Fréttablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 26
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
… þú hefur engan áhuga á því að
lækka matarverð hér á landi –
engan áhuga á að lækka verð á
nauðsynjavörum heimilanna.
En þar sem þú ert enn að lesa má
ætla að þú viljir skoða hvað um er
að ræða – að þú sért jafnvel í hópi
þeirra þúsunda sem eiga of fáar
krónur afgangs um hver mánaða-
mót þegar búið er að greiða af
lánum eða húsaleigunni og kaupa
í matinn.
Það þekkir enginn betur en
verslun in hvaða tækifærum við
Íslendingar stöndum frammi fyrir
þegar kemur að lækkun vöruverðs.
Það erum jú við sem daglega kaup-
um inn vörur af erlendum og inn-
lendum birgjum og þekkjum því
best hvernig verðmyndunin er –
hvaða álögur og gjöld eru lagð-
ar á venjulegar neysluvörur hér á
landi. Dæmin um verðlækkun sem
hér yrði ef innflutningshöftum
yrði aflétt eru sláandi og tækifæri
til kaupmáttaraukningar 130.000
heimila stórkostleg þar sem land-
búnaðarafurðir vega um 40% í
matar körfu Íslendinga.
Gríðarleg tækifæri
Það er vitað að mörg heimili standa
illa þegar kemur að skuldamálum.
En það er jafnframt vitað að mörg
heimili skulda ekkert – einkum
eldra fólk sem búið er að borga upp
sín húsnæðislán, svo ekki sé minnst
á allar þær þúsundir fjölskyldna
sem búa í leiguhúsnæði. Niður-
felling húsnæðislána kemur þess-
um risavaxna hópi lítt til aðstoðar
og það er í raun umhugsunarefni
hvað lítið er rætt um þau gríðarlegu
tækifæri til kaupmáttar aukningar
sem eru til staðar fyrir alla – já,
alla – Íslendinga með lækkun vöru-
verðs.
Áratugum saman hafa 63
alþingis menn úr öllum flokkum
slegið skjaldborg um núverandi
hafta- og einokunarstefnu í land-
búnaði. Kannski af skiljanlegum
ástæðum því þegar kastljósið bein-
ist að þessum málaflokki rís upp
öflugur varnarmúr sérhagsmuna,
sem gerir allt til að tryggja óbreytt
kerfi og svífst einskis til að gera
málflutning þeirra sem vilja breyt-
ingar ótrúverðugan. Er þá jafnvel
hjólað í manninn en ekki boltann
og því ekki að undra að ein stakir
stjórnmálamenn hafi talið auð-
veldara að taka aðra slagi. Þetta
er gömul saga og ný fyrir okkur
Íslendinga að sérhagsmuna aðilar
vilja halda dauðahaldi í óbreytt
kerfi – vandamálið er hins vegar
að það er yfirleitt á kostnað okkar
hinna – á kostnað heildarhagsmuna.
Ein mesta kjarabótin
Við Íslendingar gerum margt vel en
við verðum jafnframt að forðast að
detta í þá gryfju að við séum best í
öllu. Atvinnulífið og heimilin í land-
inu eru einmitt í dag fórnar lömb
þess að okkur var talin trú að við
ættum bestu bankamenn í heimi.
Íslenskar landbúnaðar afurðir
eru góðar – en það eru ótalmargir
erlendir bændur sem kunna jafn vel
og við að framleiða t.d. kjúklinga og
svínakjöt – og hugsanlega einhverj-
ir betur.
Afnám innflutningshafta snýst
einfaldlega um að gefa íslenskum
neytendum val – sumir munu án
vafa halda áfram að kaupa ein-
göngu íslenskt – aðrir munu kaupa
það ódýrasta – aðrir lífrænt rækt-
að og þannig á það að vera. Neyt-
andinn á að hafa val – val sem hann
hefur ekki í dag.
Samtök verslunar og þjónustu
hafa bent á að eins og hagvaxtar-
horfur eru fyrir næstu ár verður
ekki innistæða fyrir miklum launa-
hækkunum. Kjarabæturnar verða
að koma annars staðar frá. Til að
ná fram auknum kaupmætti verð-
ur m.a. að horfa til þess að lækka
vöruverð. Verslunin lifir á kaup-
mætti – öflugur kaupmáttur er
sameiginlegt hagsmunamál heim-
ila og verslunar og þjónustu. Það
er sammerkt öllum þeim athugun-
um sem varða verð á matvælum
og birtar hafa verið undan farin ár
að sú stefna stjórnvalda að vernda
innlendan landbúnað sé ein helsta
ástæða þess hve matvælaverð er
hátt hér á landi. Segir þar jafnframt
að án vafa sé engin ein aðgerð jafn
árangursrík til að lækka matvöru-
verð hér á landi og aflétting inn-
flutningsverndar. Ábatinn yrði ein
mesta kjarabót sem heimilum hér á
landi gæti áskotnast.
Sú spurning sem við stöndum
frammi fyrir er einfaldlega þessi:
Ætla stjórnmálamenn þessa lands
að halda áfram að taka sérhags-
muni fárra fram yfir hagsmuni
heildarinnar – standa í vegi fyrir
einni mestu kjarabót sem hægt er
að fá fyrir íslensk heimili? Almenn-
ingur á heimtingu á að þeirri spurn-
ingu verði svarað í kosningabarátt-
unni.
Ekki lesa þessa grein, ef...
Jón Kalman Stefánsson
skrifar sterka ádeilu á
stjórnmálin hér á landi í
grein í Fréttablaðinu þann
6. apríl sl. Hann bendir á
hversu takmörkuð áhrif
Rannsóknarskýrsla Alþing-
is hefur haft, einkum miðað
við nauðsyn þess að efla
fagmennsku og að ákvarð-
anir séu teknar með fræði-
legum röksemdum. Kannski
er hér bent á mikilvægasta
verkefni okkar hér á landi,
að vera fagleg, vanda okkur
og nota þekkingu. Þetta
hljómar einfalt. En hvað er
átt við með fagmennsku?
Ein af grunnstoðum fagmennsku
er vitundin um gildi og tilgang
verka okkur. Fagmennska felst í því
að hafa tengsl við tilganginn, grund-
vallarreglur og hugsjón starfa
okkar. Fagmennska er ábyrgð allra
en mikilvægasta hlutverkið er í
höndum leiðtogans.
Góður leiðtogi minnir á
tilgang og hugsjón hvers
verkefnis og fellir slíkt tal
inn í daglegar samræður
og gengur sjálfur á undan
með góðu fordæmi. Þann-
ig verður myndin af hug-
sjóninni skýr og spegl-
ast í daglegum störfum.
Góður leiðtogi í heilbrigðis-
þjónustu minnir starfs-
fólkið á að allt er gert til
þess að skjólstæðingum
farnist vel. Góður leiðtogi
í verslun minnir á að það
er viðskiptavinurinn sem á
að njóta góðs af öllu starfi
verslunarinnar. Góður leiðtogi í
stjórnmálum minnir á og er fyrir-
mynd þess að stjórnmál snúast um
hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni
landsins.
Hvert einasta verk góðs leið-
toga endurspeglar fagmennsku,
einlægan áhuga á hag annarra
og ábyrgð gagnvart hags munum
heildar innar. Leiðtogi sem er
ábyrgur og faglegur byggir ákvarð-
anir sínar á þekkingu og siðferði-
legu gildismati. Fjölmörg dæmi eru
um afburðaárangur slíkra leiðtoga.
Stundum eru þeir nefndir hinir
hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri
áherslu á að hlusta en að tala og
njóta þess best að sjá aðra blómstra.
Björt framtíð er stjórnmálaflokk-
ur sem berst fyrir vönduðum vinnu-
brögðum, fagmennsku og ábyrgð í
stjórnmálum. Björt framtíð lítur
svo á að fagmennska og fræðilegar
röksemdir séu forsendur ábyrgra
og árangursríkra ákvarðana.
