Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 42

Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 42
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26 ➜ Wagner var frægur fyrir að pota í eiginkonur bestu vina sinna. Mathilde Wesendonck var ein þeirra, hann skrifaði þessa tónlist henni til heiðurs. „Þetta eru Wesendonck-söngvar Wagners sem ég ætla að syngja við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara. Afskap- lega falleg ljóð og tilfinningarík,“ segir Elsa Waage mezzo- sópran, spurð út í efnisskrá hádegistónleikanna í dag í Norðurljósasal Hörpu. Hún segir söngvaflokkinn eitt þekktasta tónverk Wagners fyrir utan óperurnar. „Wagner var frægur fyrir að pota í eiginkonur bestu vina sinna. Mathilde Wesendonck var ein þeirra, hann skrifaði þessa tónlist henni til heiðurs við ljóð eftir hana og undiraldan leynir sér ekki,“ lýsir Elsa og bætir við. „Það er ekki margt sem passar að syngja á undan og eftir Wesendonck-ljóðun- um, svo þau henta mjög vel á stuttum hádegistónleikum.“ Elsa kveðst hafa búið á Ítalíu í tæp tuttugu ár en flutt til Íslands rétt fyrir jólin 2011. „Ég átti ítalskan mann en missti hann sumarið 2009. Eftir það var ég ein með dóttur mína Júlíu á unglingsaldri og við ákváðum að flytja heim. Hún fór beint í menntaskóla og er í deild í MH þar sem hún fær kennslu á ensku,“ segir Elsa, sem segir þær mæðg- ur þó hafa viðhaldið íslenskunni með spunasögum meðan þær bjuggu úti. „Á kvöldin vorum við með spunasögur um sömu karakterana og þyrftum eiginlega að skrifa um þá bók,“ segir hún glaðlega. „Að hafa þurft að hugsa á hverjum degi pínulítið á íslensku það hefur hjálpað henni.“ Elsa nam fyrst söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur, við Tónlistarskólann í Reykjavík. Leið hennar lá til Amster- dam og síðar til Washington þar sem hún lauk BM-gráðu við Catholic University Of America. Hún byrjaði starfs- ferilinn vestanhafs en hefur sungið víða um heim á undan- förnum árum við góðan orðstír. Eitt af aðalhlutverkunum í Il Trovatore í Íslensku óperunni var í hennar höndum síðasta haust og var hún tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna fyrir frammistöðu sína. Tónleikarnir í Norðurljósasal Hörpu hefjast klukkan 12.15 í dag. Frítt er inn, í boði Íslensku óperunnar. Það finnst Elsu frábært. „Músíkin þyrfti að vera ókeypis fyrir alla sem oftast,“ segir hún. gun@frettabladid.is „Það var dálítið erfitt að velja uppáhaldslög úr þessu fimm kvölda prógrammi frá í fyrra, en við erum búin að komast að niður- stöðu og setja saman rosa flott prógramm,“ segir söngkonan Jana María um dagskrá tónleika sinna á Café Rosenberg í kvöld. Prógrammið sem Jana María er að vísa til var tónleikaröð í Salnum í fyrravetur undir nafninu Söng- fuglar en þar voru flutt þekktustu lög íslenskra dægurlagasöngv- ara. Jana María flutti ásamt Ívari Helgasyni og hljómsveit. Meðal flytjenda sem verður fjallað um í kvöld eru: Ellý Vil- hjálms, Ingibjörg Þorbergs, Helena Eyjólfs, Sigrún Jóns, Haukur Morthens, Alfreð Clausen, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Óðinn Valdimarsson. „Ívar er reyndar ekki með mér núna, ég verð bara ein, en það er aldrei að vita nema óvæntir leynigestir skjóti upp koll- inum á tónleikunum,“ segir Jana María. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar 2.000 krónur inn. - fsb Söngfuglar á Rosenberg SÖNGFUGLAR Jana María flytur íslensk uppáhaldslög á Café Rosenberg í kvöld. MYND: HEIÐA.IS Falleg og tilfi nninga- þrungin ljóð Elsa Waage mezzosópran syngur rómantísk ljóð í Hörpu í dag klukkan 12.15. Aðgangur er ókeypis í boði Íslensku óperunnar. ELSA WAAGE Músíkin þyrfti að vera ókeypis fyrir alla sem oftast,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Skannaðu kóðann til að sækja Appið. Millifærðu með hraðfærslum í Appinu Veldu hraðgreiðslur á upphafsskjámynd og smelltu á þekktan viðtakanda einn ..ENNEM M / S ÍA / N M 5 11 4 2 MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.