Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 11

Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 AFSLÁTTUR AF ELDSNEYTI Í DAG! N1 KORTHAFAR FYLLA Á BÍLINN OG BAUKINN Í DAG N1 korthafar um allt land fylla á tankinn og bæta í sparibaukinn um leið í dag því þeir fá 8 kr. afslátt af eldsneytislítranum.* Þessu til viðbótar safna N1 korthafar að sjálfsögðu jafn mörgum punktum og venjulega en einn punktur jafngildir einni krónu í öllum viðskiptum við N1. *A thug ið að hefð b und in afsláttarkjö r b æ tast ekki o fan á sértilb o ð d ag sins WWW.N1.IS MEIRA Í LEIÐINNI 8 KR. „Það voru mistök að sakfella þessa ein- staklinga,“ segir Gísli Guðjónsson réttarsál- fræðingur, sem vann að málinu með starfs- hópnum og skrifaði heilan kafla í skýrsluna ásamt Jóni Fr. Sigurðssyni. Gísli hefur unnið að yfir þúsund málum þar sem hann hefur þurft að leggja mat á sannleiksgildi vitnisburða í sakamálum. Hann segist aldrei hafa lagt eins mikla vinnu í neitt mál og þetta. Þá segir hann jafnframt að Guðmundar- og Geirfinnsmálin séu einstök á heimsvísu, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi sakborn- ingarnir sættu gæsluvarðhaldi. Það eigi sér enga hliðstæðu, nema þá helst í Guantanamo Bay-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu. Gísli segir að þegar hann hafði farið í þaula yfir öll gögn málsins hafi hann ekki verið í nokkrum vafa um þá niðurstöðu að lítið mark væri takandi á vitnisburðum sakborninganna. Hluta af ástæðunni segir hann vera þá að íslenska réttarkerfið hafi einfaldlega ekki ráðið við svo flókið mál. „Málið var svo flókið að íslenska kerfið réð ekki við það. Þess vegna var fenginn þýskur sérfræðingur [Karl Schütz] til aðstoðar. Ég held að það hafi skemmt málið að fá hann inn í þetta. Það er greinilegt að hans skoðun var sú að þessir einstaklingar væru allir sekir og að hann þyrfti að ná fram játningu.“ - sh ➜ Sakfellingin mistök, segir einn reyndasti réttarsálfræðingur heims Hvergi nema í Guantanamo Bay GÍSLI H. GUÐJÓNSSON „Mér finnst eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu ríkissaksóknara, það er sá farvegur sem menn hljóta að horfa til núna,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, um leiðirnar þrjár sem starfshópurinn leggur til í skýrslu sinni að hægt sé að fara í kjölfarið. „Í öðru lagi hljóta menn að bíða eftir því hver vilji hinna sakfelldu sjálfra er– hvort þeir vilja hafa frum- kvæði að málinu. Og í þriðja lagi, reynist þær leiðir torsóttar, hljótum við að íhuga hitt– sem er lagafrum- varpsleiðin.“ Ögmundur áréttar að hópurinn telji eðlilegt að framhald verði á málinu. „En hvort sem svo verður þá tel ég að þessar lyktir núna marki að mörgu leyti tímamót fyrir þá sem hlut eiga að máli.“ Ögmundur segir að lögreglu- og fangelsisyfirvöld munu nú fá skýrsluna í hendur til yfirferðar, í því skyni að kanna hvort brotalamirnar sem afhjúpast í skýrslunni hafi allar verið bættar síðan þá, eða hvort enn þurfi eitthvað að gera í kerfinu. - sh ➜ Ráðherra bíður Eðlilegt að bíða eftir saksóknara Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksókn- ari, segir að hún og fleiri saksóknarar við embættið muni nú leggjast yfir skýrslu starfshópsins og meta hvort tilefni sé til að taka málið upp aftur. Þau hafi þó ekki sett sér tímamörk í því sambandi. „Það er nú ýmislegt annað sem knýr dyra líka, en ætli við reynum ekki að vera tilbúin með eitt- hvað fljótlega eftir páska.“ - sh ➜ Saksóknari skoðar skýrsluna Eitthvað klárt fljótlega eftir páska ÖGMUNDUR JÓNASSON SIGRÍÐUR J. FRIÐJÓNSDÓTTIR Reynist þessar leiðir torsóttar, hljótum við við að íhuga hitt – sem er laga- frumvarpsleiðin Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Málið var svo flókið að íslenska kerfið réð ekki við það. Þess vegna var fenginn þýskur sérfræðingur [Karl Schütz] til að- stoðar. Ég held að það hafi skemmt málið að fá hann inn í þetta. Gisli Guðjónsson réttarsálfræðingur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.