Fréttablaðið - 11.04.2013, Side 62
11. apríl 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46
Þriðja plata söngkonunnar Ólaf-
ar Arnalds, Sudden Elevation,
kom út fyrir nokkru. Upptaka
plötunnar fór fram í sumar-
bústað í Hvalfirði og naut Ólöf
meðal annars liðsinnis systra
sinna við gerð hennar.
Að sögn Ólafar einkennd-
ist upptökuferlið af þægilegu
flæði sem veitti henni frelsi til
að sinna tónlistinni þegar hún
var í ákjósanlegu hugarástandi.
„Ég fékk lánaðan ævintýralegan
jakútískan bústað í Hvalfirði og
dvaldi þar í tvær vikur við upp-
tökur með dyggri aðstoð Skúla
Sverrissonar. Ég kveikti eld í eld-
stæðinu á hverjum morgni, fór í
göngutúr þegar mig langaði og
svaf þegar ég þurfti að sofa. Ég
var mjög frjáls og gat gert hlut-
ina á mínu síbreytilega tempói,“
útskýrir Ólöf.
Sudden Elevation er hennar
fyrsta verk sem er allt á ensku og
leikur Ólöf að auki á flest hljóð-
færin sjálf, þar á meðal á fiðlu,
gítar og hörpu. „Ég hef aldrei
verið í góðu sambandi við nótna-
skrif og á stundum erfitt með
að miðla hugmyndum mínum til
annarra tónlistarmanna. Það var
því gott að hafa nægan tíma til
að geta spilað sjálf á hljóðfærin
fyrir þessa plötu.“
Systur Ólafar komu að gerð
plötunnar og syngur yngri systir
hennar, Klara (meðlimur í sveit-
inni Boogie Trouble), með henni
í tveimur lögum en sú eldri,
Dagný, leikur á píanó í einu lagi.
Söngkonan viðurkennir að það
hafi verið þægilegt og gaman að
vinna með systrum sínum. „Það
sem mér finnst skemmtilegast
við að vinna með systrum mínum
er hvað hugrenningatengslin eru
lík. Ég get verið mjög „kryptísk“
í máli en þær eru með kóðann og
skilja hvað ég á við.“
Í sumar tekur við strangt tón-
leikahald um Bandaríkin og
Evrópu og gerir Ólöf ráð fyrir
því að vera á stöðugu ferðalagi
næsta árið. Hún kemur þó heim
á tveggja vikna fresti til að verja
tíma með syni sínum. „Nú fer
maður aftur á þrekhjólið og túrar
og túrar. Ég hef verið heima í
rúmt ár og fengið góðan tíma til
að kjarna mig, sem er gott því
stöðug ferðalög geta verið slít-
andi,“ segir hún að lokum.
Í ti lefni útgáfu Sudden
Elevation heldur Ólöf tónleika
í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld
klukkan 21. sara@frettabladid.is
Naut liðsinnis systra
sinna við upptökur
Ólöf Arnalds gaf nýverið út plötuna Sudden Elevation. Systur hennar, Dagný og
Klara, aðstoðuðu hana við upptökur sem fóru fram í jakútískum sumarbústað.
