Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 38
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Vegna útfarar Unnar Benediktsdóttur verða Meba/Rhodium í Kringlunni og Smáralind lokaðar í dag 26. mars frá kl. 12-15. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HILMARS KRISTJÁNS BJÖRGVINSSONAR lögmanns og fv. forstjóra Innheimtustofn unar sveitarfélaga, Fögrubrekku 27, Kópavogi. Rannveig Haraldsdóttir Haraldur Arason Helen Hreiðarsdóttir Björn Stefán Hilmarsson Laufey Fjóla Hermannsdóttir Valdimar Héðinn Hilmarsson barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA HALLDÓRSDÓTTIR Bragagötu 29, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. mars sl. Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 27. mars kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvæðamannfélagið Iðunni. Reynir Grímsson Kari Grimsby Lárus Halldór Grímsson Bára Grímsdóttir Chris Foster Helgi Grímsson Sigrún Sigurðardóttir Guðrún Sesselja Grímsdóttir Hermann Sæmundsson og barnabörn. Kærar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐLEIFS JÓHANNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild L-2 á Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun og hlýja nærveru sem hann varð aðnjótandi á meðan hann dvaldi þar. Snjólaug Sigurðardóttir Jóhann Sveinn Friðleifsson Íris Stefánsdóttir Sigurður Ingi Friðleifsson Brynhildur Bjarnadóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN EINARSSON fyrrverandi kennari, Hjarðarhaga 26, lést föstudaginn 22. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. apríl, klukkan 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Margrétar Pétursdóttur, reikn. 512-14-401370, kt. 530511-0140. Hulda Hjörleifsdóttir Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Jón Sigurðsson Hjörleifur Sveinbjörnsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ágústa Sveinbjörnsdóttir Magnús S. Magnússon Árný Erla Sveinbjörnsdóttir Össur Skarphéðinsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI EINAR GESTSSON Hlaðbæ 10, Reykjavík, andaðist á líknardeildinni í Kópavogi 11. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðbjörg Margrét Sigurðardóttir Jóhannes Guðnason Sigríður Sigurðardóttir Guðmundur Hákon Guðnason Guðrún Sigurbjörg Guðmundsdóttir Egill Guðnason Sjöfn Guðnadóttir Snorri Hermannsson Stefanía Hrönn Guðnadóttir afabörn og langafabörn. Innlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HELGA JÓNSSONAR frá Reykjanesi, Hlíðarvegi 29, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans fyrir kærleiksríka og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, María Jónsdóttir María Haraldsdóttir Sigurlaug E. Rögvaldsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, BJARKAR KRISTINSDÓTTUR Þorláksgeisla 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á kvenlækningadeild 21A fyrir einstaka alúð og umhyggju. Þröstur Þorvaldsson Kristinn Andri Þrastarsson Dagný Ingadóttir Sólveig Þrastardóttir Grétar Þór Sæþórsson barnabörn og systkini. Þökkum af alhug alla hlýju og vináttu við HALLDÓR ÓLAFSSON og okkur fjölskylduna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13G á Landspítalanum og vina og ættingja er heimsóttu hann. Guð blessi ykkur öll. Erla Björgvinsdóttir Hildur Halldórsdóttir Jónas Kristjánsson Ólafur Brynjar Halldórsson Halldór Jónasson Helga Jónasdóttir Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur, frændi og vinur, ÖRVAR ARNARSON Kambaseli 53, Reykjavík, lést af slysförum í Flórída, laugardaginn 23. mars. Útförin