Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.03.2013, Qupperneq 6
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? 1. Vel tenntar höfuðkúpur hvaða dýra fundust í fjöruferð á Snæfellsnesi nýverið? 2. Hversu margir farþegar fóru um Reykjavíkurfl ugvöll í fyrra? 3. Hvað heitir leikmaðurinn og þjálf- arinn sem varð bikarmeistari bæði í karla- og kvennafl okki í blaki? SVÖR: 1. Rostunga 2. 363 þúsund. 3. Elsa Sæný Valgeirsdóttir. Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli- eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, smá af sultu og njóttu þess. KÝPUR Kýpverskir ráðamenn segja samkomulagið sem tókst snemma í gærmorgun vera sársaukafullt. Þríeyki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og seðlabanka Evrópu- sambandsins hefur fallist á að veita Kýpverjum neyðarlán upp á tíu milljarða evra, jafnvirði um það bil 1.600 milljarða króna, gegn því að næststærsti banki landsins fari að stórum hluta í gjaldþrotameðferð. „Þetta þýðir ekki að við séum búin að sigrast á þessu, heldur hefur okkur í raun tekist að koma í veg fyrir brottför af evrusvæðinu, sem hefði haft skelfilegar afleiðingar,“ höfðu fjölmiðlar eftir Michalis Sarris, fjár- málaráðherra Kýpur. Samkomulagið felur í sér að innistæður umfram 100 þúsund evrur í Laiki-bankanum muni líklega að stórum hluta tapast. Stór hluti innistæðnanna var í eigu rúss- neskra auðjöfra, sem hafa notfært sér Kýpur sem skattaskjól. Almenn- ingur á Kýpur sleppur hins vegar að mestu með skrekkinn, því innistæð- ur upp að 100 þúsund evrum verða fluttar í annan banka og njóta fullrar tryggingar. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópu- sambandið fellst á að láta innistæðu- eigendur taka á sig hluta tapsins. Á Grikklandi voru það á endanum fjár- festar sem tóku á sig hluta tapsins, og þurfti að fá samþykki þeirra til. En ekki var hróflað við innistæðum í grískum bönkum, ekki frekar en á Írlandi, Spáni eða í Portúgal. Óttast er að þetta fordæmi geti haft áhrif á auðjöfra víða um heim, sem muni hér eftir hika við að geyma fé sitt á bankareikningum í aðildar- ríkjum Evrópusambandsins. Afleiðingarnar á Kýpur eru meðal annars þær að bankakerfi landsins skreppur verulega saman, fer úr því að vera áttföld landsframleiðsla niður í viðráðanlega stærð. Jafnframt verð- ur Kýpur af þeim tekjum sem hafa komið frá því að vera skattaskjól. gudsteinn@frettabladid.is Neyðarlánið bjargar Kýpur fyrir horn Kýpur fær tíu milljarða evra úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, sem dugar til að ríkisskuldir Kýpur fara niður í 140 prósent af landsframleiðslu. Frekari samdráttur heldur þó áfram að hækka þetta hlutfall, svo brátt gæti þurft fleiri neyðarlán. BANKASTARFSFÓLK MÓTMÆLIR Starfsfólk Laiki-bankans á Kýpur hefur tekið þátt í mótmælum fyrir utan þinghúsið í Nikosíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kýpur er eyja í austanverðu Miðjarðarhafinu, litlu minni en Vestfirðir að stærð. Þar býr rúmlega milljón manns og eru um 800 þúsund þeirra grísk- ættaðir en hinir flestir af tyrkneskum uppruna. Árið 1974 reyndi herfor- ingjastjórnin á Grikklandi að innlima Kýpur í Grikkland. Tyrkir brugðust ókvæða við, hertóku tyrkneska hluta eyjunnar og æ síðan hefur eyjan verið tvískipt. Gríski hlutinn fékk inngöngu í Evrópusambandið árið 2004 og tók upp evruna árið 2008. ➜ Tvískipt eyja í Miðjarðarhafinu Í meira en viku hafa stjórnvöld á Kýpur leitað logandi ljósi að 5,8 milljörðum evra, ríflega 900 milljörðum króna, sem Evrópusambandið krefst að verði mótframlag Kýpverja gegn tíu milljarða evra neyðarláni, sem vonast er til að geti bjargað bönkunum á Kýpur frá falli og ríkis- sjóðnum frá því að fara í greiðsluþrot. Fyrst var hugmyndin sú að leggja skatt á allar innistæður í kýpverskum bönkum. Þeirri hugmynd var hafnað af kýpverska þinginu á þriðjudaginn í síðustu viku. Á endanum varð niðurstaðan sú að næststærsta banka landsins, Laiki- bankanum, verði skipt upp í tvo banka, slæman og góðan. Í „góða bankann“ verði flutt bæði þau lán, sem fullvíst þykir að verði í skilum, og bankainnistæður upp að 100 þúsund evrum, eða um 16 milljónum króna. Þessi banki verði síðan sameinaður Kýpurbanka, sem er stærsti banki landsins. „Slæmi bankinn“ fari hins vegar í gjaldþrotameðferð, en í honum verði skilin eftir þau lán, sem óvíst er að innheimtist, og sá hluti innistæðna sem er umfram 16 milljón króna lágmarkstryggingu. Þetta á að tryggja 4,2 milljarða evra upp í mótframlagið. ➜ Banka skipt í „góðan“ og „slæman“ Krísan á Kýpur HALLDÓR BALDURSSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag LÖGREGLUMÁL Tvær konur voru fyrir helgi kærðar fyrir vörslu fíkniefna. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði konurnar, sem eru mæðgur, í bifreið í austurhluta Reykjavíkur um kvöldmatarleyti á fimmtudag. Þegar heim til mæðgnanna var komið fundust þar fíkniefni. Ung börn voru á heimilinu og var Barnaverndar- nefnd sett í málið. - sv Ung börn á heimilinu: Mæðgur voru með fíkniefni í fórum sínumDANMÖRK Tveir danskir bræður af sómölskum uppruna voru í gær dæmdir fyrir héraðsdómi í Árósum í þriggja og hálfs árs fangelsi hvor um sig fyrir að hafa sótt æfinga- búðir fyrir hryðjuverkamenn. Um tímamótadóm er að ræða þar sem aldrei fyrr hefur verið dæmt eftir þessum lagabókstaf, sem var tek- inn í lög árið 2006. Bræðurnir sem eru 24 og 19 ára gamlir hafa búið í Danmörku í 16 ár og eru danskir ríkisborg- arar, búsettir í Árósum. Sá eldri er dæmdur fyrir að hafa sótt æfinga- búðir Al-shabaab hryðjuverkasam- takanna rétt utan við Mógadisjú í Sómalíu í fyrravetur, en hinn er dæmdur samsekur fyrir að hafa stutt bróður sinn bæði fjárhags- lega og andlega. Sá eldri, sem hefur setið í gæslu- varðhaldi í tíu mánuði, hafnar málatilbúnaðinum og segist hafa verið í Sómalíu að heimsækja skyldmenni. Bræðurnir hafa báðir áfrýjað dómnum. - þj Tveir danskir bræður urðu þeir fyrstu til að fá dóm fyrir hryðjuverkaþjálfun: Tímamótadómur í Danmörku FRÁ ÁRÓSUM Tveir danskir bræður af sómölskum uppruna voru í gær dæmdir í héraðsdómi í Árósum fyrir að hafa sótt þjálfun fyrir hryðjuverkamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS SLYS Talið er að eldri og reyndari fallhlífarstökkvarinn sem lést í slysi í Flórída á laugardag, hafi reynt að koma hinum yngri til bjargar í stökkinu. Mennirnir lét- ust báðir þegar þeir skullu til jarð- ar, en aðalfallhlífar þeirra opnuð- ust ekki og varabúnaðurinn ekki fyrr en of seint. Lögreglan í Tampa í Banda- ríkjunum rannsakar enn tildrög slyssins, en fram kom í fjölmiðl- um vestanhafs í gær að ekkert benti til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan rann- sakar meðal annars efni úr mynd- bandsupptökuvél sem annar fall- hlífarstökkvarinn var með á hjálmi sínum. Mennirnir voru báðir íslenskir og hluti af fallhlíf- arklúbbnum Í frjálsu falli, sem skipulagði ferðina til Bandaríkj- anna. Hjörtur Blöndal, formaður klúbbsins, sagði í samtali við Rík- isútvarpið í gær að hópnum hafi verið boðin áfallahjálp á sunnu- dag, en hún hafi verið afþökkuð. Þau hafi haldið góðu sambandi við fjölskyldur hinna látnu á Íslandi og að ákvörðun hafi verið tekin um að halda kyrru fyrir á Flórída og halda áfram að stökkva. „Það er það sem Andri og Örvar hefðu viljað,“ sagði Hjörtur í sam- tali við Ríkisútvarpið. Mennirnir sem létust hétu Andri Már Þórðarson, 25 ára, og Örvar Arnarson, 40 ára. Báðir ókvæntir og barnlausir. Andri var í námi hjá Örvari. - sv Lögreglan skoðar myndband úr öryggishjálmi annars stökkvarans: Reyndi að bjarga nemanum ÖRVAR ARNARSSON ANDRI MÁR ÞÓRÐARSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.