Fréttablaðið - 26.03.2013, Page 54

Fréttablaðið - 26.03.2013, Page 54
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 38 „Ég er algjör sökker fyrir Íslend- ingasögunum. Svo á ég ógrynnin öll af ljóðabókum og finnst gaman að glugga í þær. Ef ég ætti að velja eina skáldsögu myndi ég velja bókina Konur eftir Steinar Braga. Hún hafði rosalega djúp áhrif á mig og er alveg meiriháttar.“ Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona BÓKIN „Orðið Evróvisjón hefur verið notað alllengi og má eiginlega segja að það hafi verið tilraun sem ekki gekk upp,“ segir Anna Sigríður Þráins- dóttir, málfarsráðunautur RÚV. Anna Sigríður sendi tilmæli á starfsfólk RÚV í síðustu viku um að nota skuli enska orðið „Euro- vision“ í stað „Evróvisjón“. „Þessi umræða kemur upp á hverju ári. Í fyrra gaf ég út að nota skyldi orðið Evróvisjón en nú hef ég dregið það til baka,“ segir Anna Sigríður. Hún segir rökin fyrir ákvörðuninni vera af þrennum toga. Aðstandendur Eurovision leggi mikla áherslu á vörumerkið, því að hérlendis tíðk- ist yfirleitt ekki að íslenska erlend vörumerki og því að orðið Evró- visjón sé bara hálfíslenskt. „Fyrri hluti orðsins, evró, er góður og gild- ur en síðari hlutinn, visjón, er hins vegar ekki orð og lagar sig ekki að íslenskri málfræði,“ segir hún. Evróvisjón hefur verið notað í daglegu tali hérlendis um langt skeið þar sem íslenskt heiti keppn- innar, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þykir langt og óþjált. Spurð hvort henni finnist hún vera að breyta sögunni með að taka orðið út segir Anna Sigríður svo ekki vera. „Það virðast samt flestir vera ánægðir með þessa ákvörðun. Svo verðum við að sjá til. Ef einhver kemur með snjallt íslenskt heiti gæti þessi ákvörðun verið endurskoðuð,“ segir hún kát. Undirbúningur fyrir Euro vision er nú á fullu hjá RÚV og opnuð hefur verið síða fyrir keppnina á vefsíðu ruv.is. Þar er meðal annars að finna netútvarp þar sem aðdá- endur geta hlustað á gömul og ný Eurovision-lög út í eitt. - trs Orðið „Evróvisjón“ hefur sungið sitt síðasta Málfarsráðunautur RÚV hefur sent út skipun um að nota eigi orðið Eurovision yfi r Söngvakeppnina vinsælu ÚT MEÐ EVRÓVISJÓN Anna Sigríður segir orðið Evróvisjón bara vera hálf íslenskt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu,“ segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perlu, og rennur allur ágóðinn til Krabbameins- félagsins en faðir hans lést úr krabbameini. „Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð ein- tök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað,“ segir Guð- mundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. „Við erum alltaf í afþreyingunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum,“ bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dóm- nefndarinnar. „Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel.“ Allur ágóði Köllun- ar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena. is. Hann er með pésa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott mál- efni. - fb Ætlar að selja fi mm hundruð bækur Allur ágóði ljóðabókarinnar Perlu rennur til Krabbameinsfélagsins. GEFUR ÚT LJÓÐABÓK Guðmundur Breiðfjörð hefur gefið út sína aðra ljóðabók. „Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var allt- af að reyna að jóðla fyrir nokkr- um árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið,“ segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmars- dóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarps- ins á laugardagskvöld. Þar jóðl- aði Hrefna Björg eins og eng- inn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafa- lítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var allt- af að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvídeó,“ segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erf- itt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið.“ Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórn- um og er að læra á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælis- sönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af You- tube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness“ í því væri það ógeðs- lega gaman,“ segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talinn er eiga uppruna sinn hjá íbúum sviss- nesku Alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenju- legu íþrótt og Hrefna Björg á erf- itt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fynd- ið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið.“ freyr@frettabladid.is Lærði jóðl á Youtube Hrefna Björg Gylfadóttir sló í gegn með jóðli sínu í úrslitum Gettu betur. HREFNA BJÖRG OG JARA Hrefna Björg (til vinstri) og Jara sungu í beinni útsend- ingu í úrslitum Gettu betur á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hinn 82 ára Þjóðverji Franzl Lang er þekktur sem konungur jóðlsins. Auk þess að jóðla spilar hann á gítar og harmóníku og má sjá fjölmörg myndbönd af honum á vefsíðunni Youtube. Þekktasta lag hans er Kufstein-Lied frá árinu 1968 en á áttunda áratugnum kom hann oft fram í vesturþýskum sjónvarps- þáttum. Lang hefur selt meira en tíu milljónir hljómplatna á ferli sínum. Þekktur sem konungur jóðlsins Í þessari 12 daga draumaferð verður farið um margar af þekktustu perlum landsins og skyggnst inn í söguna, mannlífið og náttúruna. Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir Um ferðina: LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS á mann í tvíbýli. Gist verður í Traunkirchen, Vínarborg, Klagenfurt, Bad Gastein og München 273.900 KR.- Fegurð Austurríkis 8. - 20. ágúst Mjög mikið innifalið Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.