verður auglýst síðar. Örn Karlsson Ingibjörg Ósk Óladóttir Ingólfur Arnarson Áslaug Harðardóttir Þórhalla Arnardóttir Kolbeinn Guðjónsson og systkinabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR forvörður, Austurbrún 2, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurjón Þ. Ásgeirsson Hlynur V. Ásgeirsson Patricia Bono Þórunn H. Óskarsdóttir Sigurður A. Jónsson Hrafnkell S. Óskarsson Arndís Huldudóttir Margrét L. Óskarsdóttir Rúnar Salvarsson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, AUÐUR GARÐARSDÓTTIR Bárugötu 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 26. mars, kl.15.00. Jóhannes Bergsveinsson börn og barnabörn.. Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Tómas J. Knútsson kafari hefur bar- ist fyrir því um árabil að strendur landsins séu hreinsaðar og tekið þátt því sjálfur. Nú hefur hann fært úr kví- arnar og er kominn í undirbúnings- hóp frjálsra félagasamtaka sem ætla að standa fyrir hreinsunarátaki við strendur Miðjarðarhafsins. „Það var þannig mál með vexti að ég flutti fyrirlestur um Bláa herinn á ráðstefnu samtakanna Lets do it! sem haldin var í Lettlandi. Þegar ég var búinn að segja þeim frá starfinu hér og kynna Ísland fyrir þeim var ég beðinn um að koma í undirbúningshóp átaks sem hefur það að markmiði að virkja íbúa í löndunum sem umkringja Mið- jarðarhafið,“ segir Tómas, sem fékk það hlutverk að tengja Lets do it! og kafarasamtökin Padi. „Við stefnum á það að halda aðalhreinsunardag í sept- ember og vonandi gengur það eftir.“ Tómas hefur lengi haft áhuga á umhverfismálum. „Ég rak köfunar- fyrirtæki um tíma og ofbauð ruslið neðansjávar. Loks tók ég af skarið og stóð fyrir hreinsunarátaki sjálfur og sú vinna vatt upp á sig. Bæði fékk ég til liðs við mig fólk til að taka þátt í hreinsun stranda hér á landi og svo hef ég verið iðinn við það að minna sveitarfélögin á skyldu sína gagnvart umhverfinu. Og það er ekki hægt að segja annað en að þau hér á Reykjanesi hafi sýnt mér mikinn skilning,“ segir Tómas sem býr í Sand- gerði. - sbt Hreinsunarátak við Miðjarðarhaf í bígerð Tómas J. Knútsson, forsprakki Bláa hersins, vinnur nú að því að setja hreinsunarátak á laggirnar sem hefur það að markmiði að hreinsa strendur Miðjarðarhafsins. TÓMAS J. KNÚTSSON Undirbýr hreinsun Miðjarðar- hafsstranda. MYND /HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Félagasamtökin Blái herinn sem Tómas J. Knútsson stofnaði árið 1995 hefur sinnt margvíslegum umhverfisverkefnum. Meðal annars: ■ Skipulagt og framkvæmt yfir 80 hreinsunarverkefni í nokkrum sveitar- félögum á landinu. ■ Tekið þátt í nokkrum tugum fyrirlestra um umhverfismál. ■ Heimsótt tugi leikskóla, grunnskóla og fjölbrautarskóla og haldið bæði fyrir- lestra og sýnt sjávardýr til fróðleiks fyrir yngstu kynslóðirnar. ■ Rætt við alla umhverfisráðherra frá því að embættið var stofnað og barist fyrir grænni byltingu og sjálfbærni á Íslandi. ■ Hreinsað yfir 1000 tonn af alls kyns rusli og drasli úr umhverfi okkar, aðal- lega sjávarströndinni, opnum svæðum og höfnum landsins. Þar af eru um 100 tonn af rafgeymum sem safnað hefur verið og lágu bak við verkstæði,úti í móa eða annars staðar (888 tonn af 1.000 tonnum koma úr landi Reykja- nesbæjar). ■ Komið því til leiðar að nokkur verk- stæði safna nú rafgeymum í viður- kennd ílát frekar en að rafgeymar liggi eins og hráviði um allar trissur. ■ Hefur hreinsað af hafsbotni yfir 300 dekk og 100 rafgeyma. Heimild: blaiherinn.is Blái herinn 18 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.