Fréttablaðið - 11.04.2013, Síða 4
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
SAMFÉLAGSMÁL Séra Sighvatur Karls-
son, sóknarprestur á Húsavík, bað Guð-
nýju Jónu Kristjánsdóttur, sem nauðg-
að var á Húsavík árið 1999, afsökunar
á því að hafa ekki sýnt henni nægan
stuðning. Nauðgunin hefur nú koll-
varpað bæjarsamfélaginu í tvígang,
eftir umfjöllun Kastljóssins á mánudag.
Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslu-
biskup á Hólum, fundaði með Sighvati
í gær. Solveig sagði í samtali við Vísi
að efni fundarins væri trúnaðarmál en
Sighvatur hefði ekki brotið starfsreglur
presta. Þó hefðu það verið mistök hjá
honum að ýja að því við Guðnýju að hún
drægi kæruna til baka.
Sighvatur segir í yfirlýsingu sinni að
hugur hans hafi aldrei staðið til þess að fá
hana til að draga kæruna til baka. Hann
hvetji þá sem verða fyrir kynferðisbrot-
um að kæra til lögreglu. „Við verðum öll
að draga lærdóm af þessu máli. Mistök
sem þessi mega ekki endur taka sig.“
Skiptar skoðanir eru áfram um málið
meðal Húsvíkinga. Sigurgeir Aðalgeirs-
son, yfirmaður mannsins sem nauðgaði
Guðnýju, segir nóg komið af umfjöllun
um málið.
„Við skulum bara láta þetta niður falla,
þetta er komið nóg fyrir sam félagið,“
segir hann. Honum finnst ekki eðlilegt að
Guðný fái að segja sína sögu núna. „Mér
finnst það ekki. Það er aðallega verið að
rífa upp eldgamalt mál þar sem dómur
er fallinn og fólk er búið að taka út sína
refsingu,“ segir hann.
Magnús Halldórsson var for maður
nemendafélags Framhaldsskólans á
Húsavík þegar málið komst í hámæli.
Hann sagðist á Facebook í gær sjá eftir
því að hafa ekki reynt að koma í veg fyrir
að listi til stuðnings nauðgaranum yrði
birtur. Í samtali við Fréttablaðið sagð-
ist hann ekki hafa neinu að bæta við þá
færslu.
„Mistök okkar stóra meirihlutans
í bænum sem var á móti listanum á
sínum tíma, var að koma ekki í veg
fyrir birtingu hans og hamast meira
gegn nafnasöfnuninni,“ segir Magn-
ús, sem segir listann hafa verið glóru-
laust andlegt ofbeldi. Þeirri skoðun kom
hann á framfæri á sínum tíma.
„En eftir á að hyggja var þetta tilvik
svo alvarlegt að það kallaði á að maður
gengi lengra til að mótmæla listanum.
Skrifaði í blöð eða hrópaði á torgum.“
sunna@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is
211,5334
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,30 118,86
181,25 182,13
154,87 155,73
20,766 20,888
20,649 20,771
18,569 18,677
1,1889 1,1959
178,02 179,08
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
10.04.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
DÓMSMÁL Fyrirtækið Andersen & Lauth
hefur verið dæmt til að greiða Gunnari
Hilmarssyni, fyrrverandi eiganda og
hönnuði fyrirtækisins, tæpar tvær millj-
ónir króna í vangoldin laun og orlof eftir
að honum hafði verið sagt upp störfum
hjá fyrirtækinu.
Í dómsorði kemur fram að Gunnar hafi
hafið störf hjá fyrirtækinu í ágúst 2009
en verið sagt upp störfum frá og með 1.
mars 2012. Uppsögnina hafi meðal ann-
ars mátt rekja til langvarandi samstarfs-
örðugleika og trúnaðarbrests milli hans
og fyrirtækisins. Gunnar hafi ekki skilað
verkefnum á réttum tíma, ekki mætt á
boðaða fundi og unnið fyrir aðra aðila
án leyfis. Hann hafi einnig skuldbundið
fyrirtækið fjárhagslega án þess að hafa
til þess heimild og fegrað efnahags- og
rekstrarreikninga félagsins.
Samkvæmt ráðningarsamningi mátti
Gunnar ekki vinna fyrir aðra á meðan
hann starfaði fyrir Andersen & Lauth og
ekki starfa á sama sviði sex mánuðum
frá starfslokum.
Í dómnum kemur meðal annars fram
að Gunnar hafi meðal annars tekið þátt
í hönnunarsamkeppni um starfsmanna-
búninga WOW air ásamt því að hefjast
handa við hönnun og framleiðslu fatnað-
ar undir eigin vörumerki á meðan hann
var samningsbundinn fyrirtækinu.
Dómurinn mat það hins vegar
þannig að Gunnar hefði unnið
fyrir Andersen & Lauth þar
til í apríl 2012 og voru honum
dæmdar bætur. - hó
GUNNAR HILMARSSON
Starfaði áður sem hönnuður
hjá Andersen & Lauth.
