Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2013, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 26.03.2013, Qupperneq 25
FERÐAHÝSI ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Kynningarblað Hjólhýsi, fellihýsi, húsbílar, tjaldvagnar, heimasmíði, reynslusögur og góð ráð. Aukahlutaverslun ok kar er sú stærsta á landinu og hafa viðskiptavinir haft á orði að hún standist samanburð við álíka verslanir erlendis,“ segir Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Víkurverks í Víkurhvarfi 6. Hann segir úrval aukahluta í versluninni mjög mikið, og má þar nefna borð, stóla og annan vinsælan viðlegu- búnað. „Þau hafa til dæmis sleg- ið í gegn O-grillin síðastliðin þrjú ár. Hönnun þeirra er einstaklega vel heppnuð en grillin hafa feng- ið hönnunarverðlaun fyrir útlit og notagildi,“ segir Arnar og bætir við að grillin séu fyrirferðarlítil og henti því vel í ferðavagna sem og heima. Grillin eru að sögn Arnars fljót að hitna og hitna jafnt. „Allir sem hafa keypt O-grill eru á einu máli – þetta eru snilldar grill.“ Nýjungar í ár Víkurverk er ávallt vakandi fyrir nýjungum og f lytur inn vörur sem henta þörfum viðskipta- vina á hverjum tíma. Sem dæmi um nýjung í ár má nefna Sprite – lítil og létt tveggja rúma hjólhýsi. „Þau henta vel fyrir þá sem eru með minni bíla. Húsin eru lítil að utan en stór að innan, rúmgóð og vel skipulögð,“ lýsir Arnar en hjól- hýsin fást í tveimur gerðum til að byrja með. Húsin eru búin ríku- legum staðalbúnaði. „Þetta eru virkilega vel hönnuð hús og á frá- bæru verði,“ segir hann. Kúnninn hannar vagninn Víkurverk þjónustar afar breiðan viðskiptavinahóp. Ekki aðeins eru seldir nýir ferðavagnar því Víkur- verk tekur einnig notaða ferða- vagna í umboðssölu, en það er í dag stór hluti af starfsemi fyrir- tækisins. Þá sér Víkurverk einnig um tjaldvagnaleigu, meðal annars fyrir VR og fleiri verkalýðsfélög. Víkurverk selur tjaldvagna, felli- hjólhýsi, hjólhýsi og húsbíla. „Mjög algengt er að við tökum gamla vagninn upp í nýjan,“ segir Arnar og bendir á að þeir sem séu að byrja í ferðamennskunni kaupi oftast notuðu vagnana. „Þeir sem mestu reynsluna hafa í bransan- um og ætla að endurnýja ferða- vagninn panta nýjan á haustin og veturna,“ segir Arnar og bendir á að þannig geti viðskiptavinurinn hannað vagninn sinn að mörgu leyti sjálfur. Einnig getur Arnar þess að auðvelt er að fá lán vegna ferðavagnakaupa þannig að allir geta eignast sinn ferðavagn, nýjan sem notaðan. Arnar segir auðvelt að ferðast með hjólhýsi. Þó sé einnig orðið algengt að fólk kaupi sér stærri hús og fast- setji þau á sama stað yfir sumarið og jafnvel allt árið. Reynslumiklir viðgerðarmenn Verkstæði Víkurverks þjónustar allar gerðir ferðavagna ásamt því að annast standsetningu nýrra vagna. „Á verkstæðinu vinna miklir reynsluboltar og snilling- ar sem geta leyst nánast hvaða vandamál sem upp koma,“ segir Arnar. Verkstæðið annast öll inn- kaup á varahlutum fyrir umboð Víkurverks og almennar vara- hlutapantanir í aðrar gerðir vagna. Einnig annast verkstæðið allar almennar bílaviðgerðir, s.s. tíma- reimaskipti, bremsuviðgerðir og smurþjónustu. „Við höfum nýlega byrjað á þeirri nýjung að f lytja inn og festa dráttarbeisli á bíla,“ upplýsir Arnar og hlakkar til góðs ferðasumars. Víkurverk, allt í ferðalagið Starfsmenn Víkurverks hafa áralanga reynslu af þjónustu við fólk sem ferðast innanlands. Víkurverk leggur metnað sinn í að vera ávallt með gæðavörur í úrvali og þjónusta viðskiptavini sem best. Víkurverk selur hjólhýsi, fellihýsi, húsbíla og tjaldvagna og ýmsa aukahluti. Fyrirtækið tekur að sér sölu notaðra ferðavagna og rekur verkstæði fyrir allar gerðir ferðavagna. Víkurverk, að Víkuhvarfi 6, leggur metnað sinn í að vera ávallt með gæðavörur í úrvali og þjónusta viðskiptavini sem best. „Hobby eru vinsælustu hjólhýsin í heimi,“ segir Jóhannes Þórarinsson, innkaupastjóri Víkurverks sem fer með umboð á sölu Hobby-hjólhýsanna. Jóhannes segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við Hobby vegna fallegrar hönnunar og ekki síst nota- gildis. „Þeir sem kaupa Hobby vilja ekkert annað. Þeir kaupa Hobby aftur og aftur,“ segir hann. Að sögn Jóhannesar hefur það alltaf verið tak- mark Hobby að vera skrefi á undan öðrum og láta þannig draum fólks um fullkomið frí rætast. „Hobby hefur alltaf verið í fararbroddi varðandi nýjungar. Þeir voru fyrstir með galvaníseraða grind, fyrstir með salerni sem var losað utan frá og fyrstir til að hanna geymslu aftan á hjólhýsunum sem hægt var að opna utan frá,“ lýsir hann. Hobby skarar fram úr þegar kemur að hönn- un hjólhýsa og húsbíla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun frá fagaðilum og fagtímaritum. „Hobby Premium er algjörlega ný lína sem kom á markað árið 2012. Með Premium-línunni festir Hobby sig í sessi sem frumkvöðull í hönnun sem aðrir fram- leiðendur taka sér til eftirbreytni,“ segir Jóhann- es, en Hobby Premium hjólhýsin fengu evrópsku hönnunarverðlaunin annað árið í röð í fyrra. Íslendingar kjósa flestir þægindi á sínum ferða- lögum og æ fleiri festa því kaup á hjólhýsum. Jó- hannes segir þrjá af hverjum fjórum sem kaupa sér hjólhýsi á Íslandi kaupa Hobby. „Gæði, glæsi- leiki og gott verð einkenna Hobby-hjólhýsin,“ segir Jóhannes að lokum. Hobby – vinsælustu hjólhýsin Jóhannes Þórarinsson, innkaupastjóri Víkurverks, fyrir framan Hobby-hjólhýsi. MYND/PJETUR O-grillin hafa slegið í gegn síðastliðin þrjú ár.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.