➜ Plötur Ólafar
Við og við - 2007
Innundir skinni - 2010
Sudden Elevation - 2013
NÁNAR SYSTUR Ólöf Arnalds naut liðsinnis systur sinnar, Klöru, við gerð plötunnar
Sudden Elevation. Eldri systir hennar, Dagný, spilaði einnig á píanó í einu lagi.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ólöf safnaði fé fyrir plötunni á vefsíðunni Pledgemusic.com. Hún segir
síðuna nýtast einyrkjum sem henni vel og einnig vera frábæra leið fyrir
hlustendur og tónlistarfólk til að vera í samskiptum. „Kostnaðurinn sem
maður þarf að standa straum af er margvíslegur. Þó maður fái fjármagn
til að gera plötu þá er lítið eftir til að gera myndband eða til að kosta
tónleikaferðalag. Með aðstoð Pledgemusic er meiri von um að koma út
á sléttu,“ segir hún og bætir við: „Þetta er jákvæð leið sem tekur mið af
„digitalíseringunni“ og kynning á sama tíma. Maður verður að aðlagast
breyttum aðstæðum, maður getur ekki verið fýlu yfir því að fólk hlaði
tónlistinni manns ókeypis niður á netinu. Það er eins og að vera hand-
skrifari sem varð fúll þegar Gutenberg hóf að prenta bækur.“
FÉKK AÐSTOÐ FRÁ AÐDÁENDUM
Á PLEDGEMUSIC.COM
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
- V.J.V., SVARTHÖFÐI
EIN FLO
TTASTA
SPENN
UMYND
ÁRSIN
S
G.I. JOE RETALIATION 3D KL. 5.30 - 8 - 10.40 12
G.I. JOE RETALIATION 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.40 12
ADMISSION KL. 5.40 - 8 - 10.40 L
I GIVE IT A YEAR KL. 10.15 12
SAFE HAVEN KL. 8 12
THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.45 L
21 AND OVER KL. 10.30 14
FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L
GI JOE KL. 8 - 10.15 16
ADMISSION KL. 8 - 10.15 L
I GIVE IT A YEAR KL. 5.50 L
SAFE HAVEN KL. 5.50 12
ADMISSION KL. 5.30 - 10.30 L
ON THE ROAD KL. 8 16
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
SAFE HAVEN KL. 10.30 12 / SNITCH KL. 10.40 16
JAGTEN KL. 5.30 - 8 -10.30 12
ANNA KARENINA KL. 5.15 L
FÓR BE
INT Á T
OPPINN
Í USA!
- H.S., MBL
- H.S.S., MBL
G.I. JOE RETALIATION 3D 5.50, 8, 10.30
I GIVE IT A YEAR 10.30
IDENTITY THIEF 10.20
THE CROODS 3D - ÍSL TAL 5.50
T.V. - Bíóvefurinn
5%
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða-
sala: 412 7711 Hverfisgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas
ON THE ROAD (16) 17:40, 20:00, 22:20
CHASING ICE (L) 20:00
HANNAH ARENDT (12) 17:50, 20:00
THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 22:00
DÁVALDURINN (16) 22:10
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA.
BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn
sló í gegn
á þýskum kvikmyn-
dadögum!
HANNAH
ARENDT
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
H.S. - MBL
THE NEW YORK TIMES
LOS ANGELES TIME
WALL STREET JOURNAL
TIME
T.V. - BÍÓVEFURINN
Leikarinn Tom Cruise hefur eytt
um 550 milljónum króna í leigu á
einkaþotu svo að dóttir hans Suri
geti heimsótt hann þegar hún á
afmæli síðar í mánuðinum.
Suri, sem verður sjö ára 18. apríl,
býr hjá móður sinni Katie Holmes í
New York. „Peningar skipta Cruise
engu máli þegar Suri er annars
vegar. Hann gerir allt til að vera
hjá henni,“ sagði heimildarmaður
götublaðsins The Sun. Cruise hefur
áður leigt flugvél fyrir dóttur sína.
Síðast flaug hún til London og var
hjá honum í fimm daga í febrúar
þegar hann lék í myndinni All You
Need Is Kill.
Einkaþota
handa Suri
TOM
CRUISE
Lætur
sig ekki
muna um
að leigja
rándýra
einka-
þotu.
Að kaupa sér eftirlíkingu af
hönnunarvöru í New York gæti
reynst dýrkeypt gaman ef ný
lög taka gildi þar í borg á næst-
unni. Borgarstjórnarmeðlimur-
inn Margaret Chin er upphafs-
maður lagafrumvarpsins en
hún vill uppræta sölu eftirlík-
inganna sem eru mjög útbreidd-
ar í New York. Allir sem ger-
ast sekir um meðvituð kaup af
eftirlíkingum, eins og segir í
frumvarpinu, gætu því átt yfir
höfði sér eins árs fangelsi og
sekt upp á 120 þúsund íslenskar
krónur.
Þrátt fyrir að vera ólöglegt
eru markaðir og búðir úti um
allt í New York sem sérhæfa sig
í eftirlíkingum og er það eilífur
hausverkur fyrir stóru tísku-
húsin. Það borgar sig því að
hugsa sig tvisvar um áður en
látið er freistast af ódýrri eftir-
líkingu af uppáhaldstöskunni
því að það gæti að lokum reynst
betra fyrir budduna að spara
fyrir alvöru gripnum.
Stríð gegn eft irlíkingum
DÝRKEYPT GAMAN Samkvæmt nýju
lagafrumvarpi í New York getur það
varðast við fangelsisvist að kaupa eftir-
líkingu þar í borg. NORDICPHOTOS/GETTY