Fréttablaðið - 26.03.2013, Page 46

Fréttablaðið - 26.03.2013, Page 46
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveit- in var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu. Vök, sem spilar melódíska raf- tónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaran- um, tölvumanninum og bakradda- söngvaranum Andra Má Enokssyni. Margrét Rán segir þau ekki hafa tekið þátt í Músíktilraunum með það fyrir augum að sigra. „Þetta var meira svona tilraunastarfsemi og að sjá hvernig við myndum spila á fyrsta gigginu. Við stofnuð- um hljómsveitina fyrir mánuði og keyrðum þetta bara í gang.“ Voruð þið ekki stressuð? „Það var alveg smá stress, eiginlega mikið stress en við ætluðum bara að hafa gaman af þessu og það tókst.“ Einsdæmi er að dúett vinni Mús- íktilraunir. Aðspurð segir Margrét Rán að þau hafi reyndar ætlað að fá gítarleikara til að spila með sér í keppninni en planið var samt allt- af að vera bara þau tvö vegna þess hversu vel þau vinna saman. Hún og Andri Már byrjuðu fyrir ári síðan að fikta við að spila tón- list en byrjuðu aldrei almennilega að semja saman fyrr en Músíktil- raunir nálguðust. Bresku hljóm- sveitirnar The xx og Alt-J eru í mestu uppáhaldi hjá þeim, ásamt Portishead. Margrét Rán, sem er 21 árs, var með hinum 24 ára Andra Má í Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði þangað til hún flutti sig um set yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún er á lista- braut. Hún er uppalin á Akra- nesi og hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt í Músíktil- raunum í öðrum dúett, Wipeout, sem spilaði háskólapönk-rokk. Sá sem var með henni í bandinu spil- aði á trommur og var enn yngri, eða bara ellefu ára. „Við komumst ekki upp úr undanúrslitunum. Við vorum svo hrikalega ung,“ segir Margrét Rán. Fyrir sigurinn í Músíktilraunum um síðustu helgi hlaut Vök meðal annars tuttugu hljóðsverstíma. „Við ætlum núna að demba okkur í að taka upp fyrsta lagið okkar á næstu dögum. Svo förum við von- andi í næsta mánuði að gera litla EP-plötu. Það er draumurinn.“ freyr@frettabladid.is Fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir Hljómsveitin Vök braut blað í sögu Músíktilrauna með sigri sínum um helgina. SIGURVEGARAR Andri Már Enoksson og Margrét Rán Magnúsdóttir eru í sigur- hljómsveit Músíktilrauna, Vök. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sigurhljómsveitir í Músíktilraunum með stelpur innanborðs hafa ekki verið margar í gegnum tíðina. Dúkkulísurnar settu tóninn með sigri sínum árið 1983 en ekki náði kvenþjóðin að fylgja honum eftir fyrr en Kolrassa krókríðandi vann 1992. Tólf ár liðu þangað til Mammút vann tilraunirnar með þrjár stelpur innanborðs. Það var svo 2010 sem Of Monsters and Men báru sigur úr býtum með Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttir við hljóðnemann. Tríóið Samaris vann svo keppnina árið 2011 með þær Áslaugu Rún Magnúsdóttur og Jófríði Ákadóttur um borð. Fáar stelpur í sigurhljómsveitum DÚKKULÍSURNAR BELLATRIX MAMMÚT SAMARIS Morrissey, fyrrverandi söngvari The Smiths, hefur fengið viðvaranir frá læknum vegna heilsufars síns. Telja læknarnir ráðlegast að söngvarinn leggi míkrafóninn á hilluna hið snarasta ef ekki eigi illa að fara. Morrissey neyddist nýlega til þess að fresta mörgum tónleikum á ferðalagi sínu um Bandaríkin vegna ýmissa kvilla, svo sem lungnabólgu og maga- sárs. „Mér hefur verið ráðlagt að hætta en það er erfitt. Tónlistin er í blóði mínu,“ sagði söngvarinn í viðtali við mexíkóska útvarpsstöð. Leikkonan Rachel McAdams er hætt með kærasta sínum til tveggja ára, leikaranum Michael Sheen. Hún ku vera í molum eftir sambands- slitin og leitar því eftir stuðningi hjá vinum og vandamönnum. Sam- kvæmt heimildum Now Magazine er fyrrverandi kærasti hennar, Ryan Gosling, í þeim hópi en þau hafa verið góðir vinir frá því þau hættu saman árið 2008. Leikkonan Eva Mendes, kærasta Goslings, er ekkert sérstaklega ánægð með þessa fjölgun símtala milli kærastans og McAdams. Gosl- ing hefur látið hafa eftir sér í viðtölum að McAdams sé stóra ástin í lífi sínu en þau kynntust við tökur á rómantísku myndinni The Notebook. Leitar stuðnings hjá Gosling EINHLEYP Á NÝ Rachel McAdams lætur Ryan Gosling hjálpa sér að að ná áttum eftir sambands- slitin við Michael Sheen. NORDIC- PHOTOS/GETTY Ráðlagt af læknum að hætta Yngri Gallagher-bróðirinn Liam þykir lítið til eldri bróður síns, Noels, koma eftir að hinn síðarnefndi steig á svið með Damon Albarn úr Blur um helgina. Gallagher og Albarn hafa löngum deilt sín í milli en tóku Blur-lagið Tender á tónleikum til styrktar krabbameinssjúklingum á tónleikum í Royal Albert Hall í London ásamt Paul Weller. „Ég veit ekki hvort er verra, að hann sé að drekka kampavín með stríðglæpamanni eða syngja bakraddir með BLUE!“ tísti Liam á Twitter-síðu sína og átti þar væntanlega við Blur. Liam gáttaður á bróðurnum LIAM Yngri Gallagher- bróðirinn greip til orðaleikja á Twitter til að móðga Noel. Opið í Bláfjöllum um páskana skidasvaedi.isUpplýsingasími 530 3000 Virku dagana í dymbilvikunni og þriðjudaginn 2. apríl mun rútan fara frá Olís Mjódd kl. 12:40 og kl. 16:15. Ferðir úr Bláfjöllum verða kl. 17 og 21 í Olís Mjódd. Rútan fer alltaf um Olís Norðlingaholt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.