Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGFerðahýsi ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 20134 Í lok síðasta árs opnaði Útilegu-maðurinn glæsilega ferða- og útivistarverslun á Korputorgi. Verslunin hafði um nokkurra ára skeið haft aðsetur að Foss- hálsi í Reykjavík en hefur nú að- setur í mun stærri og glæsilegri sýningarsal. Útilegumaðurinn var opnaður árið 2007 og hefur alla tíð lagt áherslu á gott vöruúr- val, sanngjarnt verð og persónu- lega þjónustu. Verslunin hlaut mjög góðar viðtökur í upphafi og segir Gunnar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, nýja húsnæðið enn hentugra fyrir við- skiptavini enda nær svæðið nú yfir 1.700 fermetra. „Útilegumað- urinn selur gott úrval hjólhýsa, fellihýsa og húsbíla frá traust- um og þekkt- um framleið- endu m. Au k þess bjóðum við upp á úr- vals t jöld og ýmsan ferða- búnað eins og skyggni, fortjöld, mottur og fleira. Við kappkostum að bjóða upp á gott úrval vara sem henta ólíkum hópum. Þar sem úti- sýningarsvæði er stórt og í alfara- leið og er ætlunin að leggja aukna áherslu á umboðssölu notaðra ferðavagna.“ Traustir framleiðendur Útilegumaðurinn býður upp á hjólhýsi frá þremur þýskum fram- leiðendum, Dethleffs, Knaus og Weinsberg. Þorsteinn Garðars- son, sölustjóri hjá Útilegumann- inum, segir Dethleffs-hjólhýs- in vera margverðlaunuð hjól- hýsi og vera í hæsta gæðaflokki. „Fyrirtækið hefur 80 ára reynslu af framleiðslu hjólhýsa. Þau hafa verið seld hérlendis í mörg ár og reynst afar vel. Þessi hjólhýsi eru mjög vel útbúin og hlaðin stað- albúnaði. Þar má meðal annars nefna AirPlus-loftdreifikerfi sem kemur í veg fyrir að loft staðni í innréttingum og AL-KO ATC- stöðugleikakerfið sem kemur í veg fyrir að húsið rási. Stöðug- leikakerfið er gríðarlega mikil- vægur öryggisbúnaður, ekki síst á íslenskum vegum þar sem að hvörf hafa myndast í vegi eða ef bílstjóri þarf snögglega að sveigja bifreiðina til. Einnig eykur ATC- kerfið mjög öryggi í roki. Hjólhýs- in eru auk þess mjög vel einangr- uð og vandaður viður er í innrétt- ingum.“ Hjólhýsin frá Dethleffs inni- halda ALDE ofna- og hitakerfi eða TRUMA-gasmiðstöð, rafmagns- gólfhita, sjö hólfa Cold Foam lúx- usdýnu í hjónarúmi sem aðlagast líkamanum. Í öllum stærri hús- unum er stór 175 lítra ísskápur með frysti, stórri sóllúgu, 70 lítra neysluvatnstanki ásamt 20 lítra klósetttanki og álfelgur. Þorsteinn segir hjólhýsin frá Dethleffs sérstaklega vel ein- angruð og bjóði upp á ALDE lokað vatnshitakerfi sem hægt er að keyra bæði á gasi og rafmagni. „ALDE-kerfið er sérstaklega hent- ugt fyrir þá sem nota hjólhýs- in yfir veturinn og er þá hægt að velja bæði gas eða rafmagn.“ Hjólhýsin frá Knaus hafa einnig verið seld hérlendis í fjölda ára og reynst vel. Þau hafa einnig hlotið fjölda verðlauna að sögn Þorsteins. „Knaus hefur smíðað hjólhýsi í yfir fimmtíu ár og eru þau þekkt fyrir lága bilanatíðni og fallega og stíl- hreina hönnun. Útilegumaður- inn býður upp á Knaus-hjólhýsin í þremur útfærslum, Sport, Süd wind og Südwind Exclusive. Útilegumaðurinn býður einn- ig upp á hjólhýsi frá Weinsberg sem eru að sögn Þorsteins á góðu verði en um er að ræða nýtt vöru- merki hérlendis. „Weinsberg-hjól- hýsin koma frá sömu verksmiðju og Knaus. Þau hafa unnið til verð- launa í f lokki fjölskylduvænna hjólhýsa. Weinsberg-hjólhýsin eru þægileg í drætti, hagkvæm og endingargóð. Í stað íburðar leggur Weinsberg áherslu á hagkvæm at- riði sem gera lífið í hjólhýsinu ein- falt og þægilegt.“ Úrval fylgi- og aukahluta Útilegumaðurinn selur einn- ig fellihýsi frá Rockwood og segir Þorsteinn þau sérstaklega fram- leidd eftir óskum fyrirtækisins. „Þau henta því íslenskum að- stæðum mjög vel. Fellihýsin hafa meðal annars evrópskar þrýsti- bremsur sem eru sömu tegund- ar og eru í evrópskum hjólhýs- um.“ Fellihýsin hafa að sögn Þor- steins galvaníseraða grind, fjaðrir, vandaðar springdýnur, sem hægt er að hita upp ef húsið er tengt raf- magni. „Einnig má nefna uppblás- ið nefhjól, lás í beisli, öfluga viftu í lofti, litað plast í gluggum, mark- ísu, dýpri ísskáp með hillum í hurð, gasúttak á hlið og margt fleira. Við erum með húsbíla frá Dethleffs og Weinsberg sem eru margverð- launaðir hvor í sínum flokki. Ásamt því að vera með þeim mest seldu í Evrópu.“ Útilegumaðurinn selur auk þess ýmsa fylgihluti í ferðavagna að sögn Þorsteins. „Við seljum til dæmis fortjöld og markísur frá Pro- stor og fortjöld frá Blue Diamond. Síðan erum við með sólarsellur frá Global Solar í Ameríku sem eru ljósnæmustu sellurnar á mark- aðnum og þurfa aðeins birtu til að hlaða. Einnig má nefna mikið úrval af aukahlutum og smávöru tengda ferðavögnum og útilegu almennt, til dæmis tjöld, bakpoka, svefn- poka, borð, stóla, kælitöskur og kælibox. Einnig seljum við vinsælu gasgrillin frá O-Grill, prjónavörur frá Varma og gæðaskó frá Lomer.“ Nánari upplýsingar um vöru- úrvalið hjá Útilegumanninum má finna á www.utilegumadurinn.is. Úrval ferðavagna á glæsilegu sýningarsvæði á Korputorgi Útilegumaðurinn hefur fært starfssemi sína í glæsilegt húsnæði á Korputorgi sem býr yfir stóru útisýningarsvæði. Fyrirtækið selur vandaðar vörur og leggur áherslu á trausta þjónustu. Aukin áhersla verður lögð á umboðssölu notaðra ferðavagna. Traust og góð þjónusta einkennir Útilegumanninn. Frá vinstri: Gunnar Jóhannsson framkvæmdastjóri, Sævar Davíðsson verslunarstjóri og Þorsteinn Garðarsson sölustjóri. MYND/GVA Hjólhýsin frá Dethleffs eru sérstaklega vel einangruð að sögn Þorsteins Garðarssonar sölustjóra. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.