Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 40

Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 40
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Álfrúnar Pálsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. lítill, 6. tveir eins, 8. kk. nafn, 9. fuglahljóð, 11. verslun, 12. ávítur, 14. ofsareiður, 16. komast, 17. sjáðu, 18. hnoðað, 20. frá, 21. skjóla. LÓÐRÉTT 1. skrifa, 3. skóli, 4. fljótsbakka, 5. bók, 7. fífla, 10. erfiði, 13. stígandi, 15. skúr, 16. gogg, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. smár, 6. kk, 8. ari, 9. rop, 11. bt, 12. ákúra, 14. klikk, 16. ná, 17. sko, 18. elt, 20. af, 21. fata. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. ma, 4. árbakka, 5. rit, 7. kokkála, 10. púl, 13. ris, 15. kofi, 16. nef, 19. tt. Ég er ósýnilegur! Óóó... sýnilegur! Hm? Hver sagði það? Ingen sér mig! Er einhver þarna? Adios aular! Ég útskrifa mig sjálfur! Furðulegt! Ég er viss um að ég heyrið ein- hverja rödd! Nei! Neei! Ósýnilegur! Rauði hnappurinn... koma svoo! Í síðustu viku eyddi ég nokkrum afbragðs-góðum túristadögum í Skotlandi. Það er nú varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Skotland kom mér skemmti- lega á óvart. Ég sá ekki einn einasta mann í skotapilsi en bruggaði mitt eigið viskí. Ég fékk að fylgjast með landsliðsæfingu Skota í knattspyrnu. Mér var sagt að þeir væru eins og við, vanari að tapa en vinna lands- leiki. Þrátt fyrir að taka á móti mér með hvítum snjóflygsum og köldu roki þegar ég bjóst við að vera á leiðinni í smá vor- stemningu náðu Skotarnir sjálfir að hlýja mér með almennilegheitum. Glaðlyndir og kurteisir upp til hópa, eiginlega þannig að kaldi Íslendingurinn vissi ekki hvernig við ætti að bregðast á köflum. BÚÐASTARFSMENN tóku á móti mér með bros á vör og splæstu iðulega í kveðjuna „Sæl góða mín, hvernig hefurðu það í dag?“ Þegar fullkomlega ókunn- ugur einstaklingur vill vita hvernig þér líður er ekki annað hægt en svara með góðu brosi og jákvæðn- ina að vopni. Götusalinn á horninu vinkaði og brosti án þess að reyna að selja mér eintak, þrátt fyrir bítandi kuldann í gráum hversdeginum. MERKILEGUST þótti mér samt skiltamenn- ingin í Skotlandi. Aðvörunarskilti eru ein- staklega kurteisleg og gildir þá einu hverju þeim er ætlað að banna. Hver mundi voga sér að kveikja sér í sígarettu inni í leigu- bíl þegar búið er að koma notalegu skilti fyrir við hurðina þar sem stendur „Okkur þætti vænt um ef farþegar myndu láta það vera að kveikja sér í sígarettu í þessum bíl. Takk kærlega fyrir.“ Í lyftunni á hótel- inu var svipað skilti sem greindi frá því að reykingar innan veggja hótelsins væru ekki leyfðar, nema viðkomandi vildi borga mörg pund fyrir. „Við minnum á að ef þú kveikir þér í sígarettu inni á hótelinu gæti það orðið dýrasta sígaretta lífs þíns því þá neyðumst við til að rukka þig um 150 pund. Það er því best fyrir þig að láta það vera.“ ÓSJÁLFRÁTT fór ég að hugsa um aðvörunarskiltin hérna heima og áttaði mig á því að þau búa öll yfir frekjuleg- um undirtóni miðað við vinalegu skosku skiltin. „Reykingar bannaðar.“ „Bannað að leggja.“ „Akstur bannaður.“ „Slökktu á farsímanum.“ Miðað við skosku skiltin, sem eru eiginlega eins og vinsamleg til- mæli, verða íslensku skiltin bara að leið- inlegum skipunum þegar þau eru lesin upphátt. Kannski færri myndu stelast til að leggja í fatlaðrastæði við Kringluna ef skilaboðin væru á þessa leið: „Kæri viðskiptavinur, okkur þætti vænt um að þú sýndir þá kurteisi að skilja þetta stæði eftir fyrir þá sem þurfa á því að halda, enda er styttra að innganginum héðan. Takk kærlega fyrir hugulsem- ina.“ Kurteisar aðvaranir FYRIR BÖRNIN EFTIR BÖRNIN Svona er dagskráin... Ó nei! Helgin er komin! VINNUMIÐLUN Ég vann síðast við ljósauppsetningar. Hvað ertu að gera? Ég er að hanna draumahúðflúrið mitt. Ég vil fá eitthvað hérna á bakið sem lýsir þeirri andlegu reynslu sem ég á svo erfitt með að tjá og túlka með orðum. Ég er að hugsa um logandi smáhunda, en þetta má ekki vera of augljóst. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af því. Loksins! Helgin er komin! Meðal efnis í blaðinu eru siðir og venjur, veislumatur, förðun, brúðkaupsmyndir ásamt ýmsu skemmtilegu tengdu brúðkaupinu. Tryggið ykkur pláss sem allra fyrst. Umsjón auglýsinga í Brúðkaupsblaðið eru: Elsa • s: 512-5427 • elsaj@365.is Jóna María • s: 512-5473 • jmh@365.is BRÚÐKAUPSBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS KEMUR ÚT MIÐVIKUDAGINN 27. MARS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.