Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 16

Fréttablaðið - 13.04.2013, Side 16
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrif- ist vegna hruns stóru við- skiptabankanna í október 2008 standa umtalsverð- ar upphæðir eftir í þrota- búum þeirra. Ísland á gríðar lega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðug- leika og hagsmunum sam- félagsins ekki í voða sam- hliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörð- um króna. Útgreiðsla þessara eigna til kröfuhafa eftir því sem þær breyt- ast í reiðufé í erlendri mynt hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á gjald- eyrisjöfnuð landsins enda lendir það utan okkar hagkerfis. Engu að síður þurfa erlendu kröfu hafarnir undanþágur frá fjármagns- höftunum. Þær er erfitt að veita fyrr en séð er fyrir endann á lausn málsins í heild og þá einkum hvern- ig eignarhlutur búanna í krónum verður meðhöndl- aður. Þessi eignarhluti búanna í krónum saman- stendur af ríflega tvisvar sinnum 200 milljörðum. Annars vegar er um að ræða eignarhlut þeirra í Íslandsbanka og Arion og hins vegar ýmsum öðrum krónueignum. Gamla snjó- hengjan upp á um 400 milljarða er svo þar fyrir utan. Þannig að í heild er umfang málsins um 2.200- 2.400 milljarðar króna. Samningar eða skattlagning? Hvað er nú til ráða í þessari stöðu? Augljósasti kosturinn er að láta reyna á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá einhvers konar samninga. Ómögulegt er að slá mati á niðurstöðu slíkra viðskipta eða samninga fyrirfram. Það er þó ljóst að eignarhlutir í evrópskum bönkum, hvað þá íslenskum, selj- ast langt undir bókfærðu nafn- verði í dag. Kröfuhafar þyrftu því að sitja lengi fastir inni í íslensku hagkerfi ef þeir sættu sig ekki við verulegan afslátt. Með hinar hreinu krónueignir búanna hefði væntanlega hvort eð er alltaf farið eins og með krónur í snjóhengj- unni, þ.e. að þeim yrði seint skipt á fullu álandsgengi. Annar kostur í stöðunni væri að beita útgöngu- skatti sem er vel þekktur þegar fjármagns- eða gjaldeyrishöft eru afnumin og hefur verið hluti af áætlun stjórnvalda um afnám hafta. Lögin frá mars 2012 lykillinn Það er því fátt nýtt í umræðunni um að gera megi ráð fyrir veru- legri verðfellingu þessara krónu- eigna í eigu útlendinga eins og annarra krónueigna þeirra, að baki fjármagnshöftum, þegar að því kemur að skipta þeim í gjald- eyri. Vissulega kunna óþolin móðir erlendir kröfuhafar að sætta sig við afslátt á eignum sínum gegn því að koma fjármunum sínum úr landi. En hvernig varð sú staða til? Jú, sú staða hefur orðið til vegna þess að Seðlabanki, ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafa á þessu kjörtímabili gert allt rétt til að tryggja hagsmuni landsins í þessu sambandi. Munar þar mest um samþykkt frumvarps meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem undirbúið var af Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskipta- ráðuneytinu undir forustu undir- ritaðs í marsmánuði 2012. Þar voru eignir búanna færðar bak við fjármagnshöftin. Ef ég man rétt greiddi Sjálfstæðisflokkur- inn atkvæði gegn því frumvarpi og viðstaddir Framsóknarmenn sátu hjá. Já, Framsókn sat hjá í þessu mikilvæga máli en þykist nú hafa fundið málið upp og eiga einkarétt á því að útdeila á grundvelli þess mögulegum óorðnum ávinningi. Stórvarasöm loforð Aðalatriðið er að vandað sé til þessarar vinnu og að gullgrafara- æði grípi ekki um sig þannig að við fórnum sterkri samningsstöðu sem við höfum byggt upp með hár réttum aðgerðum. Kosninga- loforð sem ganga út á að ákveða fyrirfram niðurstöðu sem eigi að skila svo og svo miklum ávinn- ingi og setja á okkur tímapressu til að hægt verði að efna loforðin eru stórvarasöm, óábyrg og ekk- ert annað en ódýrt lýðskrum. Fari eitthvað úrskeiðis í aðgerðum til að vinda ofan af fjármagnshöftunum gæti hagkerfið orðið fyrir miklu höggi. Krónan myndi veikjast sem þýddi verðbólguskot með til- heyrandi afleiðingum fyrir fyrir- tæki og heimili. Því er mikilvægt að stíga engin skref fyrr en vissa er fyrir því að heildarlausn á vand- anum sé fundin. Þetta er hægt með samstilltu átaki og þolinmæði að vopni. Ísland og erlendir kröfuhafar Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásam- legt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; fær- asta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnar- skrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rang- ar ákvarðanir við björgun fall- inna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóð- félags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðis kerfið inn að beini, starfsfólk í heil- brigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Land- spítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðis- mál spítalans líka algerlega óvið- unandi. Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmunds- son, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggju- fullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn sam- ferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skamm- stöfun Landspítala – háskóla- sjúkrahúss úr LSH í LMH, Land- spítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingar- starf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólk- inu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðis- kerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endur- heimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber. Aftur í úrvalsfl okk! FJÁRMÁL Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra STJÓRNMÁL Elín Hirst í 5. sæti á lista Sjálf- stæðisfl okksins í Suðvesturkjördæmi ➜ Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðis- kerfi og ef Sjálfstæðis- fl okkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endur- heimta þann gæða- stimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber. ➜ Augljósasti kosturinn er að láta reyna á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá einhvers konar samninga. UMMÆLI VIKUNNAR 06.04.2013 ➜ 12.04.2013 Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Landsbankinn veitir 15 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2013. Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Veittir eru styrkir í þremur þrepum:  1.000.000 kr.  500.000 kr.  250.000 kr. Verkefni sem einkum koma til greina:  verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga  verkefni á sviði menningar og lista  menntamál, rannsóknir og vísindi  forvarna- og æskulýðsstarf  sértæk útgáfustarfsemi Umsóknarfrestur til 13. maí. Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með mánudeginum 13. maí 2013. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði. Sótt er um styrkina rafrænt á landsbankinn.is. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru ferns konar styrkir veittir: Námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is. „Áður en ég sá þessa könn- un var ég ekkert að velta þessum hlutum fyrir mér.“ Bjarni Benediktsson viðurkenndi að hann hlyti að taka til sín könnun sem sýndi að Sjálfstæðisfl okkurinn fengi meira fylgi ef Hanna Birna Kristjánsdóttir væri formaður. „Ég upplifi líklega aldrei þá sömu tilfinningu og aðrir sem koma heim á æsku- slóðir […] Ekki þessa góðu tilfinningu, ég er komin heim!“ Guðný Jóna Kristjánsdóttir vakti þjóðar- athygli í byrjun vikunnar þegar hún sagði frá nauðgun sem hún varð fyrir á Húsavík fyrir fj órtán árum. 113 Húsvíkingar skrifuðu á undirskrift arlista til stuðnings nauðgara hennar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.