Fréttablaðið - 13.04.2013, Page 22
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22
Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, er besti núlifandi íslenski tónlistarmaðurinn sam-kvæmt skoðanakönnun Frétta-blaðsins. Hann hlaut 14,3% atkvæða í efsta sætinu en alls
tóku 498 manns þátt í könnuninni. Skammt
undan í öðru sætinu varð Ásgeir Trausti
Einars son og í því þriðja reynsluboltinn
Bubbi Morthens.
„Þetta er frábær heiður,“ segir Mugison,
sem gaf síðast út plötuna Haglél fyrir jólin
2011. Hún seldist í um þrjátíu þúsund eintök-
um og er ein söluhæsta íslenska plata allra
tíma. „Ég hélt að maður væri svo stuttlífur
í poppinu. Það er gaman að fólk muni eftir
manni,“ segir hann og heldur áfram: „Það er
eitt og hálft ár síðan ég gerði eitthvað af viti.
Ég er búinn að vera að hanga síðan.“
Björk er í fjórða sæti á listanum og er eina
konan sem kemst í eitt af tíu efstu sætunum.
Sú næsta á eftir, nafna hennar Hera Björk, er
í sautjánda sætinu. Á eftir henni kemur svo
Lay Low í 23. sæti. Karlar eru því mjög áber-
andi á þessum lista.
Óþægilegt að vera fyrir ofan Bubba
Mugison segir svolítið óþægilegt að vera
fyrir ofan Bubba í könnuninni. „Hann kom
vestur um helgina. Hann var að labba inn
á veitingastað sem ég var á. Ég fór á bak
við hurð og ætlaði að bregða honum í góðu
gríni. Svo sagði ég „babú!“ og þá var hann
kominn með mig í hálstak á núll einni.
Þetta voru rosaleg viðbrögð í karlinum. Ég
er þakklátur fyrir að hann hafi ekki tekið
hausinn af mér.
Það er alltaf
nett óþægi-
legt að vera fyrir ofan hann í einhverju.“
Um Ásgeir Trausta hefur hann þetta
að segja: „Það er frábært að fylgjast með
Ásgeiri og því sem hann er að gera. En ég
veit ekki hvort hann myndi ná á mér háls-
taki. Ég held að ég sé aðeins stærri en hann,“
segir hann glettinn.
Mugison bauð sig nýverið fram í heiðurs-
sæti Bjartar framtíðar fyrir komandi
alþingis kosningar. Hann kveðst ekki vita
hvort þetta val sem besti tónlistarmaðurinn
sé gott fyrir framboðið. „Ég tók könnun á DV
um daginn til að finna út hvað maður á að
kjósa og samkvæmt því á ég að kjósa Pírata.
Það kom mér vel á óvart. Kannski ætti ég
bara að skipta um flokk. En ég held að þetta
gagnist flokknum voða lítið að hafa poppara
þarna á lista.“
Stutt er síðan Mugison kom heim eftir
fimm vikna tónleikaferðalag um Evrópu með
Of Monsters and Men. „Þetta var æðislegt.
Við vorum á „double decker“ [tveggja hæða
rútu], sautján manns í kojum. Þetta eru alveg
hrikalega duglegir krakkar og skemmti-
legir,“ segir hann. Aðspurður segist hann
hafa fengið góðar viðtökur á tónleikunum,
nema hvað að lögin sem hann tók á hljóð-
færið sitt Mirstrument féllu ekki eins vel í
kramið og hin. „Þetta var kannski heldur of
„artí“ fyrir liðið. En þegar skeggjaði karlinn
fór á kassagítarinn þá lifnaði yfir fólkinu
og það fóru allir í stuð.“
Hann kveðst ekki vita hvort
hann ætlar að gefa út ný lög á
þessu ári en vonar það. „Ég á
slatta af efni. Ég held að það
verði á ensku en ég veit ekki
hvað gerist. Ég er með
nokkur verk-
efni í
gangi. Ég ætlaði að gera þungarokksplötu og
var búinn að redda mér átta bassaleikurum
og þremur trommurum en svo fór það á ís.“
Sigling í kringum landið í sumar á bátnum
Húna II er að minnsta kosti fyrirhuguð með
Jónasi Sigurðssyni, Láru Rúnarsdóttur og
Ómari Guðjónssyni, þar sem spilað verður á
hinum ýmsu stöðum.
