Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 10
12. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 10 Sé eitthvað að marka stefnu-skrá stjórnmálaflokkanna má sjá fyrir ákveðna þróun í heil- brigðismálum á næsta kjörtíma- bili. Heilsugæslan verður efld, meira lagt upp úr forvörnum og geðheilbrigðismálum verður sinnt betur. Um þetta eru flestir sam- mála. Hins vegar ber að geta þess að flokkarnir virðast ekki leggja mikið upp úr þessum málaflokki, en það skýrist kannski af því að umræðan hefur fyrst og fremst snúist um skuldamál heimilanna. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Björt framtíð leggja öll áherslu á fjölbreyttara rekstrar- form í heilbrigðiskerfinu, en Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð segir að frekari einkavæðing sé ekki á dagskrá að sinni. Framsóknarflokkurinn sker sig nokkuð úr með því að vilja endur- skoða áform um uppbyggingu nýs Landspítala, en bygging hans er eitt af helstu stefnumálum Sam- fylkingarinnar, svo dæmi sé tekið. Píratar vilja að óhefðbundnar lækningar fái sama sess í kerfinu og þær hefðbundnari, að því gefnu að sannað sé vísindalega að þær óhefðbundnu virki. Þeir eru einir um það stefnumál. Samfylking og Vinstri græn tala bæði um kostnað notenda þjón- ustunnar; Samfylking vill setja hámark á kostnaðarþátttöku og Vinstri græn vilja afnema komu- gjöld á heilsugæslu og gjaldtöku á göngudeildum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr því að auka val sjúk- linga og eiga þar samhljóm með Bjartri framtíð og allir flokkar nema Vinstri græn og Samfylking tala fyrir hagræðingu í kerfinu. Samfylking og Framsókn vilja að tannlækningar barna verði gjaldfrjálsar og Vinstri græn vilja endurvekja skólatannlækningar. Stefnuskrár flokkanna bera það hins vegar með sér að heilbrigðis- málin eru ekki forgangsmál í þessum kosningum. Þar skilur á milli þeirra og kjósenda, sem leggja meira upp úr þeim, sam- kvæmt könnunum. Efla forvarnir og sinna geðheilbrigði Heilbrigðismál virðast ekki vera ofarlega á stefnuskrám stjórnmálaflokkanna en kannanir sýna að almenningur setur þau ofarlega. Flokkarnir sex sem ná inn á þing, samkvæmt könnunum, eru sammála um margt en ekki um einkavæðingu eða byggingu nýs Landspítala. 2013 STÓRU KOSNINGAMÁLIN– HEILBRIGÐISMÁL Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is A B D ➜ Leyfa ætti fjölbreytilegra rekstrar- og þjónustuform í velferðarkerfinu svo fólk hafi meira val. ➜ Aðgangur að heilbrigðisþjónustu verði áfram jafn. ➜ Stórefla þarf forvarnir og endurskipuleggja heilbrigðis- kerfið. Fólki verði beint í úrræði við hæfi. ➜ Nýta þarf peninga sem fara í heilbrigðiskerfið betur, til dæmis með því að efla heilsugæslu um land allt, fjölga hjúkrunarrýmum og byggja hagkvæmari Landspítala. FJÖLBREYTTARA REKSTRARFORM S V Þ ➜ Gera á tannlækningar barna gjaldfrjálsar. ➜ Bæta þarf starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta til að draga úr brotthvarfi. ➜ Vinna á að langtímastefnumótun til að tryggja betur hagkvæmni og stöðugleika. ➜ Endurskoða á áform um uppbyggingu nýs Land- spítala en ráðast í endurbætur á núverandi húsnæði spítalans. ➜ Efla þarf heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. ➜ Auka á hlut heilsugæslunnar í geðheilbrigðisþjónust- unni, og efla geðheilbrigðisþjónustu um allt land. ➜ Gefa á fólki frelsi til að velja þjónustu og auka í því skyni fjölbreytni í rekstrarformi. ENDURSKOÐA UPPBYGG- INGU LANDSPÍTALA ➜ Kanna hvort fjölbreyttari rekstrarform skili betri árangri í þjónustu og hagkvæmni í rekstri og með því fjölga valkostum notenda. ➜ Notendastýrð persónuleg aðstoð þannig að þeir sem nota heilbrigðisþjónustuna hafi meira val. ➜ Auka á áherslu á heilsugæsluna, sem á að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. ➜ Leggja á áherslu á forvarnir og heilsueflingu, og festa endurhæfingu í sessi. EFLA HEILSUGÆSLUNA ➜ Nýr Landspítali verði byggður, auk 350 nýrra hjúkrunarrýma. ➜ Setja hámark á kostnaðarþátttöku heimila vegna heil- brigðisþjónustu, tannlækninga, lyfja og hjálpartækja. ➜ Heilsugæslan verði áfram grunnstoð heilbrigðisþjón- ustunnar sem allir hafi aðgang að. ➜ Heilbrigðisþjónustan byggist í kringum stóru sjúkra- húsin í Reykjavík og á Akureyri. Umdæmissjúkrahús og heilbrigðisstofnanir myndi net til að styðja við þau. ➜ Aukin áhersla á forvarnir. HÁMARK Á KOSTNAÐ SJÚKLINGA ➜ Frekari einkavæðing í heilbrigðiskerfinu ekki á dagskrá. Brýnt að draga skýr mörk á milli opinbers reksturs og einkareksturs. ➜ Efla á forvarnarstarf í heilbrigðiskerfinu sem sparar fé til lengri tíma. ➜ Öflug heilsugæsla á að taka tímanlega á málum áður en þau komast á alvarlegt stig. ➜ Auka þarf framboð hjúkrunarrýma. ➜ Afnema sjúklingaskatta á borð við komugjöld á heilsugæslu og gjaldtöku á göngudeildum. ➜ Endurskoða lyfjakostnað til að draga úr óhóflegum kostnaði sem kemur í veg fyrir að efnalítið fólk kaupi nauðsynleg lyf. ➜ Skólatannlækningum verði komið á við grunnskóla landsins sem hluta af almennri heilsuvernd í skólum. ➜ Vinna á að réttarbótum fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra ásamt umbótum í geðheilbrigðis- málum. GEGN FREKARI EINKAVÆÐINGU ➜ Hlúa betur að fötluðum, geðfötluðum og fíklum og setja upp víðtæk úrræði fyrir þessa hópa. ➜ Bæta á aðgengi sjúklinga að endurhæfingu. ➜ Tryggja á með lögum að sjúkrahús geti keypt eins góðan tækjabúnað og völ er á. ➜ Lögfesta á lágmarksfjölda starfsmanna á spítölum til að tryggja gæði þjónustunnar. ➜ Óhefðbundnar lækningar fái sama vægi í kerfinu og hefðbundnar, takist að sýna fram á jákvæða virkni þeirra með vísindalegum hætti. ➜ Hagræða með því að fækka millistjórnendum. Draga úr þörf almennings fyrir heilbrigðiskerfið. Draga úr framlögum til þjóðkirkjunnar og auka til heilbrigðis- kerfisins um sambærilega upphæð. LÖGFESTA LÁGMARKS- FJÖLDA STARFSMANNA www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Fæst einnig fjórhjóladrifinn Caddy* kostar aðeins frá 3.090.000 kr. (2.642.151 kr. án vsk) FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS 145,4 MILLJARÐAR voru heildarútgjöld til heilbrigðismála árið 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.