ÍTALÍA, AP Costa-skipafélagið
sem átti skemmtiferðaskipið
Concordia, sem strandaði við
ítölsku eyjuna Giglio fyrir rúmu
ári, var í gær dæmt til að greiða
einnar milljóna evra sekt, að
jafngildi um 155 milljónum
króna.
Alls létust 32 eftir að skipinu
hvolfdi eftir strandið. Skipa-
félagið hefur staðfastlega haldið
fram að sökin liggi öll hjá skip-
stjóranum, Francesco Schettino.
Í næstu viku kemur í ljós
hvort Schettino verður sóttur til
saka fyrir manndráp af gáleysi.
Schettino heldur því fram að
hann hafi unnið hetjudáð.
Skipið liggur enn á strand-
stað, en verður að öllum líkind-
um dregið burt innan skamms.
- þj
Strand Costa Concordia:
Skipafélagið
dæmt til sektar
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
... ný bragðtegund
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
- 1
1-
05
09
H
VÍ
TA
H
Ú
SSI
Ð
/
SÍ
A
- 1
1-
05
09
Ný bragðtegund
með
pizzakryddi
Ný viðbót í ...
... baksturinn
... ofnréttinn
... brauðréttinn
... súpuna
eða á hrökkbrauðið
Andersen & Lauth þarf að greiða fyrrverandi eiganda vangoldin laun:
Gunnar fær bætur þrátt fyrir brot í starfi
HALDIÐ TIL HAGA
Vissi ekki af Kastljósviðtali
Misskilja mátti tilvitnun í Reinhard
Reinhardsson, fyrrverandi bæjarstjóra á
Húsavík, í frétt í blaðinu í fyrradag og í
leiðara blaðsins í gær þannig að spurn-
ing hans um tilgang með umfjöllun
fjölmiðla um fjórtán ára gamalt
nauðgunarmál í bænum hefði átt við
um viðtal Kastljóss við Guðnýju Jónu
Kristjánsdóttur, þolandann í málinu.
Reinhard hafði ekki vitneskju um tilvist
viðtalsins enda fór samtal blaðamanns
og hans fram áður en viðtalið var sýnt
og kom ekki til umræðu í samtalinu.
Reinhard vill koma því skýrt á framfæri
að hann telur Kastljóssviðtalið hafa
verið mjög af hinu góða. Blaðið biðst
afsökunar á ónákvæmninni.
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Vaxandi NA- og A-átt.
FROST Á FRÓNI Það verður áfram kalt á landinu næstu daga en það hlánar seint á
laugardag við suðurströndina. Það lítur út fyrir að víðáttumikil lægð muni hafa áhrif á
veðrið um helgina og má gera ráð fyrir úrkomu víða um land.
-4°
11
m/s
-3°
10
m/s
-3°
8
m/s
0°
7
m/s
Á morgun
10-18 m/s S- og V-til, annars hægari.
Gildistími korta er um hádegi
3°
0°
3°
1°
-2°
Alicante
Basel
Berlín
24°
15°
13°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
4°
17°
16°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
4°
4°
22°
London
Mallorca
New York
11°
25°
16°
Orlando
Ósló
París
29°
2°
15°
San Francisco
Stokkhólmur
18°
3°
-2°
6
m/s
-2°
13
m/s
-4°
6
m/s
-4°
6
m/s
-5°
5
m/s
-4°
8
m/s
-8°
9
m/s
-2°
-4°
-2°
-5°
-4°
LEIÐRÉTT
Hanna Styrmisdóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, var
rangnefnd í blaði gærdagsins. Beðist er
velvirðingar á því.
Presturinn braut ekki reglur
en viðurkennir þó mistök
Vígslubiskup segir sóknarprest á Húsavík ekki hafa brotið starfsreglur presta með aðkomu að nauðgunarmáli
árið 1999. Presturinn hefur beðið fórnarlambið afsökunar. Ýmist eftirsjá eða afneitun er að finna í bænum.
KLOFIÐ SAMFÉLAG? Húsvíkingar eru nú margir hverjir að kljást við
afleiðingar viðbragða samfélagsins fyrir þrettán árum þegar ungur
maður var dæmdur fyrir nauðgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jón Helgi Björnsson, formaður bæjarráðs Norðurþings, segist mundu taka málið fyrir
innan bæjarkerfisins ef það kæmi upp í dag. Því yrði vísað til félagsþjónustu sveitar-
félagsins þar sem það á heima, en ekkert slíkt var gert á sínum tíma. „Mér fannst
Guðný hugrökk og það er gott hjá henni að lýsa sinni upplifun,“ segir Jón Helgi. „Það
er jákvætt að málið komi fram í dagsljósið og ég veit að fólk mun læra af því.“
Húsavík er fjölmennasti byggðarkjarninn í Norðurþingi, en þar búa rúmlega 2.200
manns í dag.
Málið er lærdómur fyrir bæjarbúa
Mistök sem þessi mega
ekki endurtaka sig.
Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík