Fréttablaðið - 11.04.2013, Page 29

Fréttablaðið - 11.04.2013, Page 29
Umhverfisátak FRÍTT DÓT Í skápnum í Hjartagarðinum kennir ýmissa grasa. Ostur, brauð, bækur og bangsi auk stakra skóa. MYND/VALLI Sjálfbærir skápar eða „free stuff“ skápar eru til um allan heim, til dæmis eru þeir mjög algengir í Kristjaníu í Danmörku. Oft eru líka frí- búðir í hústökuhúsum og slíkum stöð- um,“ segir Bragi Halldórsson, eigandi verslunarinnar Ranimosk á Laugavegi, sem kom þeirri hugmynd á framfæri á síðasta ári að setja upp skáp í Hjarta- garðinum þar sem fólk gæti skilið eftir dót sem það væri hætt að nota en sem aðrir gætu nýtt. Hann segir hugmynd- ina ekki nýja af nálinni á Íslandi. „Það hafa verið fríbúðir í flestum íslenskum hústökuhúsum og svo var par með frívegg á Frakkastígnum fyrir nokkrum árum sem haldið var úti með góðum árangri,“ segir hann. Þar sem margir veigra sér við að fara inn í hústökuhús fannst Braga nauðsynlegt að koma „free stuff“ skápi fyrir á almennu svæði. Bragi segist aðeins hafa komið með hugmyndina en aðrir hafi séð um að framkvæma hana. „Ég lagði til hug- myndina, svo var einhver annar sem fann til skáp og enn annar sem dröslaði honum í undirgöngin og festi hann,“ segir Bragi og segir vel hafa tekist til. „Í tvígang fauk bakið af skápnum en okkur tókst að festa það nægilega vel til að standa af sér vetrarveðrin,“ segir hann, en skápurinn hefur staðið í undir- göngum garðsins síðan í nóvember. Skápurinn hefur verið notaður tölu- vert. „Það eru nánast engin takmörk um hvað setja má í hann,“ segir Bragi og bendir á að dótið staldri sjaldan lengi við. Þá telur hann aðdáunarvert hve vel hafi verið gengið um skápinn. Hann tekur dæmi um dót sem komið hefur í skápinn. „Það er tólf manna matarstell og hnífapör, alls konar föt, skór, ung- barnaföt og snjógallar. Geisladiskar, tímarit og vínylplötur en þær hverfa nær samstundis og skiptir þá engu hvaða músík það er.“ ■ solveig@365.is SJÁLFBÆR SKÁPUR ENDURNÝTING Svokallaður „free stuff“ skápur er í Hjartagarðinum. Þar getur fólk komið með dót sem það er hætt að nota og leyft öðrum að njóta. Mikilvægt er að kenna börnum að umgangast náttúruna og bera virðingu fyrir henni. Ef vel tekst til rækta börnin ósjálfrátt með sér umhverfisvitund og stuðla að því að aðrir taki upp grænan lífsstíl. EINSTAKIR Ein hilla skápsins er æði sérstök. „Ein- hver tók sig til og merkti hana stökum vettlingum og skóm. Það er vel þess virði fyrir þá sem týna vettlingi niðri í bæ að gera sér ferð í skápinn.“ Teg 1566 - fylltur í B,C skálum á kr. 5.800,- boxerbuxur í stíl á kr. 1.995,- NÝIR LITIR - nýtt snið ! Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. Laugardaga frá kl. 10-14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.