í tengslum við það voru flestir til fyrirmynda. Talið er að á bilinu 2000 til 3000 manns hafi komið til Eyja í tengslum við mótið. Að morgni mánudagsins 30. júní sl. var lögreglu tilkynnt um innbrot í Kaffi Maríu en hurð, sem er austan megin á húsinu, hafði verið sparkað upp. Stolið var þremur áfengisflöskum, einni ginflösku og tveimur koníaks- flöskum. Talið er að brotist hafi verið inn aðfaranótt 30. júní. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um það eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Alls voru 16 ökumenn sektaðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni sem leið. Flestir fengu sekt fyrir að vera ekki með örygg- isbeltið spennt í akstri eða níu. Þá liggja fyrir kærur fyrir að tala í farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, akstur á nagladekkjum og einnig voru nokkrir eigendur ökutækja boðaðir í skoðun með ökutæki sín.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.