Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 26
I 26______________________________________ Fréttir / Fimmtudagur 3. júlí 2008 Volcano Open á föstudag og laugardag Hrefna sigraði á Hatta- og kjólamótinu Agæt þátttaka var í Hatta og kjólamótinu hjá GV á föstudag. Atján konur mættu til leiks og spiluðu 12 holur í blíðuveðri. Þetta var punklakeppni með forgjöf og þrjár efstu þessar: 1. Hrefna Sighvatsdóttir 26 p 2. Þóra Gissurardóttir 24 p 3. Guðbjörg Matthíasdóttir 23 p Einnig var verðlaunað fyrir lengsta teighögg á 1. braut og það átti Þóra Gissurardóttir. Á föstudag hefst hið árlega Volcano Open mót, sem nú er búið að festa sig svo vel í sessi sem eitt af stórmótum ársins á Islandi, að breyta þurfti fyrir- komulagi mótsins til að koma að öllum þeim sem vildu mæta. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að allir eru ræstir út á sama tíma en það takmarkar fjölda þátttakenda við u.þ.b. eitt- hundrað. Því var brugðið á það ráð að ræsa út í tveimur flokkum, bæði fyrir og eftir hádegi og því unnt að taka á móti tvöfalt fleiri keppendum. Mótið stendur yfir í tvo daga, föstudag og laugardag og á laugardags- kvöld er síðan hóf og verðlauna- afbending í Golfskálanum. Keppt verður í tveimur forgjafarflokkum, 0-14,4 og 14,5- 28 en mótið er Stableford punktakeppni og vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki, auk þess sem verðlaun eru fyrir besta brúttóskor. Þá eru og kvennaverðlaun fyrir flesta punkta á laugardag og nándarverðlaun á par 3 brautum báða dagana. Á föstudag verður fyrri ráshópurinn ræstur út kl. 10 um morguninn og sá seinni kl. 18. Á Iaugardag verður fyrri hópurinn ræstur út kl. 8 um morguninn og sá seinni kl. 13 en lokahófið hefst kl. 20.30. Þrír VKB, Hannes, Víkingur og Hafþór í góðum gír. VKB tíu ára Á laugardaginn minntust Vinir Ketils bónda þess að félagsskap- urinn fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Upphafið má rekja til ásins 1998, þegar þeir Borgþór Ásgeirsson og Andri Hugo Runólfsson fundu Ketil bónda liggjandi einn og yfirgefinn úti á miðri gölu í Vestmanneyjabæ. „I upphafi var orðið, og orðið var hjá Katli. Ketill var orðið og sjáið hvað hefur orðið,“ eru einkunnar- orðin en um sjálf'a sig segja þeir: „VKB er, eftir okkar bestu vitund, fyrsta og eina bræðrafélagið sem litið hefur dagsins Ijós hér á fróni. En VKB er líka annað og meira, því það er einnig hagsmunasamtök fallegra, vel vaxinna karlmanna (sést það best á Forsetanum). Samtökin hafa verið starfandi allt frá árinu 1998.“ VKB eru í beinu sumhandi við Almættið og tengiliðurinn er sr. Kristján Hinir árlegu reimleikar VKB fóru fram á laugardaginn og öttu þeir kappi við Björgunarféalgið. Keppt var í hinum ýmsu greinum sem ailar voru mjög óhefðbundnar. Má þar nefna böruburð, karadrátt, kappróður á brettum sem olíutunnum o.fl. Trúlega unnu VKB. -f

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.