Mikill heiður að vera í öðru sæti
„Þetta er bara mikill heiður. Þetta er er svo
nýfarið í gang hjá mér að maður er bara í
skýjunum yfir öllu sem er að gerast,“ segir
Ásgeir Trausti um annað sæti í könnun-
inni.
„Maður getur ekki tekið of mikið
mark á einhverju svona og ef það hefði
verið spurt fyrir nokkrum mánuðum
veit maður ekki hvernig fólk
hefði svarað. Þetta breytist
allt svo fljótt en þetta er mikil
heiður.“
Ásgeir Trausti hefur verið á tón-
leikaferðalagi með Dananum Mads
Langer að undanförnu. Í maí fer
hann á aðra tónleikaferð um Bretland
með Íslandsvininum John Grant. Sá
bandaríski þýddi einmitt textana á
Dýrð í dauðaþögn yfir á ensku. Þessi
nýja útgáfa fyrir erlendan markað
kemur út eftir um það bil
þrjá mánuði.
Mugison bestur á Íslandi
Mugison er besti núlifandi íslenski tónlistarmaðurinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ásgeir Trausti er skammt
undan í öðru sætinu og í því þriðja er Bubbi Morthens. Fáar konur komust á blað.
Úrtakið í könnuninni var 1.231 manns en
hringt var þar til náðist í 800 samkvæmt
lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 3. apríl og
fimmtudaginn 4. apríl. Þátttakendur voru
valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur
skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir
búsetu og aldri. Spurt var: Hver er besti nú-
lifandi tónlistarmaðurinn? Alls tók 62,3
prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til
spurningarinnar.
SKOÐANAKÖNNUN
FRÉTTABLAÐSINS
Freyr
Bjarnason
freyr@frettabladid.is
Karlar
1. Mugison 13,7%
2. Bubbi 12,2%
3. Ásgeir Trausti Einarsson 9,5%
4. Björk Guðmundsdóttir 6,1%
5. Gunnar Þórðarson 5,3%
9.-10. Magnús Eiríksson 1,9%,
Kemst ekki á blað hjá konunum.
Konur
1. Ásgeir Trausti Einarsson 18,2%
2. Mugison 14,8%
3. Bubbi 9,7%
4.-5. Björk Guðmundsdóttir 4,7%
4.-5. Víkingur Heiðar Ólafsson 4,7%
11.-12. Eyþór Ingi Gunnlaugsson 2,1%.
Kemst ekki á blað hjá körlunum.
Höfuðborg
1. Mugison 14,8%
2. Ásgeir Trausti Einarsson 13,6%
3. Bubbi 11,9%
4. Björk Guðmundsdóttir 6,3%
5. Víkingur Heiðar Ólafsson 4,5%
Víkingur Heiðar er vinsæll hjá höfuðborgar-
búum en rétt kemst á blað hjá landsbyggðinni.
Landsbyggð
1. Ásgeir Trausti Einarsson 13,7%
2. Mugison 13 %
3. Bubbi 8,9%
4. Ragnar Bjarnason 6,2%
5.-6. Gunnar Þórðarson 4,1%
5.-6. Valdimar Guðmundsson 4,1%
8. Helgi Björnsson 4%.
18-49 ára
1. Ásgeir Trausti Einarsson 17,5%
2. Mugison 15,5%
3. Bubbi 12,7%
4. Björk Guðmundsdóttir 6,9%
5. Megas 3,4%
6.-7. Valdimar Guðmundsson 2,7%
9. Jón Jónsson 2,4%
14,3%1
10-11
8-9
8-9
5-6 5-6 7
10-11
13,7%2
5,4%4
11%3
Allir
5.-6. Gunnar Þórðarson 4%
5.-6. Ragnar Bjarnason 4%
7. Víkingur H. Ólafsson 3,2%
8.-9. Björgvin Halldórsson 3%
8.-9. Megas 3%
10.-11. KK 1,6%
10.-11. Valdimar 1,6%