Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 31

Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 31
 | FÓLK | 3TÍSKA Kristen McMenamy er þekkt fyrir óhefðbundið kynlaust útlit og á köflum sérvitringslega hegðun. Hún leggur nánast hvað sem er á sig til að ná hinni fullkomnu mynd, sem er ástæða þess að ljósmyndarar keppast um að fá að vinna með þessari 46 ára fyrir sætu þegar aðrar mun yngri eru þegar álitnar „gamlar“ í bransanum. McMenamy hefur unnið sem fyrir- sæta frá átján ára aldri, eða hátt í þrjátíu ár. Hún byrjaði ferilinn með því að sitja fyrir í brúðarkjólum en hlutirnir fóru að rúlla snemma á tíunda áratugn- um, einkum eftir að húm komst í kynni við Donatellu Versace, sem heillaðist af hinni löngu og renglulegu McMenamy. McMenamy varð þannig eitt af stóru nöfnunum í tískuheiminum á tíunda áratugnum en stutt hárið, rakaðar auga- brúnir og langur, renglulegur líkaminn þótti tilvalið fyrir grunge-tímabilið. Í gegnum tíðina hefur hún unnið fyrir tískuhús á borð við Chanel, Valentino og Versace. Hún á í nánu sambandi við nokkra þekkta tískuljósmyndara á borð við Helmut Newton, Richard Avedon, Steven Meisel, Jürgen Teller, Nick Knight and Karl Lagerfeld. Sá síðast- nefndi er mikill vinur fyrirsætunnar og fylgdi henni til að mynda inn kirkjugólf- ið þegar hún gifti sig árið 1999. McMenamy þykir ein besta leik- kona ljósmyndanna og leggur margt á sig í myndatökum. Henni er sama þó hún sjálf sé ekki falleg á myndum svo framar lega sem myndin er góð. Hún hefur lent í ýmsu, verið nærri kyrkt af kyrkislöngu, verið kastað ofan í vatns- tank bundin á höndum og fótum og set- ið fyrir blá og marin fyrir Jürgen Teller. Eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja er McMenamy síður en svo hætt og situr bæði fyrir og sýnir föt á tísku- pöllunum. Nú er sólin farin að hækka á lofti og rétt að huga að sólgleraugum fyrir sumarið. Þeir sem vilja tolla í tískunni ættu að horfa til kvikmyndarinnar Breakfast at Tiffany’s en sólgleraugu sem Audrey Hepburn er með í myndinni eru sams konar og þau sem nú eru í tísku. Gler- augun eru bogadregin og frekar stór um sig. Þessi umgjörð er ekki eingöngu vinsæl í sólgleraugum heldur einnig gler- augum. Sífellt fleiri bera nú gleraugu í stærra lagi með svartri spöng. Kvikmyndin Breakfast at Tiffany’s sem er frá árinu 1961 er löngu orðin klassísk. Í henni varð „svarti kjóllinn“ svokallaði til. Myndin hefur því haft mikið tískugildi. Hepburn er glæsileg í myndinni og marg- ar konur líta til hennar sem fyrirmyndar. FÖGUR Í ítalska Vogue. VANDVIRK OG METNAÐARGJÖRN McMenamy er enn afar vinsæl meðal tískuljós- myndara enda leggur hún mikið á sig til að ná hinni fullkomnu mynd. EKKI HRÆDD VIÐ AÐ VERA LJÓT TÍSKA Kristen McMenamy var ein af ofurfyrirsætum tíunda áratugarins. Eftir nærri þrjátíu ár í bransanum er hún enn eftirsótt ljósmyndafyrirsæta og geng- ur reglulega eftir tískupallunum. AUDREY HEPBURN Það má segja að Breakfast at Tiffany‘s sé leiðandi í tískunni. SÓLGLERAUGU HEPBURN Í TÍSKU Belladonna á Facebook Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Mikið úrval af léttum yfirhöfnum Stærðir 38-58 Ný sending Fallegur vorfatnaður Svörtu buxurnar á 4.900 kr. komnar aftur str. 38-56 8.900 kr. - fleiri litir og munstur 7.900 kr. - fleiri litir og munstur Str. M - XXXL Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Aprílsprengja í Flash 25% afsl. af öllum vÖrum fimm.-laugardag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.