Fréttablaðið - 13.04.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 13.04.2013, Síða 30
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Dögun varð til þegar allmarg-ir flokkar og áhugahópar runnu saman í eitt fyrir rúmu ári. Flokkurinn hyggst bjóða fram út um allt land og, líkt og fleiri framboð, eru skuldamál heimilanna í forgrunni. Andrea Ólafsdóttir, oddviti Dögunar, segir í samtali við Fréttablaðið að kosn- ingabarátta þeirra sé að fara á fullt. Hún segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að Dögun nái ekki að skapa sér sérstöðu í hópi hinna mörgu nýju framboða. „Það eru sannarlega mörg ný fram- boð að þessu sinni, en í samtölum mínu við fólk um allt land hef ég hvatt það til að kjósa eitt af nýju framboðunum. Ef við hentum ekki, þá skuli fólk velja eitt- hvað hinna nýju framboðanna, því það er verkefni allra Íslendinga að stuðla að endurnýjun á þingi með nýjum öflum. Okkar sérstaða miðað við hin nýju öflin liggur í því að við leggjum bæði áherslu á aðgerðir fyrir heimilin og afnám verð- tryggingar. Við teljum okkur þannig vera nær því sem þjóðin hefur gefið til kynna að hún vilji sjá, þar sem 80% þjóðarinnar vilja leiðréttingar lána og afnám verð- tryggingar.“ Þess utan segir Andrea að þau tali fyrir nýju lánakerfi með fimm prósenta vaxtaþaki og afnámi stimpilgjalda sem stuðli bæði að stöðugleika í fjármála- kerfinu og öryggi fyrir heimilin. „Við leggjum líka áherslu á nýja stjórnar skrá sem kemur frá fólkinu, eins og 67% þjóðarinnar vilja, sem og að breyta kvótakerfinu þannig að fiskur- inn verði tryggður í þjóðareigu, sem 83% vilja. Fólkið verður líka að fá arð af auðlindum sínum og þannig skapa forsendur til skattalækkana. Þannig er okkar stefna, í þessum stóru og brýnu hagsmunamálum sem munu koma til afgreiðslu á næstu árum algerlega í takt við þjóðarvilja, ef svo mætti segja.“ Varðandi leiðréttingu lána segir Andrea að miðað yrði við að hámarks- verðbætur lána frá hruni yrðu 2,5% og restin myndi falla á lánveitendur, sem þýði að hennar sögn um 25% leið- réttingu á höfuðstól lána. Bankar hafi þegar fengið afslætti frá gömlu bönkun- um og þær fjárhæðir þurfi að ganga til heimilanna. Nú liggi um 216 milljarðar í hagnaðar tölum bankanna sem auðvelt sé að ná í að mati Dögunar. „Það er ekkert í þessu sem er á nokk- urn hátt ósanngjarnt gagnvart vogunar- sjóðum eða lánveitendum,“ segir Andrea og vísar meðal annars til þess að hag- fræðingurinn Steve Keen hafi talað fyrir slíkum aðgerðum á heimsvísu vegna þess að hagkerfi séu uppfull af bólupeningum vegna of mikillar peningaprentunar líkt og hér. „Það er ekki bara pen- ingahliðin á þessum málum sem skiptir máli, heldur líka siðferðislega og réttlætislega hlið- in. Það er ákveðin siðferðisleg endur- reisn sem fólk verður að finna til að fá trú á því að atkvæði þess hafi nokkuð að segja. Þess vegna eru þessar kosn- ingar svo mikilvægar og fólk verður að átta sig á hve mikið vald það hefur.