Fagmennska og vönduð vinnubrögð
Á miðnætti í kvöld lýkur
rafrænum íbúakosning-
um um verkefni í hverfum
Reykjavíkur. Ég vil hvetja
alla Reykvíkinga sem
voru orðnir 16 ára um síð-
ustu áramót til að nýta sér
atkvæðisrétt sinn í dag og
forgangsraða þannig fjár-
munum sem hverfunum er
úthlutað.
Reynslan af verkefninu
Betri hverfi hefur verið frábær. Í
fyrra kusu borgarbúar 124 verk-
efni og hafa þau nú að mestu verið
framkvæmd af hálfu borgarinnar.
Við það hefur borgin fengið nýtt og
betra svipmót. Nýjungin við þetta
verkefni felst í því að Reykjavíkur-
borg er að framkvæma hugmyndir
sem borgarbúar koma með sjálfir.
Það er beinlínis dásamlegt.
Í janúar hélt ég, ásamt embættis-
mönnum, íbúafundi í öllum
hverfum borgarinnar sem
voru sóttir af um þús-
und Reykvíkingum. Þar
kynntum við verkefnið og
í kjölfarið byrjuðu hug-
myndir að streyma inn frá
borgarbúum á vefinn Betri
hverfi. Alls bárust um 600
hugmyndir. Þær voru skoð-
aðar af íbúanefndum sem
starfa ásamt hverfaráðum
og fagteymi Reykjavíkurborgar að
því að útfæra hugmyndirnar. Alls
var stillt upp 229 hugmyndum –
allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk
getur kosið um í íbúakosningunum
nú.
Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti
sér kosningarétt sinn og forgangs-
raði fjármunum sem borgin hefur
ráðstafað til að bæta hverfin í borg-
inni. Ef fáir láta sig málið varða er
allt eins líklegt að fátt verði um
fína drætti í íbúalýðræðisverkefn-
um framtíðarinnar. Við þurfum þó
ekki að óttast neitt því kjörsókn í
fyrra var rúm 8% sem þykir glimr-
andi góður árangur í sambæri-
legum verkefnum erlendis.
Allt byrjar með góðri hugmynd
og borgarbúar eru svo sannarlega
hugmyndaríkir þegar kemur að
því að bæta hverfin sín. Veitum
góðum hugmyndum Reykvíkinga
brautargengi í íbúakosningunum,
hugsum vel um hverfin okkar og
njótum þess að búa í einni bestu
borg heims.
Það er einfalt að kjósa á vef-
slóðinni kjosa.betrireykjavik.is
Nýtum kosningaréttinn
VIÐSKIPTI
Margrét
Kristmannsdóttir
formaður SVÞ
Andrés
Magnússon
framkvæmdastjóri
SVÞ
➜ Við Íslendingar gerum
margt vel en við verðum
jafnframt að forðast að detta
í þá gryfju að við séum best
í öllu.
LÝÐRÆÐI
Jón Gnarr
borgarstjóri
➜ Veitum góðum hugmynd-
um Reykvíkinga brautar-
gengi í íbúakosningunum.
STJÓRNMÁL
Sigrún
Gunnarsdóttir
lektor í hjúkrunar-
fræði, skipar 4.
sæti á lista Bjartrar
framtíðar í Reykja -
víkurkjördæmi
suður
➜ Björt framtíð er stjórn-
málafl okkur sem berst fyrir
vönduðum vinnubrögðum,
fagmennsku og ábyrgð í
stjórnmálum.
Opið frá kl. 11–20 alla daga
Engihjalla og Granda
299kr. pk.
Ostafyl
lt hvítla
uksbrau
ð
299kr. pk.
Hvítlau
ksbrauð
2 stk.
299kr. pk.
12 hvítl
auksbo
llur
299kr. pk.
10 hvítl
auksbra
uð
299kr. pk.
6 hvítla
uksbrau
ð með o
sti
Á VER[I!
STÖ[UGT
Hvítlauk
sbrauð
á frábær
u tilboði