Fréttablaðið - 26.03.2013, Page 10
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR |
Ég geri ráð
fyrir því að
fólkið sem var
þarna líka muni
hafa uppi
einhverjar
aðgerðir og
síðan muni þetta
fljóta sína leið.
Guðjón Skarphéðinsson
Við
erum orðin
mjög þreytt.
Erla Bolladóttir,
einn sakborninga
í Guðmundar- og
Geirfinnsmálunum
Líka hversu grimmdarlegum aðferðum
var beitt við rannsókn málsins. Pabbi var í
rúm fjögur ár í gæsluvarðhaldi og af þeim í
rúm tvö ár í einangrun.
Hafþór Sævarsson,
sonur Sævars Ciesielski
1974 1975 1977 1980 1997 1999 2000 2009 2011 2013
27. janúar 1974
Guðmundur
Einarsson
hverfur
HREIN SNILLD
Í ELDA-
MENNSKUNA
EKKERT MSG!
ENGIN TRANSFITA
!
ENGIN LITAREFNI!
19. nóvember 1974
Geirfi nnur Einarsson
hverfur
20. desember 1975
Erla fyrst yfi rheyrð
vegna hvarfs Guð-
mundar
22. júní 2000
Endurupptöku-
beiðni Erlu
hafnað
19. desember 1977
Dæmt í málinu í
sakadómi
Reykjavíkur
22. febrúar 1980
Dæmt í málinu í
Hæstarétti
15. júlí 1997
Fyrri endur-
upptökubeiðni
Sævars hafnað
18. mars 1999
Seinni endur-
upptökubeiðni
Sævars hafnað
1. maí 2009
Tryggvi Rúnar
Leifsson lést
12. júlí 2011
Sævar Marinó
Ciesielski lést
7. október 2011
Starfshópur um
Guðmundar- og
Geirfi nnsmál skip-
aður af innanríkis-
ráðherra
25. mars 2013
Skýrsla starfs-
hópsins kynnt
almenningi
„Ég get ekki mikið sagt þegar svona stórmenni
komast að þessari niðurstöðu og er því í vandræðum
með að mótmæla þeim,“ segir Guðjón Skarphéðins-
son, sóknarprestur á Staðastað. Hann sat í fjögur og
hálft ár í fangelsi fyrir aðild sína að Geirfinnsmálinu.
Í skýrslu nefndarinnar segir að það sé hafið yfir
allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns,
bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið falskur.
Spurður hvort til greina komi að sækja bætur
fyrir vistina á Kvíabryggju, segist Guðjón ekki vera
kominn svo langt í lífinu að vera búinn að ákveða
það.
„Ég kann ekkert á peninga, en er það ekki venjan
að mál fari einhverja svoleiðis leið? En ég get svo
sem ekkert sagt um hvenær eða hvernig ég geri það.
Ég er ekki með neinn lögfræðing, hann er dáinn og
bróðir hans sem síðan varð lögfræðingurinn minn
er líka dáinn, svo ég þori varla að biðja þann þriðja,“
segir Guðjón. „Ég geri ráð fyrir því að fólkið sem var
þarna líka muni hafa uppi einhverjar aðgerðir og
síðan muni þetta fljóta sína leið.“
Guðjón segir það ekki nýjar fregnir að framburður
hans í málinu á sínum tíma hafi verið falskur, en
hann efast um að hann muni lesa skýrsluna. „Ég hef
enga ástæðu til að lesa þessa skýrslu, ég hef hana
ekki undir höndum og þótt ég fengi hana efast ég
um að ég myndi nenna að lesa hana.“ - sv
➜ Sat í fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir
vitnisburð sem nefndin metur falskan
Íhugar að sækja bætur
GUÐJÓN SKARP-
HÉÐINSSON
Erla Bolladóttir, einn sak-
borninga í Guðmundar- og
Geirfinnsmálunum, segir að
niðurstaðan í skýrslu starfs-
hóps innanríkisráðherra hafi
ekki komið sér á óvart: „En ég
gaf mér ekkert fyrirfram. Ég
vonaðist eftir svona niðurstöðu.
Þetta er mjög gleðileg niður-
staða fyrir sakir réttlætisins.“
Aðspurð um þær leiðir sem
starfshópurinn leggur til í
framhaldi af rannsókninni segir
Erla að hún hafi ekki skoðað
þær niður í kjölinn. „Mér
fyndist, miðað við það sem
hefur verið lagt í málið til að ná
þessari niðurstöðu, að þá væri
ekki annað sæmandi en að
stjórnvöld tækju þetta alla leið.
Ég held að það sé vænlegra
en að við færum enn og aftur
af stað. Við erum orðin mjög
þreytt,“ segir Erla.
- þeb, shá
➜ Gleðilegt fyrir réttlætið
Stjórnvöld eiga
að fara alla leið
ERLA
BOLLADÓTTIR
Hafþór Sævarsson, lögfræðinemi
og sonur Sævars Ciesielski, segir
það frábært að loksins sé komin
viðurkenning frá hinu opinbera á
því að játningar sakborninganna
voru merkingarlausar. „Líka
hversu grimmdarlegum aðferðum
var beitt við rannsókn málsins.
Pabbi var í rúm fjögur ár í gæslu-
varðhaldi og af þeim í rúm tvö ár
í einangrun. Það er grafalvarlegt
mál og sorglegt að hann sé ekki
hérna hjá okkur. Ég er hins vegar
ánægður með að hans barátta
skilaði árangri.“
- þeb, shá
➜ Sorglegt að Sævar sé ekki hér
Barátta pabba
skilaði árangri
HAFÞÓR SÆVARSSON
10
SKÝRSLA STARFSHÓPS UM GUÐMUNDAR- OG GEIRFINNSMÁL