“ Þrátt fyrir að leggja upp með málefni sem standa kjós- endum nærri hefur Dögun ekki mælst hátt í könnunum og var með innan við eins prósents fylgi í síðustu könnun Fréttablaðsins. Andrea segir þó margt gefa til- efni til bjartsýni, meðal annars hafi umræðuþættirnir á RÚV kynnt nýju framboðin fyrir landsmönn- um. „Ein skýringin liggur í nýju framboðunum, en mér hefur sýnst í samtölum mínum við fólk síðustu daga að það ætli að velja eitt af nýju fram- boðunum, en hafi ekki enn valið á milli þeirra. Ég er að vonast til þess að eftir helgi, þegar listar liggja fyrir, geri fólk upp hug sinn og ég leyfi mér að vera bjartsýn, því að stór hluti þjóðarinnar gerir sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að endur- nýja á þingi.“ Mikilvægt að fá ný öfl inn á þing Andrea Ólafsdóttir hjá Dögun segir mikilvægast að leiðrétta lán heimilanna og afnema verðtryggingu þannig að byrðum hruns- ins verði dreift með jafnari hætti. Þeirra tillögur séu alls ekki ósanngjarnar. Vonast til þess að nýju framboðin hljóti brautargengi. Upphaf Lýðræðis-vaktarinnar er að finna í stjórnlagaráði, en átta fyrrverandi liðsmenn ráðsins eru þar í framboði. Þar á meðal er hagfræðingurinn Þor- valdur Gylfason sem segir að víg- orð flokksins sé sótt í upphafsorð frumvarps stjórnlagaráðs. „Við viljum skapa réttlátt sam- félag þar sem allir sitja við sama borð. Við erum þess vegna kven- frelsisflokkur, flokkur sem leggur áherslu á jafnt vægi atkvæða sem og að þjóðin fái arð af nýtingu auðlinda sem eru í hennar eigu og ekki síst á jafnan aðgang að upp- lýsingum.“ Þar fyrir utan segir Þorvaldur að Lýðræðisvaktin byggi stefnu sína á stjórnarskrárfrumvarpinu „sem þjóðin kaus og þingið sveik,“ en þó sé ekkert meitlað í stein hvað það varðar. Stefnan sé sífellt í þróun. „Helsti galdurinn í því sem við erum að gera, er að okkar stefnu- skrá hefur afar breiða skírskotun og ætti að geta höfðað til flestra, sama hvar í flokki menn kunna áður að hafa staðið,“ segir Þor- valdur og bætir því við að flokkun í hægri og vinstri eigi ekki við Lýðræðisvaktinni. Ný stjórnarskrá er ekki efst á lista yfir þau mál sem kjósendur leggja mest upp úr, en Þorvaldur segir að flokkurinn hafi víðari skírskotun en það. „Til dæmis ætti áhersla okkar á auðlinda- ákvæðið að ná í gegn til fólksins, sem og ákvæðið um jafnt vægi atkvæða. Ég held að sú staðreynd að áhuginn á stjórnarskrármál- inu hafi dofnað ætti ekki að skipta sköpum.“ Varðandi stærstu kosninga- málin, skuldastöðu heimilanna, verðtryggingu og fleira segir Þor- valdur að mestu skipti að skýra stöðu þjóðarbúsins áður en lengra verður haldið. „Staða þjóðarbúsins er afar mikið á reiki. Nýjar upplýsingar eru sífellt að koma fram og þess vegna munum við í Lýðræðisvakt- inni láta það verða okkar fyrsta verk, ef við fáum umboð til þess, að láta erlenda sérfræðinga taka stöðuna út. Þá fyrst höfum við klettinn til að standa á til að geta ákveðið hversu langt er hægt að ganga til að leiðrétta skuldir heimilanna og þar fram eftir göt- unum. Þess vegna viljum við ekki að svo komnu segja hreint út að verðtrygginguna ætti að afnema, þó að þörf sé á að breyta henni og endurmeta. Það þýðir kannski afnám, en það væri ábyrgðarleysi að fullyrða nokkuð um það án þess að vita hvernig raunveruleg staða er.