Fréttablaðið - 26.03.2013, Side 44
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 28
TÓNLIST ★★★★ ★
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Stjórnandi: James Gaffigan,
einsöngvari: Nadja Michael.
HARPA 22. MARS
Stundum er sagt að í óperuheim-
inum séu stórar raddir í miklum
umbúðum. Sumir óperusöngvarar
hafa oft verið dálítið búttaðir, en ég
er ekki frá því að það sé minna um
það í dag. Hið myndræna verður æ
stærri hluti af lífi okkar, samkeppn-
in er líka hörð. Áheyrendur gera æ
meiri kröfur um að söngvarar hljómi
ekki aðeins vel, heldur séu líka sætir.
Sópransöngkonan Deborah Voight,
sem átti að koma fram á tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar Íslands
á föstudagskvöldið, lenti á sínum
tíma í vandræðum út af sívaxandi
útlitskröfum. Hún þótti vera svo
feit að hún var rekin frá óperuhús-
inu Covent Garden. Þá fór hún í hjá-
veituaðgerð og grenntist um meira
en fimmtíu kíló.
Voight vakti mikla lukku á
Listahátíð fyrir nokkrum árum.
Tónleikarnir voru magnaðir. Ekki
aðeins var tónlistarflutningurinn
stórfenglegur, heldur var söng-
konan sjálf skemmtileg og sjarm-
erandi. Það geislaði af henni kátín-
an; hún reytti af sér brandarana og
maður skellihló. Margir hlökkuðu
því eflaust til að heyra hana aftur.
Því miður veiktist hún á síðustu
stundu og önnur söngkona hljóp í
skarðið. Það var Nadja Michael, en
hún söng annan kaflann af tveimur
úr óperunni Salóme eftir Richard
Strauss.
Michael var í hlutverki Salóme,
sem er stjúpdóttir Heródesar úr
Biblíunni. Salóme girnist Jóhannes
skírara, sem vill ekkert með hana
hafa. Hún hefnir sín með því að
láta hálshöggva hann. Óperan vakti
nokkra hneykslun á sínum tíma fyrir
guðlast og klám. Lokasenan fór sér-
staklega fyrir brjóstið á fólki. Þar lét
Salóme í ljósi ósiðlegar hugsanir um
leið og hún hélt á höfði Jóhannesar
og kyssti það. Tónlistin er þó snilld,
full af hrífandi laglínum og töfrandi
hljómum. Á tónleikunum var hún
prýðilega útfærð. Sjöslæðudansinn,
sem er án söngs, var stórglæsileg-
ur, bæði snarpur og litríkur. Söng-
ur Micahel í kaflanum á eftir var
líka magnþrunginn, tilfinninga-
ríkur og dramatískur. Þar sem ég
sat drukknuðu lágir tónar reyndar
í hljómsveitarleiknum, en hápunkt-
arnir voru sannfærandi, kraftmiklir
og heillandi.
Á tónleikunum var einnig leikin
Serenaða nr. 1 op. 11 eftir Brahms.
Hljómsveitarstjórinn James Gaff-
igan hélt þar vel um alla þræði.
Tónlistin virkaði áreynslulaus og
flæðandi. Unaðslegur skáldskap-
urinn skilaði sér til fulls í túlkun-
inni. Sérstaka aðdáun vakti hljóm-
fagur hornleikur, sem og himneskt
klarinettuspil. Hljómsveitin í heild
spilaði fallega, strengjahljómurinn
var almennt safaríkur og þéttur, og
annað var líka á sínum stað. Þetta
var ljúf stund. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Skemmtilegir
tónleikar með glæsilegri söngkonu.
Ósiðleg ópera
Gerð verður teiknimynd eftir sög-
unni Ótrúleg saga um risastóra
peru eftir Jakob Martin Strid sem
sló í gegn í heimalandinu Dan-
mörku og víðar. Nordisk Film
greindi frá þessari fyrirætlan í
gær og var haft eftir höfundinum
í Politiken að hann gleddist mjög
yfir þessum fréttum. Bókin féll
vel í kramið hjá íslenskum lesend-
um en hún kom út hjá JPV í fyrra
og seldist í um 2.000 eintökum, en
þess má geta að 20 þúsund eintök
seldust í Danmörku og 15 þúsund
í Noregi.
Í henni segir frá félögunum
Sebastían og Mitsú og ævintýra-
ferð þeirra í risastórri peru. Strid
sem er höfundur mynda og texta
mun ekki teikna fyrir bíómyndina
en verða höfundum hennar innan
handar við gerð hennar.
Stefnt er að frumsýningu mynd-
arinnar vorið 2015.
Risaperan
verður að
bíómynd
ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI
STÓRÞVOTTUR
FRAMUNDAN?
HAFÐU ÞAÐ FÍNT
NÚ ER ÞAÐ SVART
Ekkert jafnast á við
Neutral Storvask til
að komast til botns
í þvottakörfunni.
Hentar fyrir þvott
af öllu tagi.
Silkihönskum, ullarteppum
og dúnúlpum hæfir 30 til
40 gráðu þvottur í höndum
eða vél með Neutral Uld-
og finvask.
Neutral Sort vask varðveitir
svartan glæsileikann svo hann
tapi ekki lit sínum. Upplitað er
bara ekki í tísku þessa dagana.
Fyrir alla muni, ekki láta
þennan lenda í hvíta
þvottinum.
Létt er að flokka
litríka sokka.
NÚ ER ÞAÐ HVÍTT HALTU LÍFI Í LITUNUM
Ensímin í Neutral Hvid vask
losa þig við erfiða bletti og
óhreinindi. Það skilar sér í
björtum og hvítum þvotti.
Fljótandi Neutral leysist vel
upp og hentar því líka vel í
handþvottinn.
Settu svolítið af Neutral Color
í hólfið og njóttu þess að fá
þvott inn jafn litríkan úr vélinni
aftur. Þetta er kröftugt, þú
notar bara lítið af dufti í
hverja vél. Fljótandi Neutral
Color endist líka og endist.
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi
mælir með vörum frá Neutral
Dönsku astma- og
ofnæmissamtökin
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
N
AT
6
27
19
0
1.
20
13
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NEUTRAL.IS
Mýs og menn verður flutt í
Útvarpsleikhúsinu á föstudaginn
langa. Uppfærslan er frá árinu
1962 og fara þeir Lárus Pálsson og
Þorsteinn Ö. Stephensen með hlut-
verk þeirra George og Lennies,
farandverkamannanna sem flakka
saman á milli vinnustaða.
Steinbeck skrifaði leikritið sem
er tíður gestur á fjölum leikhúsa
heimsins.
Það hefur þrisvar verið sett á
svið í atvinnuleikhúsi á Íslandi.
Fyrst í Iðnó árið 1954, með Brynj-
ólfi Jóhannessyni og Þorsteini Ö.
Stephensen í aðalhlutverkunum,
síðan í Loftkastalanum árið 1998,
með Hilmi Snæ Guðnasyni og
Jóhanni Sigurðarsyni í hlutverk-
unum og nú er verkið á stóra sviði
Borgarleikhússins, þar sem Hilm-
ar Guðjónsson og Ólafur Darri
Ólafsson fara með hlutverkin.
Mýs og menn
frá 1962
JOHN STEINBECK Byggði á eigin
reynslu sem farandverkamaður þegar
hann skrifaði Mýs og menn.