Fréttablaðið - 11.04.2013, Page 48

Fréttablaðið - 11.04.2013, Page 48
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar Mataræði og tíska ÉG var að heyra af nýjustu tískunni í mataræði. Nú er best að borða fitu og prótein. Forðast skal brauðmeti í lengstu lög og einnig allan sykur – jafn- vel þó hann komi úr ávöxtum. Mjólk er nú aftur komin í tísku eftir áratugslanga eyðimerkurgöngu. Þessi tíska er áþreifanleg í mat- reiðsluþáttum, matreiðslubókum og almennri umræðu um mat- aræði og hollt líferni. MATUR er tískuvara eins og allt annað. Munurinn á mat og til dæmis fatnaði er þó sá að mataræðistískan er byggð á „vísindum“. Þessi vísindatenging gæti ekki gengið upp í fatatískuiðnaðnum. Það myndi enginn geta haldið því fram að það sé vísindalega sannað að síðir krag- ar og loð sé málið þennan veturinn. Þetta er hægt með mataræði. Ástæðan er sú að heilsufræði, hvað svo sem þau standa fyrir, eru býsna vafasöm fræði. SANNLEIKURINN er sá að það eina sem hægt er að sanna er að mannskepn- an getur étið hvað sem er. Til eru frá- sagnir af japönskum skipsbrotsmönn- um sem borðuðu bara kókoshnetuhýði áratugum saman. Ég hef séð myndir af þessum mönnum og þeir litu bara vel út. Sixpack og skínandi hvítar tennur. Svo er til fólk sem borðar gler og fjarstýr- ingar. Einn maður borðaði heilan strætó og var byrjaður á júmbó-þotu en þurfti að hætta vegna tímaskorts. Sumir sjúga dulur og láta það gott heita. Hjá sjálfum mér er það þannig að dagurinn er ónýtur ef ég hef ekki sporðrennt fimm franskbrauðsneiðum og hálfum lítra af mjólk áður en klukkan slær 9.30. SAMT er gaman að taka þátt í matar- æðistískunni. Ég vil jafnvel ganga lengra. Af hverju er ekki til svefntíska? Ég væri til í að heyra fólk halda því fram að það sé „vísindalega sannað“ að homo sapiens skuli sofa standandi einu sinni í viku (hestar gera það). Miðalda- menn sváfu víst sitjandi, það var af ótta við Guð. Það mætti innleiða aftur, allavega sem tímabundna tísku. LÁRÉTT 2. svanur, 6. í röð, 8. mánuður, 9. hyggja, 11. tveir eins, 12. goðmögn, 14. þúsundasti hluti, 16. tveir eins, 17. mál, 18. segi upp, 20. gelt, 21. tilræði. LÓÐRÉTT 1. gætt, 3. í röð, 4. knús, 5. tími, 7. aldin, 10. á sjó, 13. hnoðað, 15. skál, 16. augnhár, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. álft, 6. áb, 8. maí, 9. trú, 11. ðð, 12. tótem, 14. millí, 16. bb, 17. tal, 18. rek, 20. gá, 21. árás. LÓÐRÉTT: 1. gátt, 3. lm, 4. faðmlag, 5. tíð, 7. brómber, 10. úti, 13. elt, 15. ílát, 16. brá, 19. ká. Núna skaltu hlusta, Strand! Ég hef stækkað tilboðið og býð núna fullan pakka á nokkrum krónum meira! Er það eitt- hvað? Ehh... jahh! Þú þarft ekki að spyrja sko! Svona á þetta að vera! ÆÆÆ! Ég var að spá í að taka þessi ljótu nefhár líka! Í boði hússins, Strand! Nú muntu finna dágóðan zársauka! Gaur, það trúir því enginn að skorpnuð froða á efri vörinni á þér sé alvöru yfirvaraskegg! AUÐVITAÐ EKKI. Mig langaði bara að finna hvernig það væri að vera með mottu. Mér líður dáldið töff með hana. Ekki eins töff og þú lítur út. Það komast auðveldlega 30 inn í þessa litlu elsku. Úts ala. Mamma þín er mjög falleg! Takk. Og mamma þín er mjög... hmmm... þrekin. Takk! Ég skal skila því til hennar. Kannski bakar hún smákökur handa okkur! Neih! SKAFA SKAFA Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.