“ Lýðræðisvaktin hefur ekki náð flugi í könnunum og mældist aðeins með 2,8% í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þorvaldur segir kosningaundirbúninginn aðallega hafa farið fram innan flokksins þar sem verið var að leggja lín- urnar. „En nú er samtalið við kjós- endur að komast á skrið,“ segir Þorvaldur og boðar ferðalag um landið þar sem stefnan verður kynnt. Hann segist nokkuð bjart- sýnn um að úr rætist. „Ég er ekki í minnsta vafa um að ef fólk læsi stefnuskrána mynd- um við sópa að okkur fylgi. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að allt gæti farið á annan veg.“ En gerir fjöldi nýrra framboða þeim erfitt að marka sér sérstöðu? „Framboðin eru fleiri en ég bjóst við, sumpart því að ég var að vonast til þess að einhverjir gömlu flokkanna myndu sjá sóma sinn í að draga sig í hlé,“ segir Þor valdur, en telur að keppnin við gömlu flokkana verði erfiðari. „Nú eigum við í höggi við flokka sem fara fram með miklum blekk- ingum og við þurfum að keppa við þá um hylli kjósenda. Því gæti svo farið að okkar boð- skapur um víð- feðma, ópólitíska hreyfingu og stefnuskrá, komist ekki til skila til kjósenda.“ Mesta hættan að mati Þorvaldar er að Sjálfstæðis- flokkur og Framsókn komist aftur í stjórn. Efnahagstillögur þeirra séu ábyrgðar- lausar, til dæmis skattalækkunarlof- orð sjálfstæðismanna, sem „lögðu sjálfir ríkis búskapinn í rúst“. Þá hafi tal framsóknar- manna um hrægammasjóði „holan hljóm frá flokki sem hefur aldrei viljað snerta hár á höfði íslenskra hrægamma“. Varðandi væntingar fyrir kjör- dag segir Þorvaldur að liðs- menn Lýðræðisvaktarinnar hafi fundið þunga undir- öldu í samfélaginu frá upphafi. „En það er óljóst hversu hátt hún mun rísa og hverju hún mun skila okkur. Aðalmál- ið er að þjóðin hefur valdið á sinni hendi og ef hún kýs aftur yfir sig gömlu skúrkana þá er ekkert við því að segja.“ Samtalið við kjósendur að hefjast Þorvaldur Gylfason segir Lýðræðisvaktina byggja stefnu sína á stjórnarskrárfrumvarpinu og markmiðið sé að byggja réttlátt samfélag. Boðar úttekt á stöðu þjóðarbúsins áður en lánaleiðréttingar og framtíð verðtryggingar verði ákveðin. Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is 2013 Skuldastaða heimilanna og verðtrygging „Það er ekkert í þessu sem er á nokkurn hátt ósann- gjarnt gagnvart vogunar- sjóðum eða lánveitendum.“ 1 Ný stjórnarskrá „Við leggjum áherslu á nýja stjórnar- skrá sem kemur frá fólkinu, eins og 67% þjóðarinnar vilja.“ 2 Nýtt lánakerfi Fimm prósenta vaxtaþak og afnám stimpilgjalda stuðli bæði að stöðug- leika í fjármálakerfinu og öryggis fyrir heimilin. 3 0,6% fylgi Dögunar í skoðana- könnun Frétta- blaðsins 5. apríl. 2,8% Fylgi Lýðræðis- vaktarinnar í könnun Frétta- blaðsins 5. apríl. 1 Ný stjórnarskrá Byggja stefnumál á frumvarpi stjórn- lagaráðs „sem þjóðin kaus og þingið sveik.“ Eignarhald auðlinda „Við erum flokkur sem leggur áherslu á að þjóðin fái arð af nýtingu auðlinda sem eru í hennar eigu.“ 2 Skuldir heimilanna og verðtrygging „Það væri ábyrgðar- leysi að fullyrða nokkuð um það án þess að vita hvernig raunveruleg staða er.“ 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.