Fréttablaðið - 11.04.2013, Síða 39
Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur um nokkurra ára skeið selt há-gæða golfvörur undir nafn-
inu Nike Golf. Nýlega setti
Nike á markað línuna Nike
VR_S Covert sem er án nokk-
urs vafa mesta bylting Nike Golf
fram til dagsins í dag að sögn Magn-
úsar Bjarnar Sigurðssonar, sölufull-
trúa hjá Icepharma, sem er umboðsaðili
fyrir Nike á Íslandi. „Covert-trékylfurn-
ar stuðla að meiri lengd en áður hefur
þekkst ásamt því að veita góða stjórn og
fyrirgefanleika.“
Að sögn Magnúsar er grunnurinn að
þessari umtalsverðu bætingu svo kölluð
High Speed Cavity Back tækni í kylfu-
hausnum. Með því að taka þyngdina
úr bakhlið kylfuhaussins og færa hana framar fæst
meiri boltahraði og þar með meiri högglengd. „Þessi
þyngdarfærsla færist að mestu leyti í tána og hæl-
inn á kylfuhausnum. Þegar boltinn snertir kylfu-
hausinn á þessum stöðum verður minna frávik á
honum. Þetta þýðir beinni högg og þar með meiri
nákvæmni. Til að útskýra þetta nánar er hægt að
hugsa sér að ef maður á það til að hitta boltann á
tána er óhjákvæmilegt að kylfuhausinn opnist. Við
opnunina missir kylfingurinn boltann
til hægri. Þar sem meiri þyngd hefur
verið komið fyrir í tánni opnast kylfan
mun minna en ella og þar með verður
minni skekkja í golfhögginu.“
Að sögn Magnúsar ýtir svo Flex-
Loft-tæknin enn meira undir gæðin
á Covert-línunni. „Þar getur kylfing-
urinn breytt fláanum á kylfunni, til
dæmis frá 8,5° í 12,5° með driver. Ásamt
því er hægt að opna og loka blaðinu
eftir þörfum. Þessu er öllu saman
breytt á auðveldan hátt og gefur kylf-
ingnum frábært tækifæri til að ná áætl-
uðu boltaflugi sínu.“
Magnús segir þetta vera mjög spenn-
andi tíma fyrir Nike á sviði golfsins.
Margir ungir atvinnukylfingar hafa
gengið til liðs við Nike og þar má helst nefna Rory
McIlroy, besta kylfing heims. „Svo verður einnig
áhugavert að fylgjast með baráttu hans í ár við Tiger
Woods sem nú er einnig kominn á gott skrið eftir
dapurt gengi undanfarin misseri.“
Golfvörur frá Nike Golf munu fást í Golfbúð
Intersport sem opnar innan fárra vikna, Golf-
búðinni í Hafnarfirði og auk þess á vefsíðunni
www.sportsetrid.is.
Byltingarkennd Covert-
lína frá Nike Golf
NIKE GOLF Á ÍSLANDI KYNNIR Golfvörurnar frá Nike Golf hafa notið mikilla
vinsælda víða um heim. Golfkylfurnar frá Nike eru hágæðakylfur og nú hefur fyrirtækið sett á
markað nýja línu undir nafninu Nike VR_S Covert. Margir ungir atvinnukylfingar hafa gengið
til liðs við fyrirtækið fyrir þetta tímabil þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á golfið.
VR_S Covert-línan er byltingarkenndasta nýjungin hjá Nike Golf frá upphafi.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Magnús Björn Sigurðsson, sölu-
fulltrúi hjá Icepharma, umboðs-
aðila fyrir Nike á Íslandi.
MYND/GVA
VR_S Covert-járnin hafa sömu tækni og
trékylfurnar. Þyngdarfærsla í tána og
hælinn fyrir beinni högg.
Tiger Woods byrjar árið með miklum
látum. Hann hefur unnið þrjú mót og
er sigurstranglegastur fyrir US Masters-
mótið á Augusta National-vellinum í
Georgíuríki.
Rory McIlroy gekk til liðs við Nike Golf í janúar síðastliðnum. Hann spilar með Covert-trékylfum.
VR_S Covert-línan í
heild sinni. Covert
Tour gefur lægra
boltaflug og minni
spuna. Covert
Performance gefur
hærra boltaflug
og með henni eru
mistök ekki jafn
afdrifarík.