Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 25.09.2008, Side 15
Fréttir / Fimmtudagur 25. september 2008 15 ✓ Argangur 1959 Mikið hefur verið um árgangsmót í Eyjum í haust, eitt og fleiri um hverja helgi. Hér eru þeir sem mættu þegar árgangur 1959 hélt sitt mót. Fremri röð: Sigmar Garðarsson, Gylfi Sigurðsson, Eygló Kristinsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir, Kristín Bernharðsdóttir, Marta Jónsdóttir, Guðný Oskarsdóttir, Þorbjörg Theódórsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Jóna Garðarsdóttir, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Hafdís Þorsteinsdóttir, Sigríður Petra Hansen og Lovísa Heiðarsdóttir. Aftari röð: Birkir Agnarsson, Vignir Þ. Hjálmarsson, Eyjólfur Heiðmundsson, Brynjólfur G. Jónsson, Þorsteinn Finnbogason, Unnur S.Karlsdóttir, Ágústa Hafsteinsdóttir, Ólafur Guðnason, Drífa Kristjánsdóttir, Bryngeir Torfasson, Bjarney Stefánsdóttir, Aðalheiður Hafsteinsdóttir, Ægir Pálsson, Elín Sigurbjörnsdóttir, Anna S. Karlsdóttir, Lárus Guðjónsson, Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir, Guðmundur Ingvarsson, Helga Sveinsdóttir, Rósa Guðjónsdóttir, Ester Birgisdóttir, Auðbjörg Björgvinsdóttir, Anna V. Ólafsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Sigríður Garðarsdóttir og Lovísa Sigurðardóttir. Omar Garðarsson svarar Sigurmundi Einarssyni ferðafrömuði: Saman náum við árangri -Annars verðum við undir í baráttunni þegar Landeyjahöfn kemst í gagnið Sigurmundur Einarsson, sem rekur fjölþætta ferðamannastarfsemi í Vestmannaeyjum, fer mikinn í skömmum á mig í Fréttum 11. september sl. Tilefnið var lítil frétt í blaðinu á undan um að kannski megi standa betur að móttöku skemmtiferðaskipa. Ekki ætla ég að svara Sigurmundi efnislega en tek ofan fyrir honum að verja starfsfólk sitt sem ég hef enga ástæðu til að ætla að standi ekki sína plikt. En hvað var svona meiðandi við þessa frétt sem sagði frá því að um 20 skemmtiferðaskip hefðu komið til Eyja í sumar og það mætti þakka aukinni markaðsstarfsemi? Jú, inntakið var að meira mætti hafa út úr farþegum skipanna og ástæðan sögð sú að engin skipulögð starf- semi er í bænum til þess að taka á móti farþegum og beina þeim í skoðunarferðir og nýta sér áhuga þeirra á verslun. Dæmi væru um að farþegar hafi gengið út úr rútum í skoðunarferðum þar sem þeir áttu í erfiðleikum með að skilja þá ensku sem leiðsögumaðurinn talaði. „Ljóst er að átaks er þörf til þess að nýta þá auðlind sem skemmti- ferðaskipin eru. Samræma þarf kraftana og vinna að þessu verkefni af fagmennsku. Ef til vill er slíkt ofmælt þar sem í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum er hver höndin upp á móti annarri og samvinna erfiðleikum háð. Spuming er hvenær utanaðkomandi aðilar sjá sér þama leik á borði og taka á móti skipunum af fagmennsku og myndugleik," segir í lokaorðum fréttarinnar. Breyttar aðstæður Fréttir standa við hvert orð sem þarna stendur. Ekki meira um það en hvað ætla aðilar í ferðamennsku og bæjaryfirvöld að gera til að takast á við breyttar aðstæður með tilkomu Landeyjahafnar árið 2010. Gera má ráð fyrir að þá muni ferðamenn streyma til Vestmanna- eyja en hvemig ætla Vestmanna- eyingar að bregðast við. Ætla þeir að vera gerendur eða áhorfendur? Þetta er spurning sem menn verða að svara strax. Ætli Eyjamenn að vera í fyrmefnda hópnum er eins gott að taka til hendinni strax því örugglega eru aðilar innan greinar- innar famir að skoða þann mögu- leika sem opnast með Landeyja- höfn. Hægt er að sjá fyrir sér að hingað komi rútur fullar af ferðamönnum þar sem Vestmannaeyjar eru orðnar vaikostur sem þeir stóru í greininni bjóða upp á. Jafnvel sem viðbót við Gullna hringinn, Gullfoss og Geysi. Þá