Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 24

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 24
24 Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 Eg er frístundamálari - þegar ekki viðrar til golfleiks -segir Gísli Jónasson sem opnar sína fyrstu einkasýningu á föstudag VÍðtQl Sigurgeir Jónsson Sigurge @ internet. is Gísli Halldór Jónasson, fyrrverandi skipstjóri og núverandi veiðarfæra- kaupmaður, heldur sína fyrstu mál- verkasýningu um goslokahelgina. Gísli verður 75 ára á árinu, auk þess sem þau hjón, hann og Viktoría Karlsdóttir (Viggý), eiga gullbrúðkaupsafmæli. Þetta er því eiginlega afmæiissýning í marg- földum skilningi þar sem um helg- ina er þess einnig minnst að 35 ár eru frá goslokum. Það er ekki langt síðan Gísli byrj- aði að föndra við litina. Hann byrj- aði haustið 2001 og segir aðdrag- andann að því hafa verið nokkuð skondinn. „Það var eiginlega viskíið sem átti sinn þátt í því,“ segir Gísli, sposkur á svip. „Þannig var að þetta haust var ég, ásamt fleirum, á lokahófi sumarsins inni í Golfskála. Þar sátum við Bennó Ægisson, sem var starfsmaður á vellinum, og vorum að lepja viskí. Bennó sagði mér að hann væri að fara af stað með myndlistarnám- skeið og þar væru nokkrir Odd- fellowar. Spurði mig svo af hverju ég slægist ekki í hópinn með þeim, en hann vissi að eg var félagi í Oddfellow. Mér fannst þetta í fyrstu alveg fráleit hugmynd, enda hafði ég aldrei getað dregið beina línu og aldrei hugleitt að prófa slíka hluti. En líklega hefur viskíið haft sín áhrif því þarna var ákveðið að ég mætti á námskeiðið. Og síðan hef ég verið á fullu í þessu. Hvað eru menn svo að tala um að áfengi sé alltaf til bölvunar?" segir Gísli og brosir sínu breiðasta. „Alla vega ekki í þessu tilfelli." Afslappandi og skemmti- legt Gísli segist hafa verið þrjá vetur í námi hjá Bennó, farið á tvö nám- skeið hjá Steinunni Einars og eitt hjá Bjarna Ólafi Magnússyni. Hann hefur tekið þátt í sex sam- sýningum eða nemendasýningum, þremur hjá Bennó og tveimur hjá Steinu og einni hjá Bjama Ólafi, en þetta er í fyrsta sinn sem hann stendur einn að slíkri sýningu. „Ég er svona frístundamálari í skammdeginu, þegar ekki viðrar til golfleiks. Maður er búinn að prófa margt í líftnu og af hverju ekki að prófa að setja upp sýningu," segir Gísli. Hvað skyldi verða til þess að gamalreyndur skipstjóri og afla- maður verður á efri árum forfallinn í myndlistinni? „Þetta er svo geysilega skemmti- legt,“ segir Gísli. „Til dæmis á vetrarkvöldum, þegar veðrið er eins og það getur orðið hér í Eyjum og hundleiðinleg dagskrá í sjónvarp- inu. Þá er það bæði afslappandi og skemmtilegt að geta farið inn í her- bergi að blanda liti á léreft.“ Karlinn og krakkahrúgan á eftir Gísli var um margra ára skeið í alþjóðlegum ftskveiðiverkefnum á vegum FAO, úti um allan heim. Hann byrjaði í því árið 1970 og var til 1979 og síðan aftur frá 1987 til 1989 þegar hann kom aftur til Eyja og gekk inn í veiðarfæraverslunina með Guðlaugi Stefánssyni frá Gerði. En hvar vom þau þegar gaus, íjanúar 1973? ÞAÐ er ekki langt síðan Gísli byrjaði að föndra við litina. Hann byrjaði haustið 2001 og segir aðdrag- andann að því hafa verið nokkuð skondinn. TVÆR myndanna sem Gísii verður með á sýningunni. Gamla Tangahúsið er á efri myndinni Stebba á Halkion leist ekki á að hún færi að fæða þar um borð og fékk forgang á að sigla að bryggju í Þorlákshöfn. Þar komu sjúkraflutningamenn um borð, Viggý var borin á börum í land og karlinn og krakkahrúgan fylgdu á eftir. Farið var með hana upp í ver- búð, alla leið upp á þriðju hæð, þar sem voru bæði læknir og ljósmóðir, og kar- linn og krakkahrúgan fóru auðvitað þangað líka. „Við vorum hér í Eyjum, í hálf- gerðu millibilsástandi," segir Gísli. Ég var nýbúinn að ljúka verkefni suður í Aden og það var ákveðið að Viggý færi heim með krakkana í eitt ár meðan ég kláraði verkefni í Víetnam, aðallega vegna erftðleika með skólagöngu þar ytra. Og ég var heima í frii þegar byrjaði að gjósa. Við sigldum með Halkion til Þorlákshafnar. Börnin voru orðin fimm og það sjötta í móðurkviði, Viggý var komin átta mánuði á leið og þarna í brælunni á leiðinni tók hún það sem við héldum þá að væri léttasóttin. Stebba á Halkion leist ekki á að hún færi að fæða þar um borð og fékk forgang á að sigla að bryggju í Þorlákshöfn. Þar komu sjúkraflutningamenn um borð, Viggý var borin á börum í land og karlinn og krakkahrúgan fylgdu á eftir. Farið var með hana upp í ver- búð, alla leið upp á þriðju hæð, þar sem voru bæði læknir og ljósmóðir, og karlinn og krakkahrúgan fóru auðvitað þangað líka. Læknirinn kvað upp úr með að hún yrði flutt með sjúkrabíl beint á fæðingar- deildina í Reykjavík og aftur var Viggý borin niður og út í sjúkra- bílinn, með karlinn og krakkahrúg- una á eftir sér. Þegar öll hersingin var komin inn í sjúkrabflinn, kom læknirinn hlaupandi og sagðist ætla að gefa henni róandi sprautu sem hann gerði. Og þar með rénaði sóttin. Hún var á fæðingardeildinni fram eftir degi en var síöan send heim. Atti svo Bryndísi þremur vikum síðar. Við bjuggum í Kópavogi, meðan á gosinu stóð, fengum þar húsnæði sem Stebbi á Halkion reddaði okkur um í gegn- um frændfólk sitt frá Ártúnum á Rangárvöllum. En þetta var svona frekar óvænt og sérkennileg uppá- koma og það í miðju eldgosi," segir Gísli og brosir yfir þessari endur- minningu sem greinilegt er að hann man vel eftir. Til sölu ef einhver vill kaupa Sýning Gísla verður í Akóges- húsinu. Hún verður opnuð kl. 17.00 á föstudag og stendur til kl. 19.00 þann dag. Á laugardag og sunnudag verður sýningin opin frá kl. 14.00 til 18.00 báða dagana. Á henni eru rúmlega 50 verk, flest unnin með olíulitum en einnig nokkrar litlar akrýlmyndir. „Jú, þetta er sölusýning," segir Gísli og bætir við í hæversku sinni: „Ef einhverjum finnst þær þess virði að kaupa þær.“ GISLI hefur, sem kunnugt er, tekið verulegan þátt í umræðum um væntanlega Landeyjahöfn. Sá áhugi kemur einnig fram í mynd- listinni, en hér eru Eyjar séðar frá Bakkafjöru. -£ 4

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.