Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 34
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 H Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Merkingin á bak við merkin Fjórtán flokkar berjast um hylli kjósenda fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram eftir tvær vikur. Slagorð eru ekki mjög áberandi en lógó flokkanna ber sífellt fyrir augu landsmanna. Fréttablaðið fékk Godd til að túlka hvað merkin standa fyrir. „Annaðhvort eru menn að hlaða svona svakalega í byss- urnar eða eru löngu byrjaðir að vinna baráttuna í sínu nærumhverfi, sem mér skilst til dæmis að Framsókn hafi gert í langan tíma,“ segir Sverrir Björnsson, hönnunar- ráðgjafi hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Hann segir baráttuna í ár afar óvenjulega, þar sem hún virðist ætla að snúast aðallega um eitt mál: Hag heimilanna. „Sumir flokkar eru í bullandi vandræðum og gætu komið sínum til- verurétti mun betur á framfæri. Það er mjög stór hópur enn óákveðinn sem auglýsingar og markaðsstarf gætu haft áhrif á,“ segir Sverrir. Ekki hefur mikið borið á notkun stakra slagorða hjá stjórnmálaflokk- unum fyrir komandi alþingiskosningar, líkt og tíðkaðist í fyrri tíð. Sverrir telur eina ástæðu þess vera breytta umræðu í stjórnmálahefðinni. „Það hefur verið mikil krafa um samræðustjórnmál og þá samræmist ekki endilega að keyra hart á eitt ákveðið slagorð. En ef hægt er að krist- alla stefnu á mjög einfaldan hátt í einni setningu, þá er það auðvitað gott tæki. Hættan er þó alltaf sú að úr verði yfirborðsleg einföldun sem talar til fárra, sérstaklega þegar um flóknari fyrirbæri eins og stjórnmálaflokka er að ræða sem ná inn á mörg svið þjóðlífsins.“ Notkun Facebook og annarra samfélagsmiðla hefur einna helst verið áberandi í kosningabaráttunni undanfarið. Sverrir segir þó að flokkarnir geti miklu frekar haft áhrif á þá sem taka ákvarðanir á einfaldari forsend- um og hafa lítinn áhuga á stjórnmálum með styttri auglýsingum í öðrum miðlum og það gæti verið hópurinn sem ræður úrslitum. Málin of flókin fyrir eitt slagorð Hakakrossinn Jafnarma kross með hök á armendum. Hökin eru hornrétt á armana, snúa öll í sömu átt, jafnlöng örmunum eða styttri. Krossinn er fornt sólar- og helgitákn, meðal annars þekkt frá Súmerum. Hakakrossinn var merki þýska nasistaflokksins, svartur kross í hvítum hring á rauðum feldi var fáni Þriðja ríkisins. Hamar og sigð Kommúnískt tákn einingar verkamanna (hamar) og bænda (kornsigð). Var í þjóðfána Sovétríkjanna undir fimmarma stjörnu, tákni ríkisins, á rauðum grunni. Kratarósin Rauða rósin hefur verið notuð reglulega af sósíaldemókrötum um allan heim frá síð- ustu öld. Rauði liturinn táknar baráttu fólksins við veraldlega fátækt og rósin stendur fyrir baráttuna gegn þeirri andlegu. Hringað A Bókstafurinn A í miðjunni á hring, eða bókstafnum O, er best þekkta merki anarkismans. A-ið stendur fyrir anarkisma (rótleysi) og O-ið fyrir order (reglu). Saman tákna stafirnir slagorð stefnunnar; Rótleysið er móðir reglunnar. Friðarmerkið Þekktasta friðartáknið sem er notað í dag var hannað af breskum listamanni á sjötta áratug síðustu aldar fyrir bresk baráttusamtök gegn kjarnorku. Táknið samanstendur af stöfunum N og D, sett fram sem merkjasendingakerfi notað til að beina flugvélum rétta leið, og þýðir „nuclear disarmament“ (afvopnun kjarnorku). Finnast flest víða á veggjum S I A T B Þ R BJÖRT FRAMTÍÐ „Fjólublár skjöldur með eilífri lykkju– sem gerir merkið dul- spekilegt. Minnir örlítið á tákn fyrir athyglisverðan stað ef því væri snúið um 45 gráður. Alveg laust við klisju samt og hefur aðdráttarafl án þess að maður skilji beinlínis hvers vegna. Gamalt og nútímalegt í senn.