Fréttablaðið - 26.03.2013, Síða 28
KYNNING − AUGLÝSINGFerðahýsi ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 20134
Í lok síðasta árs opnaði Útilegu-maðurinn glæsilega ferða- og útivistarverslun á Korputorgi.
Verslunin hafði um nokkurra
ára skeið haft aðsetur að Foss-
hálsi í Reykjavík en hefur nú að-
setur í mun stærri og glæsilegri
sýningarsal. Útilegumaðurinn
var opnaður árið 2007 og hefur
alla tíð lagt áherslu á gott vöruúr-
val, sanngjarnt verð og persónu-
lega þjónustu. Verslunin hlaut
mjög góðar viðtökur í upphafi og
segir Gunnar Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, nýja
húsnæðið enn hentugra fyrir við-
skiptavini enda nær svæðið nú
yfir 1.700 fermetra. „Útilegumað-
urinn selur gott úrval hjólhýsa,
fellihýsa og húsbíla frá traust-
um og þekkt-
um framleið-
endu m. Au k
þess bjóðum
við upp á úr-
vals t jöld og
ýmsan ferða-
búnað eins og skyggni, fortjöld,
mottur og fleira. Við kappkostum
að bjóða upp á gott úrval vara sem
henta ólíkum hópum. Þar sem úti-
sýningarsvæði er stórt og í alfara-
leið og er ætlunin að leggja aukna
áherslu á umboðssölu notaðra
ferðavagna.“
Traustir framleiðendur
Útilegumaðurinn býður upp á
hjólhýsi frá þremur þýskum fram-
leiðendum, Dethleffs, Knaus og
Weinsberg. Þorsteinn Garðars-
son, sölustjóri hjá Útilegumann-
inum, segir Dethleffs-hjólhýs-
in vera margverðlaunuð hjól-
hýsi og vera í hæsta gæðaflokki.
„Fyrirtækið hefur 80 ára reynslu
af framleiðslu hjólhýsa. Þau hafa
verið seld hérlendis í mörg ár og
reynst afar vel. Þessi hjólhýsi eru
mjög vel útbúin og hlaðin stað-
albúnaði. Þar má meðal annars
nefna AirPlus-loftdreifikerfi sem
kemur í veg fyrir að loft staðni í
innréttingum og AL-KO ATC-
stöðugleikakerfið sem kemur í
veg fyrir að húsið rási. Stöðug-
leikakerfið er gríðarlega mikil-
vægur öryggisbúnaður, ekki síst
á íslenskum vegum þar sem að
hvörf hafa myndast í vegi eða ef
bílstjóri þarf snögglega að sveigja
bifreiðina til. Einnig eykur ATC-
kerfið mjög öryggi í roki. Hjólhýs-
in eru auk þess mjög vel einangr-
uð og vandaður viður er í innrétt-
ingum.“
Hjólhýsin frá Dethleffs inni-
halda ALDE ofna- og hitakerfi eða
TRUMA-gasmiðstöð, rafmagns-
gólfhita, sjö hólfa Cold Foam lúx-
usdýnu í hjónarúmi sem aðlagast
líkamanum. Í öllum stærri hús-
unum er stór 175 lítra ísskápur
með frysti, stórri sóllúgu, 70 lítra
neysluvatnstanki ásamt 20 lítra
klósetttanki og álfelgur.
Þorsteinn segir hjólhýsin frá
Dethleffs sérstaklega vel ein-
angruð og bjóði upp á ALDE
lokað vatnshitakerfi sem hægt er
að keyra bæði á gasi og rafmagni.
„ALDE-kerfið er sérstaklega hent-
ugt fyrir þá sem nota hjólhýs-
in yfir veturinn og er þá hægt að
velja bæði gas eða rafmagn.“
Hjólhýsin frá Knaus hafa einnig
verið seld hérlendis í fjölda ára og
reynst vel. Þau hafa einnig hlotið
fjölda verðlauna að sögn Þorsteins.
„Knaus hefur smíðað hjólhýsi í yfir
fimmtíu ár og eru þau þekkt fyrir
lága bilanatíðni og fallega og stíl-
hreina hönnun. Útilegumaður-
inn býður upp á Knaus-hjólhýsin í
þremur útfærslum, Sport, Süd wind
og Südwind Exclusive.
Útilegumaðurinn býður einn-
ig upp á hjólhýsi frá Weinsberg
sem eru að sögn Þorsteins á góðu
verði en um er að ræða nýtt vöru-
merki hérlendis. „Weinsberg-hjól-
hýsin koma frá sömu verksmiðju
og Knaus. Þau hafa unnið til verð-
launa í f lokki fjölskylduvænna
hjólhýsa. Weinsberg-hjólhýsin
eru þægileg í drætti, hagkvæm og
endingargóð. Í stað íburðar leggur
Weinsberg áherslu á hagkvæm at-
riði sem gera lífið í hjólhýsinu ein-
falt og þægilegt.“
Úrval fylgi- og aukahluta
Útilegumaðurinn selur einn-
ig fellihýsi frá Rockwood og segir
Þorsteinn þau sérstaklega fram-
leidd eftir óskum fyrirtækisins.
„Þau henta því íslenskum að-
stæðum mjög vel. Fellihýsin hafa
meðal annars evrópskar þrýsti-
bremsur sem eru sömu tegund-
ar og eru í evrópskum hjólhýs-
um.“ Fellihýsin hafa að sögn Þor-
steins galvaníseraða grind, fjaðrir,
vandaðar springdýnur, sem hægt
er að hita upp ef húsið er tengt raf-
magni. „Einnig má nefna uppblás-
ið nefhjól, lás í beisli, öfluga viftu
í lofti, litað plast í gluggum, mark-
ísu, dýpri ísskáp með hillum í hurð,
gasúttak á hlið og margt fleira. Við
erum með húsbíla frá Dethleffs
og Weinsberg sem eru margverð-
launaðir hvor í sínum flokki. Ásamt
því að vera með þeim mest seldu í
Evrópu.“
Útilegumaðurinn selur auk
þess ýmsa fylgihluti í ferðavagna
að sögn Þorsteins. „Við seljum til
dæmis fortjöld og markísur frá Pro-
stor og fortjöld frá Blue Diamond.
Síðan erum við með sólarsellur frá
Global Solar í Ameríku sem eru
ljósnæmustu sellurnar á mark-
aðnum og þurfa aðeins birtu til að
hlaða. Einnig má nefna mikið úrval
af aukahlutum og smávöru tengda
ferðavögnum og útilegu almennt,
til dæmis tjöld, bakpoka, svefn-
poka, borð, stóla, kælitöskur og
kælibox. Einnig seljum við vinsælu
gasgrillin frá O-Grill, prjónavörur
frá Varma og gæðaskó frá Lomer.“
Nánari upplýsingar um vöru-
úrvalið hjá Útilegumanninum má
finna á www.utilegumadurinn.is.
Úrval ferðavagna á glæsilegu
sýningarsvæði á Korputorgi
Útilegumaðurinn hefur fært starfssemi sína í glæsilegt húsnæði á Korputorgi sem býr yfir stóru útisýningarsvæði. Fyrirtækið selur
vandaðar vörur og leggur áherslu á trausta þjónustu. Aukin áhersla verður lögð á umboðssölu notaðra ferðavagna.
Traust og góð þjónusta einkennir Útilegumanninn. Frá vinstri: Gunnar Jóhannsson framkvæmdastjóri, Sævar Davíðsson verslunarstjóri og Þorsteinn Garðarsson sölustjóri. MYND/GVA
Hjólhýsin frá
Dethleffs eru
sérstaklega vel
einangruð að
sögn Þorsteins
Garðarssonar
sölustjóra.
MYND/GVA