Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2013, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 26.03.2013, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. mars 2013 | FRÉTTIR | 13 VEIÐIVÖTN Slasaðist á vélsleða Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis á sunnudag vegna vélsleða- slyss við Grænavatn í Veiðivötnum. Maður sem ók fram af hengju kvartaði undan verkjum og var illa áttaður. Þyrlan var komin á staðinn um klukkan 17.00. Flogið var beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent 17.40. SLYS Meðlimir Flugbjörgunar- sveitarinnar á Hellu björguðu tveimur unglingsstúlkum sem lent höfðu í sjálfheldu á Þríhyrn- ingi fyrir hádegi á mánudag. Stúlkurnar höfðu farið einar í gönguferð á fjallið þegar þær lentu í sjálfheldu í klettabelti og hringdu þá eftir aðstoð. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg gekk vel að komast að stúlkunum en björgunarmenn fóru upp í fjallið og komu að þeim ofan frá. Tryggðu þeir öryggi sitt og stúlknanna með línum áður en haldið var niður. Stúlkurnar voru ómeiddar þegar að var komið en þær voru að vonum skelkaðar eftir ævintýrið. - hó Björgunarveitir kallaðar út: Unglingsstúlkur í sjálfheldu JEPPAR Meðlimir Flugbjörgunarsveitar- innar á Hellu björguðu stúlkum úr sjálf- heldu á Þríhyrningi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur í tvígang komið upp um umfangsmikla kannabisræktun á höfuðborgar- svæðinu síðustu daga. Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa staðið að ræktun í íbúðarhúsnæði í austurborg Reykjavíkur þar sem lagt var hald á 160 plöntur og átta kíló af kanna- bisefnum. Ekki var búið í húsinu. Þá hefur karl á fimmtugsaldri játað ræktun í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi þar sem 125 plöntur voru teknar. Þar segir lögregla miklu hafa verið kostað til við að koma upp ræktuninni. - óká Lögregla upprætir kannabis: Hald lagt á 185 plöntur og átta kíló kannabiss PLÖNTUR Lögregla minnir á að í „fíkni- efnasímanum“ 800-5005 er tekið við nafn- lausum ábendingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ísrael skilar skattgreiðslum til Palestínu 1ÍSRAEL, AP Stjórnvöld í Ísrael ætla að hefja á ný greiðslur á skattfé til palestínskra stjórnvalda. Ísrealar hafa fryst greiðslurnar frá því Palestína fékk áheyrnaraðild að Sam- einuðu þjóðunum á síðasta ári. Ekki kom fram í yfirlýsingu Ben- jamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hversu háar upphæðir verða færðar til Palestínu. Ísrael innheimtir í hverjum mánuði skattgreiðslur sem nema um 100 milljónir banda- ríkjadala, sem samsvarar um 12,3 milljörðum króna, fyrir stjórnvöld í Palestínu. Flóttamenn fórust þegar báti hvolfdi við Jólaeyju 2ÁSTRALÍA Tveir fórust og tveir slösuðust lífshættulega þegar báti með 95 flóttamenn innanborðs hvolfdi undan ströndum Jólaeyju, sem tilheyrir Ástralíu. Skip áströlsku strandgæslunnar var skammt undan þegar bátnum hvolfdi og tókst skipverjum að bjarga öllum um borð. Mikið er um að flóttamenn frá Afganistan, Írak, Íran og Srí Lanka reyni að komast til Jólaeyjar, sem er nyrsta eyjan sem tilheyrir Ástralíu. Ekki hefur verið upplýst um þjóðerni þeirra sem voru í bátnum. HEIMURINN 1 2 3 3 INDLAND Gestir hópast að 40 metra hárri styttu af guðinum Búdda sem var vígð í garði í borginni Rabong á Norður-Indlandi, skammt frá landamærum Tíbet, í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.