gæti myndin verið sú að rúturnar koma upp úr Herjólfi eftir hálftíma siglingu hér yfir. Stoppað í tvo tíma, farið um Heimaey undir leiðsögn fólks sem fylgir með og næsti áningarstaður Hvolsvöllur þar sem fólkið fengi að borða. Og ekki króna yrði eftir í Vest- mannaeyjum. Ekki geri ég ráð fyrir að þetta sé sú sýn sem ferðaaðilar og bæjar- stjórn hafa af þróun ferðamennsku framtíðarinnar í Vestmannaeyjum. En svona verður þetta verði ekki brugðist við. Þess vegna segi ég við Sigurmund og aðra í greininni, gyrðið ykkur í brók og setjið á laggirnar starfshóp í samstarfi við bæjarstjóm til að fara yfir málið. Þama er verk að vinna og engan tíma má missa því engir vita betur en þið að ferðaiðnaðurinn skipu- leggur sig eitt, tvö og jafnvel þrjú ár fram í tímann. Ekki útiloka samstarf Það er ekkert að því að fara í sam- starf við einhvem af þeim stóru en skoða verður alla möguleika, líka hvar styrkur okkar liggur og hvar við erum veikastir. Ekki væri verra að fá sérfræðing á sviði ferðamála til að fara yfir stöðuna því betur sjá augu en auga. Ætli aðilar í ferða- mennsku í Vestmannaeyjum að vera gerendur verða þeir að koma upp úr skotgröfunum, meta hvað vel er gert og hvar megi bæta þjónustuna. Og mér er alveg sama hvað Sigurmundur segir, samstaðan hefur ekki verið fyrir hendi meðal fólks í ferðaiðnaði í Vestmanna- eyjuin. Sé það rangt, eins og hann ýjar að er það hið besta mál og ætti að auðvelda ykkur að takast á við breyttar aðstæður. Til þess hafið þið fullan stuðning Frétta, þvf þetta er hagsmunamál allra Eyjamanna. Omar Garðarsson, ritstjórí. Es. Við Simmi erum ennþá v'inir og verðum. Lögrcglan: Skemmdarverk Það var í ýmis hom að líta hjá lögreglu í vikunni sem leið og má m.a. nefna eignaspjöll, umferð- aróhöpp ofl. Þá þurfti lögreglan, að vanda, að aðstoða fó ölvunarástands þess. Eitt skemmdarverk var tilkynnt til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar. Um var að ræða rúðubrot að Vesturvegi 26 aðfaranótt 20. september sl. Ekki er vitað hver þama var að verki en þeir sem einhveija hugmynd hafa um það em vinsamlegast beðnir um að hafa sam- band við lögreglu. Fréttatilkynning - Konukvöld Beggi og Pacas og Páll Konukvöld Hallarinnar verður haldið þann 29. nóvember og mun allt verða gert vitlaust það kvöld. Búið er að bóka Pál Oskar sem á að halda uppi stuðinu og Beggi og Pacas úr Hæðinni verða veislustjórar. Dagskráin er enn í mótun og munu þær Margrét Hildur hárgreiðslumeistari og Hjördís Elsa sjá um að gera þetta kvöld ógleymanlegt fyrir þær fjölmörgu konur sem munu leggja leið sína í Höllina þetta kvöld. Einsi Kaldi mun sjá um matinn og lofar Einsi einhverju óvæntu (kannski að hann komi nakinn fram) Dansleikur mun fara fram eftir miðnætti ef í Höllinni 29. nóvambar: ✓ Oskar skemmta allt verður eðlilegt með hljóðmál Hallarinnar (sem við vonum svo sann- arlega) og verður húsið opnað þeim sem ekki ætla að koma á sjálfa skemmtunina um kvöldið uppúr miðnætti og er dansleikurinn öllum ætlaður. Nú þegar er búið að panta fyrir á annað hundrað manns á þetta frábæra konukvöld sem Höllin stendur fyrir. Nánari upplýsingar og borðapantanir í síma Hallarinnar 481-2675 á skrifstofutíma. Lögreglan: Ökumaður í dópi Ökumaður var stöðvaður um helgina vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna við aks- turinn. Annar varr sektaður fyrir að virða ekki biðskyldu og annar fyrir að hafa ekki ljósabúnað í lagi. Tvö umferðaróhöpp urðu í vikunni og varð töluvert tjón á ökutækjum en ekki alvarleg meiðsl á fólki. Fyrra óhappið var þegar tvær bifreiðar lentu saman á gatnamótum Dalavegar og Strembugötu. Seinna óhappið varð á gatnamótum Hólagötu og Kirkjuvegar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.