“ FRAMSÓKNARFLOKKURINN „Miðjusett táknmynd fyrir kornax í grænum litum. Flokkurinn hefur til- hneigingu til að sækja myndmál sitt til millistríðsáranna. Þetta er tími Jónasar frá Hriflu þegar flokkurinn var þjóðernissinnaður bændaflokkur. Það virkar á ýmsar taugar undirmeð- vitundar. Þessi útfærsla er samt í anda níunda áratugar síðustu aldar.“ HÚMANISTA- FLOKKURINN „Möbius-borði óendanleikans á appelsínugulum grunni. Frekar amatörleg útfærsla þó að grunn- hugmyndin sé ekki svo vitlaus. Það er fyrst og fremst svarta línan utan um táknið sem er við- vaningsleg.“ FLOKKUR HEIMILANNA „„Home is where the heart is“ Hjartað staðsett á útlínum Íslands. Alveg þokkaleg hugmynd og þótt teikningin sé barnaleg er það samt tilvísun í einlægni.“ ALÞÝÐUFYLKINGIN „Rauð fánaborg– minnir á merki Samstöðu í Póllandi. Útfærslan meira svona listræn, sýnir bylgju og hreyfingu.“ SAMFYLKINGIN „Rauð kúla, alls ekki klassískt kratamerki sem væri væntanlega rós í hnefa. Alþýðuflokkurinn gamli notaði það merki og kannski ekki hægt á þeim tíma sem Samfylkingin var stofnuð að nota það. Þetta merki vísar svo sem ekki í neitt sterkt– segir allt og ekkert.“ DÖGUN „Formið minnir svolítið á merki Sam- taka ferðaþjónustunnar– fljúgandi fugl og tveir tindar mæta himni. Merkin eru ekki beinlíns lík en sama myndmál. En það er dögun í merkinu sem fer ekkert á milli mála.“ PÍRATAR „Svart merki í anda anarkisma. Dæmigerður sjóræningjafáni með útflöttum saltfiski í blásandi byr. Hring er brugðið utan um– það er óneitanlega smá húmor í þessari merkjagerð.“ Hættan er þó alltaf sú að úr verði yfirborðs- leg einföldun sem talar til fárra, sér- staklega þegar um flóknari fyrirbæri eins og stjórn- málaflokka er að ræða sem ná inn á mörg svið þjóðlífsins. D SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN „Merkið teiknaði Stefán Jónsson upphaflega og byggði á útskorinni lágmynd Ríkarðs Jónssonar, Valur á Valshamri. Sú útgáfa sem notuð er í dag er stílfærsla frá níunda áratugn- um. Staða vængjanna er rómversk. Þetta er táknmynd valdsins. Sama táknmynd er notuð fyrir skandinav- íska öryggisfyrirtækið Falck.“ G HÆGRI GRÆNIR „Einfalt merki. Hvítur hástafur G á grænu hringformi. Ég er viss um að gamlir Alþýðu- bandalagsmenn hrökkva í kút þegar þeir sjá sinn gamla listabókstaf fyrir hægrisinnaðan flokk. Merkið er sterkt í einfaldleika sínum en G-ið er ekki almennilega miðjusett.“ J K STURLA JÓNSSON „Hér er tannhjólið á ferðinni– minnir líka á hernaðarlegt andrúmsloft millistríðsáranna. Listabókstafurinn K settur fyrir framan dagsbrún ásamt ör sem vísar til framtíðar. Merkið er ágætlega gert. Það er sterkt og skila- boðin eru barátta og látum hjólin snúast eða allavega færum þau til.“ L LÝÐRÆÐISVAKTIN „Ekki beinlínis merki– miklu frekar tímabundin redding. Setjum XL og Lýðræðisvaktina í hvítu letri á bláan grunn og málið er dautt. En í sjálfu sér gæti það virkað– hreint og beint.“ REGNBOGINN „Regnbogalitir í blómaformi. Jú, frekar geðugt. Notað af mörgum, allt frá samkynhneigð- um til samvinnuhreyfinga. Listabókstafurinn með x-inu er væntanlega svona tímabundin kosningaútfærsla.“ V VINSTRIHREYFINGIN– GRÆNT FRAMBOÐ „Ég hef oft fengið spurningar um þetta merki. Ég fann einu sinni gamalt austur-þýskt veggspjald með hamri sem aðalatriði en úr skafti hamarsins óx grein sem bar ávöxt. Þetta merki minnir mig á það. Þetta er V-form þar sem sterki leggurinn er vinstra megin. Hægri leggurinn í vaffinu er vaxtarsproti sem vísar til framtíðar.“ Guðmundur Oddur Magnús- son, Goddur er prófessor í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á íslensku myndmáli og táknmyndum í auglýsingum. Landsbyggðaflokkurinn skilaði inn framboðslista í einu kjördæmi í gær. Ekki reyndist tími til að hafa hann með í þessari yfirlitsgrein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.