Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 22
11. apríl 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífs- nauðsynjum, ef marka má nýja lífskjara- rannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað. Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórn- málamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuð stóls húsnæðis lána og léttari afborganir, sam- hliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverð- tryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna manna ráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og sam- stöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hag vöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur sam- félaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá vel- ferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raun- hæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að lang- flest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Auðveldari mánaðamót STJÓRNMÁL Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður Sjálf- stæðisfl okksins ➜ Með raunhæfum lausnum, auk- inni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langfl est heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir út- gjöldum hvers mánaðar. BÆTUM KJÖR ELDRI BORGARA Framsókn boðar til opins fundar um málefni eldri borgara laugardaginn 13. apríl kl. 10.30 - 12.00 að Suðurlandsbraut 24 ALLIR VELKOMNIR! Frambjóðendur Framsóknar í Reykjavík REYKJAVÍK NORÐUR Jóna Valgerður flytur ávarp A lls 123 þúsund krónum munaði á heildarmánaðar- launum karla og kvenna hér á landi í fyrra sam- kvæmt launarannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær. Ekki kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinn- ar hverju þetta sætir en hefðbundna skýringin er sú að karlar vinni frekar eftirvinnu, sækist frekar eftir ábyrgðar- stöðum sem gefa meira í vasann og að konur séu fjölmennari í láglaunastéttum. Þessa skýringu þylur hver upp eftir öðrum eins og óumbreytanlegt guðspjall og enginn verulegur áhugi virðist vera á því að grafast fyrir um rætur vandans og hólfa nákvæmlega niður hvar hann liggur, hvað þá bæta úr honum. Launajafnrétti hefur verið yfirlýst stefna Evrópuríkja, og þar á meðal Íslands, síðan árið 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Í rannsókn Hagstofunnar virðist ekki hafa verið lögð áhersla á að skoða sér- staklega hvort sú regla er brotin, eða yfir höfuð hvað valdi þessum mun í raun. Hann skýrist ekki alfarið af yfirvinnu og hálaunastörfum karla eins og sést á því að regluleg laun kvenna, án yfirvinnu, eru 69.000 krónum lægri en karla. Eigum við ekki heimtingu á að fá að vita hvers vegna? Umræðan um jafnrétti kynjanna snýst um að setja í lög jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja, fjölga konum í framlínu stjórnmálanna og telja kynfæri þátttakenda í umræðu- þáttum í sjónvarpi og á síðum blaðanna. Allt góðra gjalda vert en kemur þeim konum sem ekki eiga möguleika á að framfleyta sér af launum sínum að afskaplega litlu haldi. Fleiri konur í hálauna- stöðum myndu vissulega hækka meðaltalið fyrir laun kvenna en um leið skekkja myndina enn frekar, þar sem hærri laun nokkurra kvenna myndu hjálpa til við að fela þann vanda sem láglaunastefna fyrir „kvennastörf“ felur í sér. Grundvöllur þess að við getum byrjað að tala um jafnrétti í raun hlýtur að vera að konur jafnt sem karlar njóti þeirra lágmarksmannréttinda að geta séð fyrir sér. Sú viðtekna venja að kvennastéttir séu láglaunastéttir sendir skýr skilaboð: konur þurfa ekki jafnhá laun og karlar þar sem þeir eru enn þann dag í dag álitnir fyrirvinnur heimilanna. Konur geta bara gjört svo vel að vera komnar „upp á einhvern déskotans draumaprins“, eins og Dagur Sigurðarson orðaði það, ef þær vilja lifa mannsæmandi lífi. Annað skáld, Virginia Woolf, benti á það strax árið 1929 að til þess að geta stundað ritstörf þyrftu konur að vera fjárhagslega sjálfstæðar og það á ekki bara við um skriftir heldur öll önnur störf enn þann dag í dag. Sú til- finning að vera ekki matvinnungur dregur úr sjálfsvirðingu og eykur á minnimáttarkennd. Jafnvel þótt konunni takist nú að tóra af laununum sínum situr hún uppi með þau skilaboð að hversu vel sem hún standi sig í starfi sé vinnuframlag hennar minna virði en karlkyns starfsfélaga. Það er merkilegt hversu lítið rúm þetta misrétti fær í opin- berri umræðu. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Samfylking og Vinstri græn, stæra sig af því að vera kvenfrelsisflokkar með til heyrandi fléttulistum og öðrum sýndartilfæringum í þágu kvenna en þegja þunnu hljóði um það gat í kvenfrelsisbaráttunni sem launa misréttið felur í sér. Það getur enginn orðið frjáls sem þarf á aðstoð annars að halda við að sjá sér farborða og á meðan þetta misrétti lifir góðu lífi er tómt mál að tala um kynjajafnrétti. Launamunur kynjanna er ekkert í rénun: 123.000 á mánuði Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Tveir ráðherrar úti Stöð 2 gerði fékk MMR til að leggja saman niðurstöður síðustu tveggja fylgiskannana og skipta niðurstöðun- um eftir kjördæmum. Útkoman var gríðarlega áhugaverð og ekki færri en fjórtán nýir þingmenn verða í þing- flokki Framsóknarflokksins, verði þetta útkoman. Ekki var síður áhugavert að sjá þá sem ekki fá endurnýjað umboð til setu á Alþingi. Á meðal þeirra voru tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn; Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra. Hringnum lokað? Seðlabankastjóri hefur auglýst eftir aðstoðarmanni, en það er ný staða í bankanum. Skyldi engan undra að hann vantaði aðstoð eftir að bankastjórum var fækkað úr þremur í einn. Alls sóttu 68 manns um stöðuna og þar á meðal Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra sem réð einmitt Má Guðmundsson sem Seðlabankastjóra. Skemmtilegur snúningur það. Afdrifaríkt hik Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvött til þess að gefa kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á síðasta landsfundi. Hún gerði það ekki, hefur væntanlega metið það svo að ef hún tapaði í annað sinn fyrir Bjarna yrði hún aldrei for- maður. Könnun Viðskiptablaðsins, sem birt er í dag, bendir til að þetta hik gæti orðið afdrifaríkt fyrir flokkinn, en þar kemur í ljós að nær helmingur þeirra sem ætla að kjósa Fram- sókn myndu kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, væri Hanna Birna formaður. kolbeinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.