Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 26. mars 2013 | SKOÐUN | 17 HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Ein helstu heilsufarsvandamál sem þekkt eru í hinum vestræna heimi, og þótt víðar væri leitað, eru vandamál tengd stoðkerfi okkar. Stoðkerfi er orð sem er notað um beinin, auk vöðva- og sinakerfi líkamans. Verkir og óþægindi frá þessum svæðum er einna algengast að valdi veikind- um og fjarveru frá vinnustað. Það er því afar mikilvægt að reyna að draga úr álagi, hugsa um lík- amsbeitingu okkar og vinna með skipulegum hætti gegn aðstæð- um sem geta haft slæm áhrif á stoðkerfið. Ein nálgunin er að framkvæma svokallað áhættumat starfa, sem á að gera reglubundið samkvæmt lögum og reglum um heilsu- og vinnuvernd, en þannig er mögu- legt að nálgast vandamálin, greina þau og vinna að úrbótum. Það er þó ekki það eina sem er mikilvægt því einstaklingarnir sjálfir eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að koma í veg fyrir veikindi tengd þessum svæðum. Áhættuþættir tengdir stoðkerfa- einkennum eru offita og yfirvigt, hreyfingarleysi og lélegt þjálf- unarástand auk vinnuumhverf- isþátta. Mjóbaksverkir eru afar algeng- ir og geta verið margvíslegir, allt frá vægum óþægindum til snarpra verkja sem geta leitt niður í annan eða báða fætur. Þeir geta komið skyndilega við átök eins og að lyfta eða bogra, en einnig við slys. Slíkir verkir geta orðið krónískir ef verkirnir hafa staðið lengur en þrjá mánuði samfleytt. Þá geta mjóbaksverkir þróast við ranga líkamsbeitingu eins og við setu eða langar stöður, við burð og rangar æfingar. Ekki má gleyma að ýmsir sjúkdómar og kvillar geta einnig valdið slík- um óþægindum og verkjum, en helst ber að nefna slit og bólgu- sjúkdóma, þrengingar í mænu- gangi, liðskrið og svo auðvitað beinþynningu og möguleikann á krabbameini sem oftast er í formi meinvarpa. Besta leiðin Í þeim tilvikum þar sem um áverka er að ræða og verkir eru mjög miklir eða einkenni eru frá fleiri líffærakerfum en bakinu er ráðlegt að leita læknis sem fyrst. Sérstaklega ef um er að ræða truflun á þvaglátum eða hægða- losun, en slíkt bendir til mögu- legs þrýstings á taugarætur eða jafnvel mænu og mænusekk og þarfnast frekari skoðunar. Það sem í daglegu tali er kallað þursabit getur framkallað mikil óþægindi og jafnvel valdið því að viðkomandi einstaklingur á erfitt með að hreyfa og athafna sig. Hið sama gildir um brjósklos, sem er þrýstingur á taugarót eða mænu, og í flestum tilvikum veld- ur leiðniverk niður í þann fót eða á það svæði sem taugin sinnir. Mikilvægt er að greina vel á milli þessara tveggja algengu vanda- mála þar sem meðferð er ekki sú sama og getur þurft að fram- kvæma aðgerð hjá þeim sem þjást af slæmu brjósklosi. Algengast er þó, og sömuleiðis talin besta leiðin, að nota sjúkraþjálfun, bólgueyðandi lyf og tækla orsök vandans sem getur verið fjölþætt. Yfirleitt er sjúklingurinn vel mót- tækilegur, en þetta getur reynt á þolinmæðina og fæstir vilja kveljast að óþörfu og getur það leitt til togstreitu og ofmeðhöndl- unar en það er vel þekkt í dag að of oft hafi verið gripið til aðgerð- ar vegna bakverkja. Virk forvörn Greiningarúrræði eru margvís- leg, allt frá hefbundinni læknis- skoðun að flókinni myndvinnslu. Hið merkilega er þó að í flestum tilvikum bætir myndgreining- in litlu við áætlaða meðferð og hefur fyrst og fremst í för með sér aukinn kostnað, þó hún eigi sannarlega rétt á sér og þurfi að vera til staðar þegar skipu- leggja skal aðgerð eða flóknari meðferðir. En í flestum tilvik- um dugir einföld læknisskoðun til að átta sig á vandanum og þá er einnig vel þekkt að einkenni lagast oftar en ekki einfaldlega af sjálfu sér, eða með minniháttar aðstoð. Rannsóknir sýna að við einföldum bakverkjum ætti að hvílast sem minnst, frekar reyna að hreyfa sig og draga þannig úr bólgum og einkennum, og teygjur og styrkjandi æfingar geta gert gæfumuninn. En sökum þess hversu algengir mjóbaksverkir eru og í raun tímafrekur vandi sem ekki er til nein töfralausn á hafa komið fram fjölmargar með- ferðir sem margar hverjar eru góðar og gildar. Aðalatriði er að greiningin sé rétt og að viðkom- andi einstaklingur fái viðeigandi meðferð og endurmat nái hann ekki bata innan þess tímaramma sem þykir eðlilegur. Best af öllu er þó að stunda virka forvörn gegn vandamálum sem þessum með því að halda sér í kjörþyngd, hreyfa sig reglubundið og stunda rétta líkamsbeitingu við vinnu hvort heldur sem það er erfiðis- vinna eða sitjandi við skrifborð. Mjóu bökin Best af öllu er þó að stunda virka forvörn gegn vandamálum sem þessum með því að halda sér í kjörþyngd, hreyfa sig reglubundið og stunda rétta líkamsbeitingu við vinnu hvort heldur sem það er erfiðisvinna eða sitjandi við skrifborð. Í Morgunblaðinu 28. febrú- ar sl. skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður grein sem hún nefnir Frestun mennta- stefnu og tíundar tillögur frá fundi Samtaka atvinnu- lífsins. Þar sagði að efla þyrfti menntun, rannsókn- ir og nýsköpun. Hún rifjar líka upp gamlar tillögur um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að efla skuli iðn- og verknám til að draga úr brotthvarfi frá námi. Þingmaðurinn segir til- lögurnar ekki nýjar því unnið hafi verið að þeim í ráðherratíð sinni. Hún segir það mikil mistök hjá ríkisstjórninni að fresta gildis- töku mikilvægasta hluta laganna til 2015 sem gangi einmitt út á efla iðn- og starfsnám, stytta námstím- ann og minnka brotthvarf úr námi. Ákvæði um nýbreytni Í þeim hluta laganna sem skotið var á frest eru tilgreind ákvæði um nýbreytni í námsmati, fimm daga lengingu starfstíma skóla, helstu tegundir lokaprófa, aðalnámskrá, námskrár og námsbrautalýsingar skóla, starfsgreinaráð og vinnu- staðanám. Þar eru engin markmið tilgreind um að efla iðn- og verk- nám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Enda segja lögin lítið um hvernig nemend- ur eigi að vera menntaðir við lok framhaldsskóla. Í lagafrumvörpun- um var valin sú leið að festa ekki niður lengd námstíma því hann geti verið breytilegur frá upp- hafi grunnskóla og til loka fram- haldsskóla. Um þessa nálgun hefur verið sátt enda í meira samræmi við skráða og óskráða skólastefnu hér á landi en einhliða inngrip í lengd námstíma til stúd- entsprófs. Þegar þingmaðurinn mælti fyrir lagafrum- vörpunum í ráðherratíð sinni kom fram að gildi stúdentsprófs yrði áfram óskorað. Áréttaði Alþingi að gæði þess yrðu ekki skert og það hefði áfram þá stöðu að veita aðgang að háskólanámi. Í vinnu starfsgreinaráða við að útfæra iðn- og verknám síðan ríkir ekki sú hugs- un að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til lokaprófs úr framhaldsskóla. En þegar kemur að námstíma til stúdentsprófs er vakin upp gamla tuggan um að stytting námstíma minnki brott- hvarf úr námi. Þessi fullyrðing hefur hvorki verið rannsökuð né studd rökum. Stytting námstíma er ófrjó kerfisumræða, hún er hvorki menntastefna né forgangs- mál í menntamálum. Gagnlegra er að standa með menntuninni í raun og veru í stað þess að kasta fram klisjum og fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í lögunum. Þessu má líkja við að atvinnulífið hafi dott- ið út 2008, og síðan þá ekki fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Nú hefur ASÍ tekið höndum saman við atvinnulífið við að móta menntastefnu fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar. Þingmaðurinn sér ekkert athuga- vert við að ASÍ og SA taki sér dag- skrárvaldið! En að hlusta á sér- fræðingana í skólunum nær ekki upp á pallborðið. Dýrar breytingar Framhaldsskólalögin fela í sér dýrar breytingar; kostnaður er áætlaður á bilinu 1,3-1,7 millj- arðar á verðlagi ársins 2008. Þeir fjármunir hurfu í efnahags- hruninu. Oft heyrist að lítill niður- skurður hafi orðið í framhalds- skólum landsins þar sem þeir séu hluti af velferðarkerfinu. Þá er vísað til hinnar margrómuðu for- gangsröðunar í ríkisfjármálum. Sú er ekki raunin og allt tal um að skólunum hafi verið hlíft er hrein blekking. Þetta veit fagfólk- ið í skólunum. Staðreyndir sýna svart á hvítu mikinn niðurskurð allt frá 2004/2005 sem hleypur á milljörðum. Afleiðingarnar eru sístækkandi námshópar, minni stuðningur við nemendur og víta- hringur slæmra starfsskilyrða svo að skólastarfið er komið í öng- stræti. Orsakir brotthvarfs frá námi eru flóknari en svo að skól- unum sé bara um að kenna. Mikilvægast að skila fénu Kennarasamtökin hafa aldrei litið á námstíma sem heilagt atriði. Þvert á móti hafa þau lengi haft þá áherslu að nemendum eigi að bjóðast möguleikar á að ljúka námi á mislöngum tíma og á mis- munandi aldri. Mikilvægast fyrir framhaldsskólana er að þeim verði skilað því fé sem hefur verið rifið innan úr þeim með niðurskurði á löngum tíma. Framhaldsskóli fyrir alla, fjölbreytt nám við hæfi, val- kostir og stuðningur er mun þýð- ingarmeira og miklu framar í for- gangsröðinni en einhliða áhersla á árafjöldann. Út úr þessari þröngu og ófrjóu hugsun þarf að komast. Framhaldsskólum ekki hlíft MENNTUN Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður Félags framhaldsskóla- kennara ➜ Þar eru engin markmið tilgreind um að efl a iðn- og verknám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Reykjavík 25. mars 2013. AÐALFUNDUR Félags tæknifólks í rafiðinaði verður haldinn að Stórhöfða 31 þann 3. apríl 2013 kl:17:00 Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 Opið í dag 7.00–18.15 Eigum nóg til af humri, sendum hvert á land sem er. (Hótel, veitingastaðir og mötuneyti. Vinsamlegast pantið í síma 777 2002) Ógleymanleg stund í innanríkisráðuneytinu Þegar ég kynntist Sævar fyrst var hann nýsloppinn úr fangelsi og sýndi mér næstum feimnislega skjalabunka sem hann var byrjaður að safna í. „Ég ætla nefnilega að sanna sakleysi mitt,“ sagði hann. Hann náði ekki að lifa það sjálfur, ekki frekar en Tryggvi Rúnar Leifs- son, annar sakborninganna sem látinn er. En að börnin þeirra og aðrir ástvinir fái loksins að upplifa svolítið réttlæti, það er ósegjanlega dýrmætt. Loksins er þessari gömlu martröð létt af þjóðinni. http://blog.pressan.is/illugi/ Illugi Jökulsson AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.